Sýnir færslur með efnisorðinu Sjónvarp. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Sjónvarp. Sýna allar færslur

18.3.08

Whatta Man

House er fyndinn, hann var með þetta lag sem símhringingu í þættinum í gær, spóla ca. 1:11 í viðlagið.
Það eru svona smáatriði sem gera þennan þátt svona góðan.

11.3.08

Dexter og félagar

Kláraði að horfa á aðra seríu af Dexter í gærkvöldi. Frábærir þættir sem ég fæ bara ekki nóg af, án efa uppáhalds þátturinn minn í dag. Alltaf flott þegar að það koma nýjir frumlegir þættir fram og maður vonar bara að næsta sería verði eins góð og fyrstu tvær. En næsta sería ætti að byrja í sept/okt.

Þá er ég einnig byrjaður að horfa á þætti sem heita Californication. Þessir þættir fjalla um rithöfund sem leikin er af David Duchovny og samband hans við áfengisflöskuna, fyrverandi konu sína og dóttir. Lofa mjög góðu og kemur einnig önnur sería með þessum þáttum.

Svo ber einnig að nefna Chuck sem eru svona skemmtilega öðruvísi grín/spennu þættir. Önnur sería einnig á leiðinni.

Ef einhver getur mælt með einhverjum góðum þáttum þá er það vel þegið því rithöfundaverkfallið er farið að hafa áhrif á áhorf fjölskyldunnar.

29.3.03

Vísó í VÍS

Ég fékk Kiddi Tví til að skutla mér og Önnu upp í skóla til að komast í vísó. Ekki vildi það þá betur til að vísindaferðin var í Kópavogi þannig að ég fór upp í skóla, upp í Egils og svo aftur í Kópavoginn. Mjög skemmtileg strætóferð. Þetta var fyrsta vísindaferðin mín þar sem hún tengdist ekkert náminu. Annars var þetta ágætlega áhugavert, skoðuðum fullt af klestum bílum og þau voru að reyna að stimpla það inn í okkur öll að F+ væri nú lang besta tryggingin. Allavegana nóg af mjöð. Rauðvín, hvítvín og bjór og mjög góðum matar. Eini gallinn við ferðina var að þegar við vorum að bíða eftir rútunni, en þá var hætt að veita áfengi, þá keyra þau með fullt af bjór upp í einhver sendibíl, frekar súrt en samt mjög góð fer.

Við losuðum okkur við 1 og 2 árs nema niður í bæ og fórum svo í partý til Betu. Djöfulsins MR nördar eru með mér í verkfræði (ekki vera sár). Aðal málið í partýinu var að horfa á MR vinna þessa fooookkking Gettu betur keppni en einu sinni. Þá var ég reyndar búinn að stofa eldhúspartý í mótmælaskyni. Allavegana var þetta fínasta partý og helvíti flott íbúð.
Ég og Anna fórum svo í afmæli til Sigga (kærasta Ingu, vinkonu Önnu) og rappinson travis (bróður Ingu) en þeir voru báðir 24 ára. Til hamingju með það. Afmælið var haldið á einhverjum bar á Laugarveginum sem ég veit ekkert hvað heitir. Maður var orðin nokkuð þreyttur undir lokin þannig að ég dró Önnu heim og fór að rugla í leigubílstjóranum Önnu til mikillar óáængju en svona er þetta bara.

Jæja helvíti duglegur að skrifa.

28.2.03

Smá survivor

Strákarnir unnu loksins þraut, jibbbbíii og svo var gamla konan kosinn burt. Alveg merkilegt hvað þessar konum geta ekki byggt einn foookkking kofa. Maður gat þetta þegar maður var 5 ára. Þó svo að Bandaríkja menn séu yfir höfuð heimskir þá ekki alveg svo heimskir að þeir geti ekki byggt eitt lítið skýli. Jæja got to go!!
Later