Hárið var klippt í gær eða snoðað í burtu. Verð alveg hryllilegur þegar ég er komin með smá lubba því í fyrsta lagi er hárið mjög erfitt meðhöndlunar og svo í örðu lagi nenni ég engan veginn að hirða það nógu vel. Því er þetta besta lausnin fyrir alla. Svo heldur Anna að ég sé að verða sköllóttur þannig að það er um að gerast að venjast þessu ;)
Annars er einn galli við þetta sem ég fattaði ekki fyrr en ég var kominn út í morgun. Nú þarf maður að fara vera með húfu undir hjálminum á leið til vinnu, því einangrunin á hausnum er ekki eins góð með 6 mm hár.
Þá var Kári alveg æstur í að ég myndi klippa hárið hans líka, þegar hann vaknaði og svo klippinguna hjá pabba sínum. Spurning hvað langaafi hans myndi segja um það.

Sá merkilegi atburður átti sér stað um helgina að ég fór í Kringluna í fyrsta skipti í rúm tvö ár (fyrir utan eitt stutt bankastopp 2007). Svo var farið í fjölskylduferð í Smáralindina og kíkja á jólaföt á drenginn. Þessi mynd var tekin af bestu vinunum Kára og Mikka mús við það tækifæri.
Það má svona benda þeim sem kíkja hér við að ég er búinn að setja inn fleiri myndir inná myndaalbúmið. Koma svo fleiri albúm / mánuðir í vikunni.
Hérna eru myndasíðan:
http://picasaweb.google.com/orvars
Engin ummæli:
Skrifa ummæli