23.8.08

Hálf maraþoni lokið (1:37:09)

Eins og þeir sem hafa kíkt inná þessa síðu vita eflaust þá ætlaði ég í hálfmaraþon í Reykjarvíkur maraþoni Glitnis. Ég endaði á að hlaupa á 1:37:09 sem skilaði mér í 103 sæti skv. hlaupatíma en 117 í skottíma (þ.e. sá tími frá því að skotið reið af). En þar sem ég var greinilega of aftarlega þá duttu þarna nokkrir á undan mér.

Maður var mættur niður á Lækjargötu kl. 8:40 í morgun þegar skotið var af og öll hrúgan hljóp af stað. Enginn smá fjöldi og frekar asnalegt að hlaupa þegar svona margir voru á götunum. Var í smá vandræðum að taka framúr liði fyrstu 2-3 km og svo komst maður í góða ryðma. Svona eftir á passaði ég mig kannski of mikið að hlaupa ekki of hratt fyrstu 10 km því ég var á 49:21 (ætlaði að vera á 50 mín). Eftir þá fann ég að ég átti nóg af orku inn og fór þá að gefa aðeins í og taka fram úr fólki. Held að ég geti alveg ábyrgst það að það fór enginn fram úr mér eftir þessa 10 km. Svo var hlaupið út Sæbrautina út að Klepp í gegnum gáma svæðið við höfnina þar, án efa lang leiðinlegasti parturinn af leiðinni. Eftir að hafa hlaupið fyrstu 10 km á 5 mín/km þá fór ég næstu 5 km á ca. 4:30 mín/km og eftir ca. 15 - 16 km þá fór ég að gefa ennþá meira í og var farinn að hlaupa um 4 mín/km. Á seinstu 5 km rauk ég fram úr fólki eins og vindurinn og endaði svo með rosa spretti niður (upp) Lækjargötuna.

Frábært í allastaði, ekkert smá gaman að sjá hve mikið af fólki var komið að styðja hlauparana áfram (þó svo það hefði verið gaman að hafa sína eigin stuðningsmenn ;), smá kvart). En það er alveg á hreinu að ég mun reyna að komast í Reykjavíkur maraþonið árlega.

Þannig að nú verða hlaupa skórnir saumaðir á í vetur og maður hleypur eins og vindurinn í slabbinu.

Í lokin vil ég óska Reyni Bjarna Egilssyni til hamingju með að hafa náð alveg stórkostlegum árangri í maraþoninu. Hann hljóp á 2:57:03 og endaði í 3 sæti af Íslendingum. Flott að fá einn úr Kaldbak á pall :). En þetta er alveg frábært þegar maður hugsar til þess að hann byrjaði bara í ár að fara út að hlaupa (af einhverju viti). Ég mun kalla hann Reyni Pétur það sem eftir er...enn og aftur til hamingju.

Engin ummæli: