27.8.15

Fossvogshlaupið 3 sæti - PB á 35:03

Mynd: Vikingur.is
Sæmilega ferskur þegar ég mætti í Fossvoginn, líklega ennþá smá þreyta eftir hálft á laugardaginn og svo tók ég einnig sæmilega þétta æfingu á þriðjudaginn.
Tók létta upphitun og drillur og var tilbúinn að reyna undir 35 mín, eða í versta falli á ná nýju PB. Gamla PB-ið var alltof gamalt eða frá áramótum 2011/2012 sem var 35:51.

Arnar Péturs, Guðni voru í 10km og svo Valur, Sigurjón og Ívar Trausta í 5km. Fór af stað með þessum hóp og rúlluðum 1 km aðeins of hratt var fyrstu 500m á ca. 3:06 pace-i og fyrsta km á 3:14. Komst samt fljótt á minn hraða sem var nálægt 3:30. Arnar fyrstur, svo Guðni, svo Valur og Sigurjón sem voru að fara í 5km. Ég þar rétt fyrir aftan. Fann fyrir nokkurri þreytu í fyrsta hring og brekkan upp hjá Skógræktarsvæðinu í lokin á fyrsta hring var fjandi erfið. Fór í gegnum 5km á 17:19 sem er nýtt PB í 5km.

Náði að rúlla sæmilega eftir það þangað til snúningspunkturinn í hinum endanum sem var erfiður og fannst "heimleiðin" nokkuð erfið og farið að hægja full mikið á mér. 8 og 9 km voru hægastir hjá mér og í kjölfarið kom aftur síðasta brekkan, erfitt en maður þraukaði og svo var gott rúll niður að Víkingsheimilinu þar sem maður gaf vel í. Var einhvernveginn búinn að ákveða að ég væri ekki að fara undir 35 mín en var öruggur að fara í gegn á nýju PB. Gleymdi einfaldleg að horfa á heildarklukkuna en þegar um 50m voru í markið kallaði Ívar Trausti á mig að ná undir 35 mín, þá tók ég alvöru endasprett en dugði ekki til því ég kom í mark 35:03. Grátlega nærri því að komast undir 35 mín en maður má ekki taka of stór stökk með metin sín.

Bætti mig um 48 sek sem er bara ansi gott. Seinni 5km voru á 17:44 eða um 5 sek hægari hvern km á þeim hring.
3 sæti og nýtt PB og allir sáttir. Þarf að reyna að nota formið og ná undir 35 mín fljótlega.

Frábært hlaup hjá Víkingum, skemmtileg stemning og allt til fyrirmyndar. Góð hvatning í brautinni, vel merkt og nægar veitingar. Fullt hús hjá Fossvogshlaupinu.

Strava info:

Engin ummæli: