Sýnir færslur með efnisorðinu Afmæli. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Afmæli. Sýna allar færslur

25.11.08

Afmælisbarn dagsins

Hún elsku Anna mín er 26 ára í dag og vildi ég að sjálfsögðu óska henni til hamingju með afmælið.


Það var haldinn afmælisveisla í tilefni dagsins í gær í H23 þar sem plássið ræður ríkjum. Frúin bauð uppá dýrindis tælenska fiski súpu með uppáhalds nanbrauðinu mínu. Algjört lostæti sem gott veður að fá aftur í kvöld.

31.5.08

Góðan dag

Góðan dag, aldeilis hressandi dagur í Þrándheimi í dag. 20°c þegar ég hjólaði í skólann í dag.

Svaka flott bursdagfest hjá Jóa í gær enda kallinn orðinn 30 ára. Grillað og drukkið bjór og rauðvín í fáránlegum hita. Þetta er eins og að búi á sólarströnd þessa dagana. Góður matur og góður félagsskapur. Svo var gengið heim með Kára steinsofandi í vagninum enda var hann ekkert á því að fara að sofa í partíinu.
Vildi koma á framfæri kærum þökkum fyrir okkur í Moholti 30.

Annars vildi koma eftirfarandi hamingju óskum á framfæri.
  • Guðmundur Sverrisson, til hamingju með 29 ára afmælið, vonandi áttu til með að eiga góðan dag í dag. Þú færð hamingju óskir á undan litla bróður því, jú þú ert nú eldri en hann er það ekki.
  • Kristinn Sverrisson, til hamingju með 29 ára afmælið, vonandi áttu til með að eiga góðan dag í dag.
  • Arnar Harðarson, til hamingju með stúdentsprófið, leiðinlegt að missa af veislunni í kvöld en ég hefst ekkert um að við fáum veislu þegar við komum á klakann. Skemmtu þér vel í kvöld.
  • Dóra frænka, til hamingju með 15 ára afmælið, ekkert smá hvað tíminn líður hratt, litla frænka orðin 15 ára.

22.5.08

22. maí

Svona í tilefni af seinustu færslu að það sé bloggleti í gangi á þessum bænum þá...

Í dag er 22. maí og það þýðir ýmislegt:
  • Ívar Gestsson afmæli í dag, til hamingju með það.
  • Eurovision er í kvöld og verður haldið "partý" í Moholti.
  • Það er mánuður þangað til Anna og Kári koma heim á klakann.

Meira varð það ekki í bili.

16.5.08

16 maí

Það er 16. maí í dag og það þýðir ýmislegt.
  • Það er einn mánuður í að ég eigi að skila meistaraverkefninu mínu.
  • Í dag á Ola, besti vinur hans Kára, afmæli
  • Á morgun er 17. maí sem er þjóðhátíðardagur Norðmanna
Hér er svo tvö frábær lög með mínum uppáhalds tónlistarmanni / hljómsveit:





Er alltaf að uppgötva nýjar og nýjar perlur með þessum snillingi.