13.4.05

Áfram Liverpool

Þá er komið af stærsta leik Liverpool í Evrópu í nokkur ár eða síðan þeir unnu UEFA Cup 2001. Ég segi að Alonso og Cisse skori mörk Liverpool og þeir vinna 2-1.
Er það ekki líklegt...

Hérna eru svo nokkrar staðreyndir...

1978:
Páfinn dó
Wales vann stóru slemmuna í Rugby
Liverpool tapaði úrslitaleiknum í deildarbikarnum fyrir liðinum sem síðan varð Englandsmeistari um vorið (N. Forrest) Liverpool F.C. varð Evrópumeistari í fótbolta

2005:
Páfinn dó
Wales vann stóru slemmuna í Rugby
Liverpool tapaði úrslitaleiknum í deildarbikarnum fyrir liðinum sem síðan verður Englandsmeistari í vor (Chelsea) Liverpool F.C. verður Evrópumeistari í fótbolta....

Og að auki....
1981:
Charles prins kvæntist
Liverpool varð Evrópumeistari

11.4.05

Ekki menning

Ætlaði að vera voða mennilegur og fara á Kvikmyndahátið á laugardaginn. Var eitthvað að reyna að velja úr myndunum, langaði að sjá Motorcycle Diaries en hún var sýnd á slæmum tíma þannig var búið að ákveða að fara á The Woodsman sem fjallar um barnanýðing sem er laus úr fangelsi. Þá bjallaði ég í Jim Bob en hann benti mér á In Good Company sem hann hafði heyrt góða hluti um. Þannig var ákveðið að sleppa öllum óþægindum við að horfa á mynd um barnanýðing og taka "the easy way out" sem sagt rómantíska gamanmynd. Ég var bara helvíti ánægður með hana, vel leikin, góð tónlist, góð saga sem gekk upp og svo er Scarlett Johansson sæt.
Held ég hendi 8 Örlish-um á In Good Company.

Ef einhver veit um einhverja góða mynd til að fara á endilega láta vita.

Annars var þetta ekki nægilega sniðug fótbolta helgi.
Liverpool tapaði...sem er slæmt
Barcelona tapaði...sem er slæmt
Everton vann...sem er slæmt
Bolton vann...sem er slæmt
Inter vann...sem er gott
TLC vann...sem er gott
Man utd tapaði...sem er gott

Til að bæta gráu ofan á svart þá er Gerrard meiddur og verður ekki með á móti Juventus. Múhúhúúú
Það er erfitt að vera Liverpool stuðningsmaður.

7.4.05

Nýjar myndir

Var að setja myndir frá Landmannalaugum inn. Þær eru á myndasíðunni minni en það er linkur inná hana hérna til hliðar.

Hérna er myndirnar frá Landmannalaugum.

Hérna er hægt að sækja myndband af Jón Hauki skíða niður Bláhnjúk. Þetta verður virkt í 7 daga.

6.4.05

Landmannalaugar og Liverpool

Eins og kom í færslunni hérna á undan fór ég með JH í jeppaferð upp í Landamannalaugar. Ekkert smá gott veður á leiðinni og útsýnið mjög enda sól og snjór hafði fallið í fjöllin. Grillað og spjallað fram eftir kvöldi en um miðnætti þurfti að fara að tékka á félögum JH sem vöru eitthvað seinir. Mættum þeim svo eftir smá keyrslu í stjörnubjörtu kvöldveðri og voru þeir búnir að vera fastir í krapapytti í 1,5 klst.

Það snjóði svo verulega mikið um nóttina og fram eftir degi á laugardeginum. Ég og JH þrömmuðum upp Bláhnjúk í leit að góðri skíðabrekku sem og við fundum og var skíðað í púðri upp af hnjám alla leið niður. Mjög gaman og þegar við vorum komnir upp byrjaði að rofa til.

Eftir þetta var farið í "pottinn" og slakað á og þá var orðið heiðskýrt og klassa veður. En fyrir þá sem ekki vita þá er þetta náttúrulegur heitapottur. Svo var brunað heim í snilldar veðri og ennþá fallegra úti heldur en deginum áður.

Hendi svo myndum inn í kvöld ef ég nenni.

Annars var það Liverpool í gær. Fjölmennt var heima og ekkert smá gaman að sjá Liverpool vinna Juventus. Snilld og ekki var markið frá Garcia slæmt...ónei.

Playlistinn í dag er aðalega búinn að vera The Streets og diskurinn "A Grand Don't Come for Free" snilldar diskur og fer Mike Skinner á kostum. Tékkið á honum.

