Sýnir færslur með efnisorðinu Húmor. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Húmor. Sýna allar færslur

15.5.08

Eftirapar

Sverrir Stormsker að blogga, hvað getur klikkað? Akkúrat ekkert. Hérna er síðan hans þar sem hann er að skjóta á Jón Ólafs.
Legg til að orðið eftirapar verði sett í orðabók.

Hér er svo ein mynd sem var tekin 2007 og ég lék mér aðeins með í Photoshop, þessi mynd ef hún hefur heppnast ætti að líkjast litlu líkani af Þrándheimi.

Annars er ég bara að skrifa...på norsk

4.4.08

Skattman

Kláraði skattinn í vikunni og eins gott að maður fái ekki enn eina rukkunina í ágúst. Með flóknara móti í ár. Búin að kaupa lóð, taka lán og svo biðja um skattalega heimilisfestu, vonandi var þetta nú allt gert rétt þetta árið.

Það var svo miðvikudaginn að það var bankað uppá hjá okkur, maður er alltaf nokkuð hissa þegar maður fær óvænta heimsókn og fer maður spenntur til dyra. En í þetta skiptið var það ekki sérlega skemmtileg heimsókn því í hurðgættinni stóð rukkari NRK (Norska ríkissjónvarpsins). Þannig að það lítur út fyrir að við þurfum að borga 800 kr norskar fyrir að hafa sjónvarp þessa fái mánuði sem eftir eru af dvöl okkar hérna í Norge.

Búinn að vera latur í blogginu en hérna er smá frá NRK1 sem er alveg helvíti fyndið:
Danish language


More danish language



Magnað hvað norskan er fallegt tungumál miðað bið þetta baunamál, þakka guði fyrir að maður sé ekki að læra með kartöflu í munninum.

18.3.08

Whatta Man

House er fyndinn, hann var með þetta lag sem símhringingu í þættinum í gær, spóla ca. 1:11 í viðlagið.
Það eru svona smáatriði sem gera þennan þátt svona góðan.

26.2.08

I'm F******

Þetta er nú með því betra sem er á internetinu.



og engu sparað við að svara þessu...

12.10.07

Jesú

Er þetta ekki aðal brandarinn í dag?

25.3.07

Fóstbræður

Þetta á nú ekki að vera youtube blogg en þetta atriði er bara of fyndið...

1.4.03

Kópavogur, Djúpivogur og aftur í Kópavoginn

Fór í gær í vinnunni til Djúpavogs. Keyrðum 1200 km, sem sagt, vaknaði 5:40 og lagði af stað til Djúpavogs og var kominn aftur kl.11 í gær. Sem sagt 1200 km keyrsla fyrir 4 klukkutíma vinnu.

Annars sagði Júlli (sem fór með mér) mér helvíti fyndna sögu. Hann á Nissan Patrol sem er á 44" dekkjum og var einhvertíma að ferðast nálægt Vatnajökli þegar einhver kani kom upp að honum og var að dáðst af bílnum hans.
Kaninn spurði: Í hvað notar þú eignlega þennan risa jeppa, er þetta fyrir drullu eða...
Júlli segir að hann noti bílinn í ferðast á jöklum og þess háttar.
Þá segir kaninn: En eru einhverjir vegir á jöklunum!!!!!!!!!!!

Vááá hvað þessir kanar geta verið heimskir. Allavegna var Júlli með fullan bíl af vinum sínum sem dóu úr hlátri þegar kaninn sagði þetta. Skemmtilegra kannski að heyra sögun frekar en að lesa hana, en allavegana.