1.12.08

1. í aðventu

Helgin var alveg hin fínasta. Hrefna Rán kom í pössun á föstudaginn og var mikið stuð hjá frændsystkinunum. Hrefna bað sérstaklega um að fá að fara í pössun til Kára og því var þetta mikill heiður. Hjartað á frúnni var ekki stærra en það að hún var sótt að pabba sínum um kl. 1:30 um nóttina, honum til mikillar ánægju :)

Laugardagurinn hófst svo eins og venjulega með íþróttaskólanum. Í þetta skiptið kom Elmar Daði með og tók Kári það á sig að leiðbeina vini sínum í gegnum þrautirnar með miklum sóma. Alveg ótrúlegt hvað Kári hefur gaman af þessu. Öskraði alveg uppfyrir sig þegar han sé glitta í Smárann, "iotta-olinn" eins skýrmæltur og hann er.

Seinna um daginn var svo farið í fjölskylduferð og horft á þegar það var kveikt á jólatréinu í Hamraborginni og auðvitað horft á frú GJ syngja með Samkór Kópavogs, vona að ég hafi fengið nokkra plúsa í kladdann þar. Þá komu einnig jólasveinar og sungu nokkur vel æfð lög, Kári og börnin alveg dolfallinn yfir þessum skrítnu köllum. Eftir á var svo farið inn í Molann þar sem smá atriði úr Dýrin í Hálsaskógi var sýnt fyrir börnin og fullorðna fólkið sem fannst gott að komast úr -9°C unum.

Ég ásamt The misses fórum svo út að borða á Fiskimarkaðinn (Fish Market) í tilefni af afmæli Önnu fyrr í vikunni. Það var kominn tími til því um 3 ár eru síðan við fórum seinast tvo út að borða, já rómantíkin að drepa okkur.
En það var svo hann Gulli sem matreiddi ofaní okkur heila 9 rétti og vorum við á staðnum frá ca. 8-12. Hélt að við myndum þurfa hjólastól til að komast þarna út því matur var svo góður og svo mikið að borða og smakka. Krabba klær, Smokkfiskur, Rif, Andarsalat, Susi, Nætursaltaður Þorskur, Túnfisksteik, Hreindýr og Gæs ásamt vægast sagt frábærum eftirrétti var matseðill kvöldsins.
Held ég geti auðveldlega sagt að þetta sé það besta sem ég hef smakkað þegar maður fer út að borða og mæli ég því eindregið með Fiskmarkaðinum.

Gærdagurinn fór svo í jólaundirbúning. Jólaskrautið grafið upp úr kössum (sem erfitt var að finna) og hengt upp. Get samt nú ekki sagt að það sé komin einhver mikill jólastemmning í mannskapinn.

Set svo nokkrar myndir hérna inn frá helginni.

Engin ummæli: