23.1.04

byrjaður aftur...

...á kvikmyndagetraun!

Setning dagsins er...:
"Mary... I desperately wanna make love to a school boy"

...þetta er nú mjög auðvelt í þetta skiptið og verðu líklegast áfram!

er maður virkilega...

...bóndi? Jebb Bóndadagurinn er í dag og þá er spurning hvort að konan muni eftir manni? Annars er þetta asnalegt nafn á þessum degi, bóndadagurinn? Ég er sko enginn helvítis bóndi! Konudagurinn heitir konudagurinn og mér finnst að ætti að endurskíra þennan dag Kalladaginn!

...Idol búið eða svona næstum því! Einhver upprifjunar þáttur í kvöld og svo American Idol! Svínasúpan byrjar svo kl. 23:20 sem er nokkuð furðulegur tími!

...annars er það spurning hvort maður fari bara í bíó?

...svo er það mál málana sem er matarklúbburinn á laugardaginn hjá Guðmundi Sverrissyni eða bara Gúnda eins og hann er kallaður í daglegu tali!

...spurning hvort maður horfi á Livepool tapa á móti Newcaslte!

Annars bið ég alla sem sjá stafsetningavillur, málfræðivillur, staðreyndavillur endilega bendið mér á þær svo ég geti reynt að laga þær!

Takk takk og góða helgi!

22.1.04

ég man þá tíð...

...að mér fannst gaman að lesa fótboltasíður á netinu, að mér fannst gaman að horfa á fótbolta, að mér fannst gaman að horfa á Liverpool! Þessi tíð er því miður liðin en mun samt koma aftur, þegar franski skólakennarinn verður rekinn!

...núna sættir maður sig við jafntafli á útivelli á móti Wolves og segir: "jesss, náðum jafntefli á útivelli!". Núna er nóg að kíkja á fyrirsagnirnar á netinu og þá veit maður um hvað greinin er! We lost our nerve - Houllier, Miller´s late strike breaks Reds hearts, We need a bit of luck, We should have won 4-2! Alltaf gaman að lesa svona fyrirsagnir og maður er alveg að springa af tilhlökkun um að fara lesa þessar örugglega frumlegu og skemmtilegu greinar!

...andskotinn!


...annars er ég bara nokkuð hress, styttist í helgina og svona! Ég búinn að setja inn nýtt comment kerfi því hitt var búið að vera bilað svona lengi og það er nú alltaf svo gaman þegar einhver skrifar eitthvað í comment kerfið!

...byrjaði í vikunni að horfa á Band of Brothers og búinn með 3 þætti. Mjög góðir þættir og skil ekki að ég hafi látið þetta fara fram hjá mér þegar þessi þættir voru sýndir á stöð 2, horfti reyndar á 2-3 þætti þá en komst aldrei inní þetta þá! Þannig að nú eru 7 þættir eftir og svo byrjar maður líklegast á 24 sem ég fæ vonandi lánað frá Gumma Árna aka Mumma!

20.1.04

myndasíða...

...komin í loftið. Jebb var að kaupa mér aðgang af myndsíðu þar sem er hægt að geyma allar myndirnar mínar!

...hún er hér og einnig er linkur á hana hérna vinstra megin! Hægt er að setja comment inn við hverja mynd og hvet ég alla til að gera það þegar þeir kíkja inn!

helgin sem leið...

...var bara helvíti góð! Það var haldið bjórsjóðspartý á föstudaginn. Ég sem bjórsjóðsstjóri fór í ríkið og keypti 4 kassa af bjór, 3 lítra af rauðvíni og eina eplasnafs.

...fyrst var smá Idol samkoma heima! Bara nokkuð góð stemmning og svo var farið eftir Svínasúpuna til Óla þar sem var horft á úrslitin í Idol. Kalli vann eins og allir vita en ég bjóst samt við því þannig að ég var nú ekki að kippa mér upp við það! Þó svo að ég hafi haldið með Önnu Katrínu!

...annars var bara mjög gaman og var endað í eftirpartý hjá Sæunni (vinkonu Bjarkar) og svo fékk ég far heim með Halla!

...ég og Anna fórum svo að kíkja á nýju íbúðina hjá Kareni og Kalla en hún er útá Álftanesi rétt hjá Óla Grís! Íbúðin er ekki tilbúinn er var bara nokkuð flott! Rúmgóð og vel skipulög að mér sýndist!

...laugardagskvöldið var svo sem bara mjög rólegt, horft var á friends og American Wedding en Jónki bró kom í heimsókn!

...fórum svo í skírn á sunnudaginn til frænku Önnu. Sem sagt voru þau Svandís og Svenni að skíra dóttur sína og heitir stúlkan Silja Karen. Dagur fór mest allur í að borða kökur og annað þannig...

Fín helgi að baki og vinnuvikan byrjuð!

16.1.04

stjörnuleitin...

...endar í kvöld og spurning hver vinnur? Loksins er bjórsjóðspartý, sjóðurinn er orðinn feitur þannig að það verður nóg af bjór! Æltum að hita upp hjá mér og horfa á Idol! Þannig að bjór + Idol hlýtur að vera gott kvöld!

...annars var ég að spá í að komast til Akureyrar á skíði en það datt uppfyrir! Þannig að spurning hvort maður bregði sér í bláufjöllin okkar höfuðborgarbúa og rennir sér á prikum! Annars bið ég bara heilsa og óskar ykkur góðrar helgar!

13.1.04

loksins loksins loksins...

...er maður búinn með þetta helvíti! Úskrift í feb og þá er maður orðinn B.S. í Umhverfis- og byggingarverkfræði. Útkoman úr seinasta prófinu var vægast sagt athyglisverð, hér er hún.

12.1.04

meistari meistari meistari...

...já TLC er innanhúsmeistari Utandeildarinnar 2004. Unnum alla leikina okkar og það var bara mjög gaman, fengum 2,5 kippur í verðlaun á mann og subway bát! Var fjallað um mótið í helgarsportinu á RÚV og ætla ég að reyna að koma því á stafrænt form! Kíkið svo bara á sport.is og svo TLC.tk til að fræðast meira um þennan sigur!

...annars var náttúrulega Ædol á föstudaginn og var ég bara nokkuð sáttur við úrslitin. Bakraddasöngkonan datt út enda er hún búin að vera flatari en Danmörk í gegnum keppnina! Anna Katrín komst áfram þó svo að það séu brestir í röddinni, en ég held að það lagist allt með æfingu, held að hún sé búinn að ofgera röddinni á þessum tíma. Kalli var góður en samt soldið asnalegur eins og venjulega og Jón var bara góður. Ég kaus bæði Jón og Önnu Katrínu um helgina því mér finnst þau skemmtilegust og væri til í að sjá þau í tónlistarlífi landsmanna frekar en hin tvö!

...fór á Kaldaljós í gærkvöldi. Ætluðum að fara í Sambíóin en þá var hún sýnd í sal 3 þannig að það var brunað út í Hásólabíó og var hún í stóra salnum þar en samt mjög fáir á sýningunni, kom mér á óvart!
Ég las bókin back in the days í versló og fannst mér hún mjög góð þá þannig að ég gerði nokkrar væntingar til myndarinnar. Myndin stóð vel undir væntingum og leikur barna Ingvars er alveg merkilega góður og eitt áhrifamesta atriði sem ég hef séð í bíómynd kemur þarna framm! Annars fannst mér Ingvar vera alltof gamall til að leika Grím og lýsingin nokkuð óraunveruleg í byrjun og svo var eitt atriði þar sem kofi Álfhildar er sýndur. Þetta er svona eldgamall riðgaður bárujárns/torf/steinakofi en með alveg glænýjum nöglum á þakpappanum, nokkuð fyndið. Svo fannst mér leikmyndin milli nú- og þátíðar ekki nógu góð, of lítill munur, tók eftir glænýrri rennu á einu húsinu og svona!
En þrátt fyrir nokkur smáatriði er myndin mjög góð og fær 3,5 örlish af 4 mögulegum!

9.1.04

loksins loksins...

...stundin sem maður er búinn að bíða eftir! Skjár tveir hættir á sunnudaginn og fara gömlu þættirnir yfir á Skjá 1. Þetta var nú bara tímaspursmál og þarf engann helvítis markaðsfræðing til að segja manni að einhver stöð sem nær einungis til 20% landsmanna myndi ekki ganga!

...þetta er góð stund í lífi sjónvarpssjúklings! Hérna er frétt af mbl.is

Fyrsta vinnuvikan 2004...

...alveg að verða búin og alveg að koma helgi! Var aðeins kíkja á tónlist.is og skoða þessa 4 Idol keppendur sem eftir eru! Já hvað á ég að segja! Persónulega held ég að Anna Katrín og Jón yrði bestu "popstjörnunar". Kalli er svona Bubbi, fínn með kassagítar og söng en finnst hann ekki passa alveg í að syngja Greased Lightning. Þá er það loks Ardís Ólöf sem ég held að sé nú bara helvíti góð bakraddasöngkona en engin stjarna. Vantar eitthvað uppá útgeislun eins og Sigga myndi segja!

...svo var Hannes Hólmsteinn í öllum fjölmiðlum landsins að reyna að samfæra fólk um að hann hafi ekkert gert rangt. Alveg magnað hvað maðurinn svara aldrei spurningunni sem hann er spurður! Skil ekki alveg alveg hvaða rosa usla þessi bók gerir, Jónki bróðir kom með ágætis skýringu á þessu... að það væri vegna þess að uber hægri maður væri að troða sér í menninguna sem vinstri menn hafi haft á sínu valdi alla tíð og þess vegna er reynt að lemja þessa bók niður.... veit ekki hvort það sé eitthvað til í því! Annars ætla ég ekki að lesa þessa bók í nánustu framtíð þannig að mér er nokk sama!

8.1.04

nánast lamaður...

texti...af harðsperrum. Þessa daga geng ég um eins og krypplingur því ég get ekki rétt almennilega úr mér útaf harðsperrum! Gengur ekki en ef þið viljið fræðast um harðsperrur kíkið þá hérna!

...svei mér þá, Liverpool kom bara á óvart í gær og vann Chelsea á Stanford Bridge! Aldeilis skemmtilegt það, og langt síðan að ég var svona spenntur yfir fótbolta leik!

7.1.04

allt búið...

...já búinn í jólafríinu og byrjaður að vinna aftur. Alltaf erfitt að byrja á svona heilli vinnuviku eftir frí! Annars maður bara komin í sömu farið fyrir jól: Vinna - Ræktin - TV! Háhugavert! Fjölbreytilegt! Já, alveg magnað! Þannig að smá harðsperrur í dag, fer í bolta í kvöld og losna vonandi við þær þá!

...annars fórum við í HIT að spila og mánudagskvöldið og var gaman að hitta liðið eftir langan tíma! Byrjuðum á partýspilinu og unnu ég og Ingimundur það! Næst var farið í spil sem heitir Mr. & Mrs. og kom það nokkuð á óvart og náði ég og Atli að vinna þar, tapaði reynar fyrri umferðinni í því en þetta spil gengur útá að þekkja meðspilara þinn!

...annars á hún Rut (tengdó) afmæli í dag og vil ég óska henni til hamingju með afmælið! Hún á 48 ára afmæli, eða má maður kannski ekki auglýsa svona á veraldarvefnum?

...svo er Liverpool að fara tapa fyrir Chelsea í kvöld, Hollier er að gera svo góða hlutu að það er alveg yndislegt! Annars er maður farinn að gera þær væntingar að að franski enskukennarinn verði rekinn í vor. Þá er allavegana eitthvað gott við þetta hörmungar tímabil!

textiKvikmyndadómur:
Horfið á Bulletproof Monk í gær! Þarna eru þeir Chow Yun-Fat og Sean William Scott eða bara Stiffler eins og hann er betur þekktur! Þetta er svona bardaga grín spennumynd sem gengur alveg upp ef maður horfir á hana með réttu hugafari. Fat er svona bardagamunkur og Stiffler er vasaþjófur. Vonda fólkið í myndinni var svolítið Matrixlegt og það hefði alveg mátt minnka þessi ýktu bardaga atriði en annars fannst mér þessi mynd bara skít sæmileg og fín þriðjudagsmynd! Sumar svona myndir ganga upp og aðrar ekki, þessi ver sæmilega með þetta!
Bulletproof Monk fær ** örilsh, þó svo að þetta sé sæmileg skemmtun þá er þetta samt bara videóspólumynd!

