12.8.08

Hálf maraþon

Ég er búinn að skrá mig í hálf maraþon (21,1 km) í Reykjarvíkur Maraþoni Glitnis. Var aðeins að hlaupa í vetur með þetta í huga en án þess að taka því eitthvað alvarlega. Ákvað svo í sumar að kýla á þetta og byrjaði að hlaupa 15. júlí og búinn að vera ágætlega duglegur síðan þá.

Helgin var ekki alveg eins og plönuð því ég fékk eitthvað smá kvef drasl í mig og svo er næsta helgi einnig erfið því það er vinnudjamm á föstudaginn og svo brúðkaup á laugardaginn, spurnig hvaða áhrif það hefur á undirbúning.

Markmiðið er að vera í kringum (helst undir) 1 klst og 45 mín. Hægt að heita á mig hér. En hlaupið er sem sagt kl. 8:40 laugardaginn 23. ágúst.

Engin ummæli: