Veðrið var ágætt um morguninn. Giska á hita uppá ca. 5°C og
nánast logn í Landamannalaugum. Það fór svo að rigna þegar maður var að taka sig til og var maður því óviss hvernig maður ætti
að klæða sig. Þegar maður sá svo allt
liðið koma úr rútunum og flestir voru mjög vel klæddir þá fór maður að
endurskoða aðeins útbúnaðinn. Ákvað svo að vera bara í stuttbuxum með
kálfahlífar, í bol og svo langerma bol yfir og með hanska og buff. Var svo með
Salomon bakpokann sem ég hafði keypt nokkrum dögum áður. Í honum var ég með 1 l
af powerade og setti svo 500 ml af vatni til að þynna powerade-ið aðeins. Tók
með 10x GU gel og 1x GU hlaupkalla (sama og gelið). Var svo með nokkrar salt töflur
til vara.
Landmannalaugar-Hrafntinnusker
Ég og Guðni hituðum okkur aðeins upp með að skokka um svæðið og ná mestu spennunni úr kerfinu. Komum okkur svo í startið og komum okkur fyrir fremst. Hópurinn taldi saman niður frá 5 og svo var hlaupið af stað. Hef aldrei verið svona framarlega og lenti því ekki í neinni biðröð á stígnum upp hraunkantinn. Stefán Viðar og einn útlendingur voru fyrstir og svo ég og Guðni þar fyrir aftan. Eftir ca. 500m í hrauninu tók ég framúr útlendinginum og þegar við nálguðumst Brennisteinsöldu þá fórum við framúr Stefáni, Biggi Sævars fylgdi okkur svo skammt undan. Við Brennisteinsölduna var strax logn og manni orðið heitt. Við hlupum það sem var hægt og gengum svo bröttustu brekkurnar og fórum rólega í niður kaflana. Sáum fljótt að þetta yrði líklegast keppni okkar á milli og höfðum við svo smá áhyggjur af Bigga, þó svo að hann hafi ætlað að hlaupa áfram út í Skóga. Það virtist ekki vera neinn úber öflugir útlendingar eins og við vorum búnir að óttast.
Fljótlega fór svo að kólna og vindurinn að aukast. Það var svo eftir ca. 7 km sem snjórinn byrjaði. Maður var búinn að heyra um snjóinn en gerði ekki ráð fyrir að hann myndi byrja svona snemma. Þegar ég hljóp 2011 var miklu meiri snjór en 2010 en þetta var allt annað. Þá var snjórinn meiri við Hrafntinnuskerið en núna náði hann svo langt niður í átt að Landamannalaugum. Það er líka auðveldara að hlaupa í snjó á jafnsléttu en upp brekkur og því varð þetta ennþá erfiðara. Þá var snjórinn frekar blautur og laus í sér og var erfitt að hlaupa í honum, eiginlega erfitt að labba í honum líka. Við gerðum okkur fljótt grein fyrir að þessi snjór myndi hægja eitthvað á okkur við myndum verða aðeins lengur upp í Sker en vorum samt rólegir yfir þessu því allir aðrir þurfti líka að fara í gegnum snjóinn. Komum svo upp í Hrafntinnusker á tímanum 1:03:53 sem var ca. 2 mín á eftir áætlun. Fékk mér 1 gel eftir ca. 45 mín.
Ég og Guðni hituðum okkur aðeins upp með að skokka um svæðið og ná mestu spennunni úr kerfinu. Komum okkur svo í startið og komum okkur fyrir fremst. Hópurinn taldi saman niður frá 5 og svo var hlaupið af stað. Hef aldrei verið svona framarlega og lenti því ekki í neinni biðröð á stígnum upp hraunkantinn. Stefán Viðar og einn útlendingur voru fyrstir og svo ég og Guðni þar fyrir aftan. Eftir ca. 500m í hrauninu tók ég framúr útlendinginum og þegar við nálguðumst Brennisteinsöldu þá fórum við framúr Stefáni, Biggi Sævars fylgdi okkur svo skammt undan. Við Brennisteinsölduna var strax logn og manni orðið heitt. Við hlupum það sem var hægt og gengum svo bröttustu brekkurnar og fórum rólega í niður kaflana. Sáum fljótt að þetta yrði líklegast keppni okkar á milli og höfðum við svo smá áhyggjur af Bigga, þó svo að hann hafi ætlað að hlaupa áfram út í Skóga. Það virtist ekki vera neinn úber öflugir útlendingar eins og við vorum búnir að óttast.
Fljótlega fór svo að kólna og vindurinn að aukast. Það var svo eftir ca. 7 km sem snjórinn byrjaði. Maður var búinn að heyra um snjóinn en gerði ekki ráð fyrir að hann myndi byrja svona snemma. Þegar ég hljóp 2011 var miklu meiri snjór en 2010 en þetta var allt annað. Þá var snjórinn meiri við Hrafntinnuskerið en núna náði hann svo langt niður í átt að Landamannalaugum. Það er líka auðveldara að hlaupa í snjó á jafnsléttu en upp brekkur og því varð þetta ennþá erfiðara. Þá var snjórinn frekar blautur og laus í sér og var erfitt að hlaupa í honum, eiginlega erfitt að labba í honum líka. Við gerðum okkur fljótt grein fyrir að þessi snjór myndi hægja eitthvað á okkur við myndum verða aðeins lengur upp í Sker en vorum samt rólegir yfir þessu því allir aðrir þurfti líka að fara í gegnum snjóinn. Komum svo upp í Hrafntinnusker á tímanum 1:03:53 sem var ca. 2 mín á eftir áætlun. Fékk mér 1 gel eftir ca. 45 mín.
Hrafntinnusker-Áfltavatn
Við stoppuðum varla í Hrafntinnuskeri, fékk mér smá vatnsopa úr einu glasi og svo héldum svo strax áfram. Allt á kafi í snjó og ennþá var hann nokkuð erfiður og þá kom mótvindur líka á þessum kafla. Reyndum áfram að hlaupa það sem við gátum en þurftum oft að skipta yfir í göngu til að þola snjóinn. Á þessum kafla sleppur maður þó við nokkuð lítil gil og því græðir maður einnig smá á snjónum á þessum kafla. Vorum næstum því búnir að hlaupa útúr leið eftir ca. 14 km en vorum fljótir að átta okkur á vitleysunni. Aðeins öðruvísi að vera fremstur og þurfa að „finna“ leiðina en ekki elta eins og ég hef vanalega gert. Var samt gott að vera tveir og geta kastað á milli hvað væri nú „rétta“ leiðin. Snjórinn hætti svo loks fyrir stærstu brekkuna og var alveg frábært að vera laus við hann. Þá loksins náðum við að komast í smá hlaupa gír. Fljótlega fórum við að rúlla niður og vorum báðir mjög tæpir í einu gilinu sem var svo hált að það munaði litlu að myndi enda illa. Á hverasvæðinu var mikið um blautan leir og því passaði maður sig vel á þeim stöðum. Fórum svo varlega niður Jökultungurnar til að fara vel með lærin. Þarna var ég með smá áhyggjur og fannst ég vera orðinn þreyttari en ég var þegar ég hljóp þetta árið 2011. Kannski eitthvað samspil af snjó og kulda en maður var kominn með smá þreytu í lærin og einhvern veginn ekki kominn almennilega í gang sökum þess að maður var lítið búinn að hlaupa langann kafla. Þarna fór maður samt aðeins að fá að rúlla. Frábært að það var búið að setja tvö borð á stigann yfir fyrstu ánna/lækin eftir jökultungurnar. Datt þarna frekar illa árið 2011 og því mikil bót. Héldum áfram saman ég og Guðni og var mjög þægilegt að hlaupa þetta tveir saman. Voru aldrei einhvern veginn að toga hvorn annan áfram heldur var þetta bara vinalegur hlaupatúr. Aftur tók ég varla stopp í Álftavatni, fékk mér aftur smá vatnssopa og Guðni fyllti á vatnið sitt og var mjög snöggur að því og því fljótur að ná mér aftur. Vorum í Álftavatni á 2:03:36 og fórum við því þennan legg á 59:43 sem var alveg á áætlun en í heildina aðeins á eftir áætlun. Ég fór að halda að það yrði erfitt að toppa 2011 tímann með þessu áframhaldi og miðað við að lappirnir voru minna ferskar á þessum tíma punkti heldur en 2011.
Við stoppuðum varla í Hrafntinnuskeri, fékk mér smá vatnsopa úr einu glasi og svo héldum svo strax áfram. Allt á kafi í snjó og ennþá var hann nokkuð erfiður og þá kom mótvindur líka á þessum kafla. Reyndum áfram að hlaupa það sem við gátum en þurftum oft að skipta yfir í göngu til að þola snjóinn. Á þessum kafla sleppur maður þó við nokkuð lítil gil og því græðir maður einnig smá á snjónum á þessum kafla. Vorum næstum því búnir að hlaupa útúr leið eftir ca. 14 km en vorum fljótir að átta okkur á vitleysunni. Aðeins öðruvísi að vera fremstur og þurfa að „finna“ leiðina en ekki elta eins og ég hef vanalega gert. Var samt gott að vera tveir og geta kastað á milli hvað væri nú „rétta“ leiðin. Snjórinn hætti svo loks fyrir stærstu brekkuna og var alveg frábært að vera laus við hann. Þá loksins náðum við að komast í smá hlaupa gír. Fljótlega fórum við að rúlla niður og vorum báðir mjög tæpir í einu gilinu sem var svo hált að það munaði litlu að myndi enda illa. Á hverasvæðinu var mikið um blautan leir og því passaði maður sig vel á þeim stöðum. Fórum svo varlega niður Jökultungurnar til að fara vel með lærin. Þarna var ég með smá áhyggjur og fannst ég vera orðinn þreyttari en ég var þegar ég hljóp þetta árið 2011. Kannski eitthvað samspil af snjó og kulda en maður var kominn með smá þreytu í lærin og einhvern veginn ekki kominn almennilega í gang sökum þess að maður var lítið búinn að hlaupa langann kafla. Þarna fór maður samt aðeins að fá að rúlla. Frábært að það var búið að setja tvö borð á stigann yfir fyrstu ánna/lækin eftir jökultungurnar. Datt þarna frekar illa árið 2011 og því mikil bót. Héldum áfram saman ég og Guðni og var mjög þægilegt að hlaupa þetta tveir saman. Voru aldrei einhvern veginn að toga hvorn annan áfram heldur var þetta bara vinalegur hlaupatúr. Aftur tók ég varla stopp í Álftavatni, fékk mér aftur smá vatnssopa og Guðni fyllti á vatnið sitt og var mjög snöggur að því og því fljótur að ná mér aftur. Vorum í Álftavatni á 2:03:36 og fórum við því þennan legg á 59:43 sem var alveg á áætlun en í heildina aðeins á eftir áætlun. Ég fór að halda að það yrði erfitt að toppa 2011 tímann með þessu áframhaldi og miðað við að lappirnir voru minna ferskar á þessum tíma punkti heldur en 2011.
Álftavatn-Emstrur
Áfram héldum við og sáum Bigga ekki langt fyrir aftan okkur þegar við vorum að hækka okkur upp eftir ferskvatnsánna eftir Álftavatn. Þarna var ég áfram með smá áhyggjur, frekar kalt með mótvind í fangið og Guðni hljóp upp smá brekku sem ég labbaði frekar. Náði honum samt fljótlega. Renndum í gegnum Hvanngil og þar var alveg einn að taka á móti okkur J Veðrið eitthvað að hafa áhrif því 2011 var þarna mikill hópur og margir sem ég þekkti. Fljótlega eftir það var það svo Bláfjallakvíslin. Lappirnar vel frosnar þegar maður hélt áfram en var fljótur að jafna sig á á kuldanum og þarna fór maður loksins að geta hlaupið. Vindurinn snéri sér aðeins þannig að hann kom á hlið og frekar í bakið en á móti. Fann það fljótt að maður var að jafna sig á Jökultungunum og snjónum og lærin voru að lifna við. Þarna var einnig gott að hafa Guðna því við ræddum mikið saman um líðan og það hjálpaði að vita að við vorum í svipuðum málum. Þarna náðum við mjög góðum kafla og rúlluðum á ca. 4:30 pace-i í einhverja 7 km. Sandurinn var fínn en var þungur þar sem hann er laus í sér, alveg sama hvort hann er blautur eða ekki. Slepptum alveg vatnsstöðinni hjá veginum og héldum áfram að rúlla vel. Fínt að fara í gegnum skarðið við Útigönguhöfða, aðeins að fá að labba upp og rúlla niður. Þá fundum við að lærin voru komin í gang aftur og báðir nokkuð ferskir. Einnig gott að vita að maður átti „bara“ 20km eftir. Svæðið fyrir Emstrur kom smá á óvart, mundi ekki alveg nógu vel af því en ég vissi samt að við værum vel á áætlun. Komum svo í Emstrur á 3:21:22 (split 1:17:46). Náði eiginlega ekki að kíkja á klukkuna því þarna stoppuðum við loksins og ég fyllti á vatnsbrúsann í bakpokanum. Var búinn að hafa smá áhyggjur að ég myndi vera lengi að fylla hann en það gekk vel. Fékk starfsmenn til að hjálpa við að hella nokkrum glösum af Powerade-i ofan í pokann og svo rukum við aftur af stað. Þarna vorum við komnir aðeins á undan áætlun án þess að ég gerði mér fyllilega grein fyrir því. Var alltaf að horfa á hvert split fyrir sig en aldrei heildar tímann.
Áfram héldum við og sáum Bigga ekki langt fyrir aftan okkur þegar við vorum að hækka okkur upp eftir ferskvatnsánna eftir Álftavatn. Þarna var ég áfram með smá áhyggjur, frekar kalt með mótvind í fangið og Guðni hljóp upp smá brekku sem ég labbaði frekar. Náði honum samt fljótlega. Renndum í gegnum Hvanngil og þar var alveg einn að taka á móti okkur J Veðrið eitthvað að hafa áhrif því 2011 var þarna mikill hópur og margir sem ég þekkti. Fljótlega eftir það var það svo Bláfjallakvíslin. Lappirnar vel frosnar þegar maður hélt áfram en var fljótur að jafna sig á á kuldanum og þarna fór maður loksins að geta hlaupið. Vindurinn snéri sér aðeins þannig að hann kom á hlið og frekar í bakið en á móti. Fann það fljótt að maður var að jafna sig á Jökultungunum og snjónum og lærin voru að lifna við. Þarna var einnig gott að hafa Guðna því við ræddum mikið saman um líðan og það hjálpaði að vita að við vorum í svipuðum málum. Þarna náðum við mjög góðum kafla og rúlluðum á ca. 4:30 pace-i í einhverja 7 km. Sandurinn var fínn en var þungur þar sem hann er laus í sér, alveg sama hvort hann er blautur eða ekki. Slepptum alveg vatnsstöðinni hjá veginum og héldum áfram að rúlla vel. Fínt að fara í gegnum skarðið við Útigönguhöfða, aðeins að fá að labba upp og rúlla niður. Þá fundum við að lærin voru komin í gang aftur og báðir nokkuð ferskir. Einnig gott að vita að maður átti „bara“ 20km eftir. Svæðið fyrir Emstrur kom smá á óvart, mundi ekki alveg nógu vel af því en ég vissi samt að við værum vel á áætlun. Komum svo í Emstrur á 3:21:22 (split 1:17:46). Náði eiginlega ekki að kíkja á klukkuna því þarna stoppuðum við loksins og ég fyllti á vatnsbrúsann í bakpokanum. Var búinn að hafa smá áhyggjur að ég myndi vera lengi að fylla hann en það gekk vel. Fékk starfsmenn til að hjálpa við að hella nokkrum glösum af Powerade-i ofan í pokann og svo rukum við aftur af stað. Þarna vorum við komnir aðeins á undan áætlun án þess að ég gerði mér fyllilega grein fyrir því. Var alltaf að horfa á hvert split fyrir sig en aldrei heildar tímann.
Emstrur-Húsadalur
Vorum báðir nokkuð ferskri en fundum það fljótlega að skrefin vorum farinn að þyngjast upp brekkurnar. Náðum ennþá að rúlla vel niður og hlaupið sæmilega. En sandurinn var erfiður á köflum og hægði hann á og tók smá úr manni. En þarna er farið að styttast í endann og það hjálpar manni mikið. Brekkan upp úr gilinu eftir Markarfljótsbrúnna var vel erfið. Fínt að komast aftur í að hlaupa og fannst mér á tíma auðveldara að hlaupa upp brekkur en að labba þær. Næst var það svo Slyppugil og Bjórgil og þá fór maður að mæta gönguhópunum sem er alltaf gaman. Það var svo eftir Bjórgilið að maður fór að rúlla niður á við og þá tók ég smá skyndiákvörðun að aðeins að gefa í og sjá hvort að ég gæti slitið Guðna af mér. Einhverstaðar urðum við að fara keppa og þetta var alveg jafn góður staður og hver annar. Vissi ekki alveg hvort að Guðni væri að gefa eftir eða væri límdur við mig en þegar ég fór að nálgast Ljósánna þá mættum við góðum gönguhóp sem var búinn að stilla sér upp og hvatti okkur vel. Þá heyrði ég að það var slatti á milli þess að þau fögnuðu mér og svo Guðna.
Ég hélt samt áfram að þrýsta hraðann en fann ég var orðinn mjög tæpur með að fá krampa aftan í læri en hélt samt áfram að hlaupa af krafti. Fékk mér smá kóksopa við Ljósánna sem var gott því ég var orðinn nokkuð „léttur“ í hausnum og það hjálpaði kannski að laga blóðsykurinn. Fyrsta skipti í 11 ár sem ég fæ mér kók J.
Næst var það Kápan góða og þá sá ég bilið sem ég hafði náð að mynda á þessum ca. 3km og var kominn með nokkuð öruggt forskot. Hélt samt áfram að hlaupa eftir Kápuna og var nokkuð góður niður brekkuna. Fór yfir Þröngá og þá fyrst setti ég á heildar tímann og sá ca. 4:34 og þá fyrst áttaði ég mig á því að ég færi vel með það að komast undir 5 klst. Fékk mér svo aftur kókglas á vatnsstöðinni eftir Þröngá. Lenti í smá geðshræringu í skóginum þegar ég áttaði mig á að þetta væri að verða búið og að ég væri í 1. sæti og það væri fátt sem gæti komið í veg fyrir það. Alltaf gaman að hlaupa niður í átt að Húsadal en seinustu brekkurnar voru nokkuð sleipar og því fór maður varlega þar. Að taka svo seinustu beygjuna og sjá markið og heyra í áhorfendum er alveg ólýsanleg tilfinning. Það var ekkert smá gaman að koma loks í mark og hvað þá að vera í 1. sæti. Fann strax Kára og var þetta alveg frábært. Enda tíminn var 4:48:08 og fór ég seinasta legginn á 1:26:46.
Vorum báðir nokkuð ferskri en fundum það fljótlega að skrefin vorum farinn að þyngjast upp brekkurnar. Náðum ennþá að rúlla vel niður og hlaupið sæmilega. En sandurinn var erfiður á köflum og hægði hann á og tók smá úr manni. En þarna er farið að styttast í endann og það hjálpar manni mikið. Brekkan upp úr gilinu eftir Markarfljótsbrúnna var vel erfið. Fínt að komast aftur í að hlaupa og fannst mér á tíma auðveldara að hlaupa upp brekkur en að labba þær. Næst var það svo Slyppugil og Bjórgil og þá fór maður að mæta gönguhópunum sem er alltaf gaman. Það var svo eftir Bjórgilið að maður fór að rúlla niður á við og þá tók ég smá skyndiákvörðun að aðeins að gefa í og sjá hvort að ég gæti slitið Guðna af mér. Einhverstaðar urðum við að fara keppa og þetta var alveg jafn góður staður og hver annar. Vissi ekki alveg hvort að Guðni væri að gefa eftir eða væri límdur við mig en þegar ég fór að nálgast Ljósánna þá mættum við góðum gönguhóp sem var búinn að stilla sér upp og hvatti okkur vel. Þá heyrði ég að það var slatti á milli þess að þau fögnuðu mér og svo Guðna.
Ég hélt samt áfram að þrýsta hraðann en fann ég var orðinn mjög tæpur með að fá krampa aftan í læri en hélt samt áfram að hlaupa af krafti. Fékk mér smá kóksopa við Ljósánna sem var gott því ég var orðinn nokkuð „léttur“ í hausnum og það hjálpaði kannski að laga blóðsykurinn. Fyrsta skipti í 11 ár sem ég fæ mér kók J.
Næst var það Kápan góða og þá sá ég bilið sem ég hafði náð að mynda á þessum ca. 3km og var kominn með nokkuð öruggt forskot. Hélt samt áfram að hlaupa eftir Kápuna og var nokkuð góður niður brekkuna. Fór yfir Þröngá og þá fyrst setti ég á heildar tímann og sá ca. 4:34 og þá fyrst áttaði ég mig á því að ég færi vel með það að komast undir 5 klst. Fékk mér svo aftur kókglas á vatnsstöðinni eftir Þröngá. Lenti í smá geðshræringu í skóginum þegar ég áttaði mig á að þetta væri að verða búið og að ég væri í 1. sæti og það væri fátt sem gæti komið í veg fyrir það. Alltaf gaman að hlaupa niður í átt að Húsadal en seinustu brekkurnar voru nokkuð sleipar og því fór maður varlega þar. Að taka svo seinustu beygjuna og sjá markið og heyra í áhorfendum er alveg ólýsanleg tilfinning. Það var ekkert smá gaman að koma loks í mark og hvað þá að vera í 1. sæti. Fann strax Kára og var þetta alveg frábært. Enda tíminn var 4:48:08 og fór ég seinasta legginn á 1:26:46.
Heilt yfir var ég mjög ánægður með hlaupið, enda ekki annað
hægt. Var búinn að undirbúa mig vel fyrir hlaupið og það hjálpar mikið til. Var
búinn að fara vel yfir leiðina og pæla hvernig maður ætti að tækla hvern kafla.
Aðstæður voru ekki bestar útaf snjó en veðrið var fínt þó svo að það hafi rignt
mikið. Maður er vanur að hlaupa í rigningu og er það betra en í 15°C hita.
Vindurinn hafði svo lítil áhrif því oft er maður að hlaupa niður brekkur þegar
hann kom í fangið.
Lappirnar héldu vel og lærin líka, það var helst að maður var þreyttur aftan í lærum í brekkunum og enn sínir sig hvað maður verður að vera búinn að tækla brekkurnar vel í undirbúningi. Var alveg frábært að hlaupa þetta langan kafla með Guðna þó svo það hafi ekki verið undirbúið.
Lappirnar héldu vel og lærin líka, það var helst að maður var þreyttur aftan í lærum í brekkunum og enn sínir sig hvað maður verður að vera búinn að tækla brekkurnar vel í undirbúningi. Var alveg frábært að hlaupa þetta langan kafla með Guðna þó svo það hafi ekki verið undirbúið.