1.4.05

Audioscrobbler

Audioscrobbler er magnað forrit sem fylgist með því hvað þú hlustar og kemur svo með einskonar vinsældarlista bæði með mest spilað í vikunni á undan og einnig í heild. Þú download-ar bara smá pluggin forriti eftir því hvaða spilara þú ert með í tölvunni þinni. Ég mæli með Winamp. Besti spilarinn að mínu mati.

Hérna er minn listi ef fólk vill forvitnast um hvað ég er að hlusta á þessa dagana. Það verður gaman að skoða í lok árs hvað maður hefur hlustað mest á.

Eins og sést var Ploc Party vinsælast í seinustu viku og eftir þeim komu Queens of the Stone Age en báðar hljómsveitirnar eru búnar að gefa út diska nýlega. Svo er einnig hægt að sjá mest spilaða lagið í seinustu viku og það var Little Sister með Queens of the Stone Age og svo snilldar lagið Banquet með fyrr nefndum Ploc Party en diskurinn þeirra Silent Alarm er gargandi snilld...

Annars eru ég og JH að fara í Landmannalaugar á eftir í smá jebbaferð, það verður ábyggilega gaman sérstakleg þar sem það eru ár og öld síðan ég fór seinast í smá jebbaferð.

30.3.05

DVD Örlish?

Við eigum þessum kauða mikið að þakka. Hann heitir DVD Jon og er Norðmaður sem náði fyrst að komast fram hjá afritunarvörn á DVD diskum. Núna beinir hann athyglinni að iTunes.
Þetta finnst mér mjög flott hjá honum. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá eru það allar þessar afritunarvarnir. Ég vil geta keypt mér geisladisk og geymt hann inná tölvunni minni með öllum hinum mp3 lögunum mínum (sem eru nú nokkur)...maður á ekki að þurfa að setja diskinn í tölvuna og hlusta á hann í gegnum eitthvað sérvalið forrit.
Það litla sem ég hef kynnst af iTunes er ég ekki alveg að fíla og er það helsti galli iPod. Maður kemst bara inná iPod í gegnum þetta forrit. Þú getur ekki sett "drag and drop" eins og iPod væri bara drif á tölvunni þinni. Einnig þá vantar einhverja síju á hvað tónlistarmenn heita í iPod. Ef einvhver hljómsveit heitir The Pire... og svo Pire... í annari mp3 skrá þá flokkar iPod þetta sem tvo mismundandi tónlistar menn.
Nú er bara bíða eftir því að hann opni iTunes lögin og svo væri nú flott ef hann gæti nú hjálpað manni eitthvað með iPod því það fer nú alltaf að styttast í það að maður fáir sér þannig tæki.

4.2.05

Loksins loksins

Í gær var merkilegur dagur. Þannig er mál með vexti að “officially” í gær eignaðist ég minn fyrsta bíl, þó svo að ég sé búinn að eiga hann bráðum í tvö ár. En ég drattaðist niður á umferðastofu og skráði bílinn á mitt nafn eftir að hafa verið með skráninga eyðublaðið í hanskahólfinu í eitt ár. En svona er það með ríkisstofnanir sem eru opnar frá 9-16.?
Þannig að nú er ég stoltur eigandi Toyota Corolla. Ekki nóg með þetta heldur var farið í dag og fengin trygging á bílinn. Össs hvað ég er duglegur. Kannski maður fari með hann í skoðun bráðlega þar sem það er ennþá 2004 miði á bílnum og er búinn að vera það síðan í júlí.

Annars geri ég ráð fyrir rólegu Idol kvöldi í kvöld, vona að þetta verði skárra en seinast, og aldrei að vita nema að það verði horft á 24 eftir það, ekki er það slæmt.

3.2.05

The Arcade Fire

Er búinn að vera hlusta á snilldar hljómsveit í dag. Hún heitir The Arcade Fire og gaf út sinn fyrsta disk ‘Funeral’ núna í september 2004.
Ég las um þennan disk á snilldar vefnum allmusic.com reddaði mér honum en gleymdi svo að tékka á honum. Það var svo ekki fyrr en ég las dóminn hans Bigga í Fréttablaðinu að ég mundi eftir að ég ætti þennan disk.
Búinn að renna einu sinni yfir hann og er alveg heillaður. Þetta er svona Indie Rock sem ég kemst bara ekki yfir þessa dagana en The Arcade Fire hljómar svona eins og Belle & Sebastian mætir Interpol.
Snilldar diskur og mæli eindregið með að þið tékkið á honum. Verst að hann var gefinn út 2004 annars væri hann líklegur á topp 2005 listann.

Annars eru nokkrar sveitir sem eru að gera það gott og ég á eftir að tékka betur á og eru það: Bloc Party, The Zutons og Kasabian.

Búinn að sjá tvær myndir síðan ég skrifaði seinast. Þær eru The Incredibles sem er algjör snilldar mynd og fær 8,5 Örlish! og svo Raising Helen þar sem maður ‘overdose-ar’ á hamingju þrátt fyrir það að myndin gengur út á það að þrjú börn missa foreldra sína. Raising Helen fær því 5 Örlish!


27.1.05

Blogg-listinn og eitthvað til að gleyma...

Þarf nú að fara uppfærða þennan lista um blogg hérna til hliðar. Stuðkveðjurnar hættar, Meinhornið hætt, Burrinn hættur, Reynz hættur og Gummi Van Ingvarsson líka. Frekar slappt. Sem sagt allir sem voru undir “catagory-inu” félagar eru allir hættir að blogga.
Þá er Ingvar einnig hættur og mun hann detta út líka.

Spurning hverjir eiga að koma inn í staðinn?

Þá er ég búinn að vera koma upp nýju tölvunni hennar Ömmu sem Afi gaf henni. Hún er ekki alveg jafn nýjungagjörn og Afi og er því nokkuð ósátt við nýju mulningsvélina á meðan barna barn hennar dauð öfundar hana af þessu úber tæki.
Annars þarf ég að setja netið hjá gömlu upp í kvöld og þá kannski skánar þetta hjá henni.

Annars var það The Forgotten í gær. Dæmi um það að kvenfólk eigi ekki að fá að velja bíómyndir en Anna hélt að þetta yrði alveg frábær mynd. Hér á eftir kemur smá “spoiler” þannig að ef þú vilt horfa á þessa hörmung ekki lesa lengra.
Í staðin fyrir að skrifa sjálfur þá tók ég nokkur “comment” af IMDB síðunni.
“After seeing the forgotten, I only wish the Aliens could jump out of the screen and make me forget how much I paid to see this colossal dropping.”
“This movie has little more fun factor than a highly realistic car crash and...well...that's about it.”
Eins og sést fannst mér þessi mynd vægast sagt léleg. The Forgotten fær því 4 Örlish!

24.1.05

Upprisa matarklúbbsins

Eftir árs ‘25 ára afmælis’ pásu var haldinn fyrsti Matarklúbbur ársins 2005. Góð mæting var og voru allir mættir nema Hinni Hero og Gummi Van Ingvarsson.
Það var Gísli Herjólfs sem hélt klúbbinn á föstudaginn og bauð hann uppá ljúffengan Indverskan kjúklingarétt með sætum kartöflum, nan-brauði og hrísgrjónum. Mjög gott hjá Gísli.
Þá var Vítapunkturinn frægi rifinn upp og menn spreyttu sig á honum og fóru Austfjarða skelfirinn, Reynz og Uncle G með sigur af hólmi.
Eftir það var svo farið í bæinn og fyrst farið á Hverfisbarinn svo í ‘utanaflandipartý’ til Burra og eftir það fór allur skarinn á Sólon þar sem þeir Michael Jackson og Justin Timberlake hefði mátt vara sín því slíkir voru taktarnir á dansgólfinu.
Skemmtilegasta skrallið í langan langan tíma og gaman að Matarklúbburinn er kominn á skrið aftur.

Þá finnst mér að Evrópusambandið ætti að styrkja stuðningsmenn Liverpool með Prosac meðferð eða álíka slíkir eru taktarnir hjá þeim þessa dagana.


Slæmt bragð...og fullt fullt annað

Hef alltaf ætlað að horfa á allar myndirnar hans Peter Jackson alveg síðan ég sá fyrstu Lord of the Rings myndina. Á miðvikudaginn settist ég svo loks fyrir framan sjónvarpið og ætlaði að kanna hvernig þessi meistari þróaðist sem kvikmyndagerðarmaður. Ég byrjaði auðvitað á fyrstu mynd hans en það er Bad Taste frá árinu 1987. Þrátt fyrir það að ég hafi vitað að hann hafi byrjað sem ‘splatter’ og B-mynda leikstjóri þá var þessi mynd vægast sagt léleg. Einhvernvegin hafði ég bara ekki húmor fyrir þessu í einn og hálfan klukkutíma. Fyrstu 20 mín voru ok en svo var það bara hraðspól. En ein búin þrjár eftir.
Bad Taste fær falleinkunn eða 3 Örlish!

Annars er ég búinn að vera duglegur að horfa á myndir en nenni nú ekki að fara mjög ítarlega í þetta allt saman annars gerir maður ekkert annað en að skrifa um einhverja helvítis myndir. En hér koma nokkrar.

Horfði á Starsky & Hutch á fimmtudaginn og fannst mér hún mjög fyndin. Þetta er húmor fyrir minn smekk og einnig voru þar Ben Stiller, Owen Wilson og Snopp Dogg töff.
Starsky & Hutch fær 7,5 Örlish!

Fór svo á franska kvikmyndadaga í Háskólabíó á laugardaginn. Myndin sem varð fyrir valinu var Un long dimanche de fiançailles (Langa trúlofunin) eftir Jean-Pierre Jeunet eða sama leikstjóra og gerði Amilie. Fannst hún mjög góð en ég þurfti að berjast við þreytu alla myndina.
Un long dimanche de fiançailles fær 7 Örlish!

Þá var það loks Mystic River sem var í TV-inu mínu í gær. Vel leikinn og vel útfærð mynd og alltaf er Clint Eastwood að vaxa sem kvikmyndaleikstjóri, verst að hann fer að drepast bráðum. Þá voru einnig eðal leikarar sem stöðu sig allir mjög vel. Annars hafði ég ætlað að sjá þessi mynd mjög lengi og ekki verð ég fyrir vonbrigðum.
Mystic River fær 8 Örlish!

19.1.05

Áfram Burnley...

Fór á skíði upp í Bláfjöll í gær með frúnni og tengdó litla brósa. Nú var “gamla” stólalyftan opin en ekki er ennþá búið að opna nýju. En færið var ágætt en það var kalt en samt ekki mikill vindur.

En það besta við þessa skíðaferð var að ég missti af leiknum Liverpool – Burnley. Að tapa á móti þessu drasli með sjálfsmarki og vera að mér skilst miklu lélegri allan leikinn er í einu orði sagt ömurlegt. Ekki nóg með að tapa á móti United ógeðinu þá bætir þetta ekki um betur. En allaveganna var ég mjög feginn að gleyma mér á skíðum á meðan mínir menn í Liverpool voru að drulla upp á bak.

Kveðja frá Örvar sem skíðar til að gleyma...

17.1.05

The Terminal

Horfði á The Terminal með Tom Hanks á föstudaginn en Steven Spielberg leikstýrði þessari mynd. Var nú ekki búinn að heyra góða hluti um þessa mynd og var því ekki með miklar væntingar plús það að myndin gerist á flugstöð þannig að nema þetta sé Die Hard 2 þá getur hún bara ekki verið góð.
Þessi mynd fjallar um mann sem festist á JFK flugvellinum í USA vegna stríðsástands í heimalandi hans (sem var eitthvað Kasibútuland). Tom Hanks leikur útlending ágætlega en Indverjinn er senuþjófur og var lang fyndastur í myndinni. En þetta var nú svo sem ekki mikil snilld en nær að ganga án þess að láta manni leiðast mjög mikið og fær þannig ágætis einkun.
The Terminal fær 6 Örlish!

Á play-listanum í dag eru svo hljómsveit sem heitir !!! og gaf út diskinn Louden Up Now í fyrra. Virkar nú ekkert sérstakur í fyrstu hlustun en gæti unnið á. Hann var á nokkrum 2004 listum sem ég las. Þá er ég núna að hlusta á John Mayer með diskinn Heavyer Things. Ágætis gítarrokk þar á ferð.
Mæli þið með einhverju skemmtilegu til að hlusta á?

Hinni Hetja

Hinni stóð sig ótrúlega vel á föstudaginn þegar hann bjargaði stelpu út úr brennandi íbúð á Akureyri. Ég var að horfa á fréttirnar og þá kom viðtal við Hinna útaf málinu og stóð hann sig með mikilli prýði. Einhvern vegin kemur þessi frétt manni samt ekki á óvart því maður veit hvernig Hinni er gerður og þar er sko sannkallað gæðablóð á ferð.

Ég setti fréttina inná myndasíðuna mína þannig að þig geti séð þetta. Þá fékk Hinni einnig hrós dagsins í Fréttablaðinu í dag fyrir hetjuskap.

14.1.05

National Treasure

Við Jim Bob fórum í bíó í gær að sjá National Treasure með Nicolas Cage. Maður verður að fara með réttu hugafari á svona bíómyndir annars verður maður bara fyrir vonbrigðum. Veit ekki hvenær Jerry Bruckheimer og félagar ætla að fatta það að Cage er ekki hasarhetja. Enda maður sem segir “Put... the bunny... back... in the... box” er bara ekki töff. Enda átti Cage eitt alveg magnað atriði í myndinni sem ég vil ekki segja frá en djöfull var það fyndið (átti að vera töff).
Þetta er Da Vinci Lykillinn mætir Indiana Jones formúlu mynd sem er bara allt í lagi. Gerist full mikið í stórborg en ég var að vonast eftir að sjá meiri Indiana í myndinni en þetta var svona meira hlaupa í stórborginni mynd. Alveg samt magnað hvað vondi gæinn er allt með góðar tímasetningar í bíómyndum.
En National Treasure fær 6 Örlish!

Svo í lokin kemur ein góð með Cage, úr hvað mynd er þessi.
This is fight night and I am the king