Skráði mig á síðustu stundu og mætti um kl. 11:20 niður í Hörpu að ná í
gögnin. Tók létta upphitun og var ekki alveg að finna mig, kalt og smá
vindur. Ákvað að vera í negldum skóm þrátt fyrir að flestar götur væru
auðar, aðalega smá slabb á Sæbrautinni.
Hitti Michael Wardian í startinu og fannst það mjög gaman. Mjög frægur ultra hlaupari sem keppir alveg fáranlega oft.
Var í frekar stórum hóp í startinu á eftir fyrstu 3 (Guðni, Wardian
og Daníel sem vann hlaupið). Rúllaði með Benoit og Þórólfi og svo slatta
af öðrum hlaupurum. Eftir um 4 km fór Benoit að slíta sig frá hópnum,
þegar við beygðum niður í Vatnagarða þá tók Þórólfur á rás á eftir
Benoit og var fljótur að nálgast hann. Slitnaði þá fljótt á milli manna
fyrir aftan mig en það náði einn að hanga í mér og gerði það alveg næstu
3-4km upp í 8km þegar ég gaf aðeins í og náði að stinga hann af (það
reyndist vera Pétur, sem vann rvk maraþonið fyrir einhverjum árum). En
náði að halda sæmilega haus og keyra vel síðustu 2-3km og var virkilega
ánægður með það. Sæmilega vel útfært hlaup og náði að halda orkustiginu
nokkuð jöfnu allan tímann.
Endaði á 36:13 sem er líklega mitt 3 besta 10 km hlaup og í 6. sæti.
Sáttur við það miðað við að hafa misst aðeins dampinn í meiðslum í
haust.
Frábær endir á alveg frábæru hlaupa ári
Úrslitin eru hérna: Hlaup.is