Ég fékk Kiddi Tví til að skutla mér og Önnu upp í skóla til að komast í vísó. Ekki vildi það þá betur til að vísindaferðin var í Kópavogi þannig að ég fór upp í skóla, upp í Egils og svo aftur í Kópavoginn. Mjög skemmtileg strætóferð. Þetta var fyrsta vísindaferðin mín þar sem hún tengdist ekkert náminu. Annars var þetta ágætlega áhugavert, skoðuðum fullt af klestum bílum og þau voru að reyna að stimpla það inn í okkur öll að F+ væri nú lang besta tryggingin. Allavegana nóg af mjöð. Rauðvín, hvítvín og bjór og mjög góðum matar. Eini gallinn við ferðina var að þegar við vorum að bíða eftir rútunni, en þá var hætt að veita áfengi, þá keyra þau með fullt af bjór upp í einhver sendibíl, frekar súrt en samt mjög góð fer.
Við losuðum okkur við 1 og 2 árs nema niður í bæ og fórum svo í partý til Betu. Djöfulsins MR nördar eru með mér í verkfræði (ekki vera sár). Aðal málið í partýinu var að horfa á MR vinna þessa fooookkking Gettu betur keppni en einu sinni. Þá var ég reyndar búinn að stofa eldhúspartý í mótmælaskyni. Allavegana var þetta fínasta partý og helvíti flott íbúð.
Ég og Anna fórum svo í afmæli til Sigga (kærasta Ingu, vinkonu Önnu) og rappinson travis (bróður Ingu) en þeir voru báðir 24 ára. Til hamingju með það. Afmælið var haldið á einhverjum bar á Laugarveginum sem ég veit ekkert hvað heitir. Maður var orðin nokkuð þreyttur undir lokin þannig að ég dró Önnu heim og fór að rugla í leigubílstjóranum Önnu til mikillar óáængju en svona er þetta bara.
Jæja helvíti duglegur að skrifa.