Sleppti svo að fá mér kjöt að borða enda er matarlystin
ekkert alltof góð eftir svona keppnir. Finnst lélegt að þurfa að borga 2.500
/3.500 fyrir að fá að borða í lok keppni sem maður borgar ansi mikið fyrir að
taka þátt í. Annars var allt sem kemur að keppninn i til fyrimyndar og vil ég
þakka öllum þeim sem tóku þátt í að skipuleggja og aðstoða við hlaupið. Takk
fyrir mig.
Búnaður og drykkir:
Skór: Brooks PureGrit. Virkuðu mjög vel. Eru léttir og góðir þó svo að gripið mætti vera aðeins betra. Var með smá áhyggjur að fá í kálfana því þeir eru svo lágir en fann ekkert fyrir því.
Sokkar: Compressport doppu sokkar. Snilldar sokkar sem verja mann vel. Fékk ekki eina blöðru.
Kálfahlífar: CEP. Farnar að dala en held að þær hjálpi aðeins til við að halda aðeins við.
Stuttbuxur: Asics. Venjulegaar þröngar hlaupabuxur.
Bolur: Adidas. Léttur hlaupabolur.
Langerma: Asics. Léttur hlaupabolur.
Bakpoki: Salomon XT Wings með 1,5l vatnssekk. Algjör snilld að hlaupa með svona og geta fengið sér auðveldlega sopa án þess að neitt vatn fari til spillis. Maður finnur ekkert fyrir því að hafa 1,5 l á bakinu og hrisstist sama sem ekkert. Þá var frábært að koma gelunum í vasana framan á bakpokanum
Gel: 7xGU gel + 1 High Five gel fyrir hlaup. Er alveg að fýla þessu GU gel í botn. Fékk ekkert í magann og veit ég ekki alveg hvort að það sé bara útaf ég hefi drukkið minna en þegar það er heitt eða að þessi gel fari betur í mig ásamt því að ég borðið ekkert af bönunum á vatnsstöðunum eins og hef hef gert undan farin ár. Prófaði líka hlaup kallana og var fínt að skipta aðeins yfir í þá.
Morgunmatur: Fékk mér hefðbundinn morgunmat sem er hafragrautur með döðlum, möndlum, Chia fræjum, hnetusmjöri og banana.
Skór: Brooks PureGrit. Virkuðu mjög vel. Eru léttir og góðir þó svo að gripið mætti vera aðeins betra. Var með smá áhyggjur að fá í kálfana því þeir eru svo lágir en fann ekkert fyrir því.
Sokkar: Compressport doppu sokkar. Snilldar sokkar sem verja mann vel. Fékk ekki eina blöðru.
Kálfahlífar: CEP. Farnar að dala en held að þær hjálpi aðeins til við að halda aðeins við.
Stuttbuxur: Asics. Venjulegaar þröngar hlaupabuxur.
Bolur: Adidas. Léttur hlaupabolur.
Langerma: Asics. Léttur hlaupabolur.
Bakpoki: Salomon XT Wings með 1,5l vatnssekk. Algjör snilld að hlaupa með svona og geta fengið sér auðveldlega sopa án þess að neitt vatn fari til spillis. Maður finnur ekkert fyrir því að hafa 1,5 l á bakinu og hrisstist sama sem ekkert. Þá var frábært að koma gelunum í vasana framan á bakpokanum
Gel: 7xGU gel + 1 High Five gel fyrir hlaup. Er alveg að fýla þessu GU gel í botn. Fékk ekkert í magann og veit ég ekki alveg hvort að það sé bara útaf ég hefi drukkið minna en þegar það er heitt eða að þessi gel fari betur í mig ásamt því að ég borðið ekkert af bönunum á vatnsstöðunum eins og hef hef gert undan farin ár. Prófaði líka hlaup kallana og var fínt að skipta aðeins yfir í þá.
Morgunmatur: Fékk mér hefðbundinn morgunmat sem er hafragrautur með döðlum, möndlum, Chia fræjum, hnetusmjöri og banana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli