Þá er ég búinn að setja inn fjöldann allan af myndum á Picasa síðuna mína. Á reyndar eftir að setja myndir frá því í maí inn og á eftir að klára myndir frá júní. En júlí, ágúst og sept er komið inn.
Þetta tekur ógeðslega langan tíma að flokka allar myndirnar, endurskíra þær eftir dagsetningu, gefa þeim stjörnur, tag-a þær og skrifa við þær en ég held að þetta muni borga sig þegar fram líða stundir og maður vill leita af einhverri ákveðinni mynd í öllu safninu. Ég skrifa kannski smá leiðbeiningar einn daginn til að hjálpa fólki að koma smá skipulagi á ljósmyndasafnið sitt.
En hérna er hægt að sjá myndirnar:
http://picasaweb.google.com/orvars
Engin ummæli:
Skrifa ummæli