6.1.04

Opinberun Hannesar...

textiguð hjálpi okkur eða aðalega Hrafni Gunnlaugssyni fyrir að búa til þessar hörmung. Ætlaði að horfa á þetta drasl sem sýnt er á besta tíma í íslensku sjónvarpi ásamt að vera styrkt af Kvikmyndsjóði íslands í fyrradag en gafst upp eftir ca. 15 mínútur. Hvaða rugl er þetta eiginlega, svo vel fjárveitt mynd og svo léleg. Hrafn og Dabbi hljóta að hafa farið á fyllerí með styrkinn frá Kvikmyndasjóði! Það er alveg á hreinu að hver menntaskólanemi sem á digital cameru og tölvu gæti auðveldlega gert betri bíómynd en þetta. Lýsingin var léleg, hljóðið lélegt, leikurinn var lélegur og söguþráðurinn var lélegur. Ég veit ekki hvort að þessi smásaga eftir Davíð sé eitthvað slæm en það er á hreinu að þetta kvikmyndahandrit er mjög slæmt og einnig er á hreinu að versta mynd árið 2004 er fundin! Takk fyrir það Hrafn!

...ég virðist nú ekki vera einn með þessa skoðun um þessa hörmung því umfjöllunin um þessa mynd hefur vægast sagt verið neikvæð og það hefur meira að segja verið fjallað neikvætt um einn gagnrýnanda hjá Morgunblaðinu sem gaf myndinni þrjár stjörnur!

ég vill benda fólki að kíkja ekki á þessa mynd og fá þessar 15 mínútur 0 örlish!

Hérna eru nokkrir linkar: Kvikmynd.is og skodun.is

Hilmir snýr aftur...

texti...já hann Hilmir er bara kominn aftur! Ekki veit ég hver þessi Hilmir er en ég veit þegar ég sé góða bíómynd! já fór í bíó á laugardaginn! Eftir mikinn spenning og langa "Special Edition" upphitin var komið að seinasta kafla í trílógíunni The Lord of the Rings. Þessi mynd er mjög góð og finnst hún halda manni spenntum í þrjá og hálfan klukkutíma og hvergi kemur dauður punktur í henni. Sumur segja hana langdregna en ekki er ég sammála því og án þess að segja of mikið þá finnst mér allt sem kemur í myndinni nokkuð nauðsynleg. Það er svona eins og maður sé hálf fúll að nú er ævintýrið búið en nú fer maður bara að reyna við bækurnar!

Ein spurning stendur eftir ósvöruð eftir myndina og vil ég að allir pæli í því þegar þeir horfa á hana næst, eru Merry og Pippin séu samkynhneigðir, gaman að spá í því ;)

The Return of the King fær **** af 4 mögulegum Örlishum!

5.1.04

gleðilegt nýtt ár...

...og takk fyrir það gamla!

...já mættur í vinnuna eftir mjög gott jólafrí! Reyndar búinn að vera hálf slappur alla helgina en svona er þetta bara, þrátt fyrir það var þetta fín helgi. Á föstudaginn var farið í mat til tengdó og svo horft á Idol þar sem Tinna Marína datt verðskuldað út!

...fór á útsölur á laugardaginn, þvílík geðveiki og er ég ekki viss um að ég þori aftur í þessa helför! Fór svo í afmælikaffi til Afa Jóns! Kallinn orðinn 78 ára og óska ég honum til hamingju með það!

...fór á LOTR: The Return of the King á laugardaginn! Keypti miðann fyrr um daginn og mætti svona 20 mín áður en myndin átti að byrja en fokketí fokk, röð frá sal 1 alveg að barnum á hinum endanum! Sem betur fer þekkti Anna einn í röðinni sem reddaði okkur sætum, snilld! Kem með kvikmyndagagnrýni seinna!