Ég og Guðni eftir hlaup |
Fékk einhverja kvef drullu í mig í lok vikunnar og var að spá í gærkvöldi og nótt hvort ég ætti ekki bara að hætta við þetta hlaup. Ákvað samt að prufa og sjá hvernig myndi ganga. Hefðbundinn hafragrauts morgunmatur og tók svo GU drykkjarblöndu með mér í bílinn til að fá mér á leiðinni.
Tókum 3 km í upphitun og fannst mér öndunin eitthvað aðeins off en annars kvefið mest fyrir ofan háls sem er sæmilega jákvætt. Fékk mér eitt gel um 10 mín. fyrir start.Rigning og rok voru aðstæður dagsins en um ca. 50 manns voru mætt til að taka þátt. Guðni fór fyrstu af stað og ég svona rétt á eftir, hann jók svo bilið hægt og rólega. Fyrsti hlutinn var erfiðari en ég hélt með rúllandi hæðum áður en maður kom að snúningspunktinum rétt hjá Sogni. Sló aðeins af eftir það og gekk betur með öndun eftir það. Fékk mér eitt gel áður en ég kom að byrjunarpunktinn sem var sömuleiðis vatnsstöð.
Rúllaði svo sæmilega að Kömbunum en var smá að spara mig fyrir klifur upp ca. 250m. Nokkuð erfiður halli, of "sléttur" til að labba en alveg krefjandi að hlaupa allan tímann þarna upp, gekk samt vel að halda takt og púlsinum nokkuð jöfnum þarna upp. Eftir mestu hækkunina kom smá sléttur kafli eða með minni upphækkun og svo smá rúllandi hæðir í lokin áður en maður snéri við. Fínt að hafa Guðna í augnsýn upp Kambana til að fá stærðar hlutföllin á brekkunni rétt og eitthvað til að keppa við annað en tímann. Rúllaði svo hratt niður og reyndi að passa að misstíga mig ekki og stíga illa á grjót. Gaman að fara mæta öllum hlaupurunum sem voru á uppleið. Gekk vel að halda hraða niður Kambana en svo skrítið að þurfa að byrja að hlaupa aftur sléttan kaflann þegar maður var kominn niður. Tók svo annað gel fyrir síðustu 2 km til að geta haft orkustigið hátt allan tímann. Rúllaði vel í lokin meðfram ánni og kom svo í mark á 2 maður á tímanum 1:18:50 mín eða um 2:30 á eftir Guðna.
Létt niðurskokk og svo brunað heim.
Flott keppni hjá Hamarsfólkinu og vil ég þakka þeim fyrir mjög flott og skemmtilegt hlaup. Kjörið hlaup fyrir þá sem ætla eitthvað af stærri utanvega hlaupum sumarsins.