30.11.04

Samkynhneigð?

Var að horfa á Survivor á Skjá Einum í gær, það væri svo sem ekkert frásögu færandi nema hvað í þessum þætti komu fjölskylda/makar/vinir ættingja í heimsókn.

Í gær voru 7 keppendur eftir. 6 kvenmenn og 1 karl. Í þessari heimsókn frá mökum og ættingjum voru þrjár af konunum sem fengu ‘my life partner’ í heimsókn. Það þýðir að 3 af 6 kvenkyns keppendum eru lessur eða 50%. Ég er samt ekki viss um hana Leann en Ami og Scout eru 100%. Leann fannst mér samt segja orðið ‘i love you’ við ‘vinkonu’ sína ansi oft.

Annars hef ég ekkert á móti samkynhneigð. Fólk má gera það sem það vill. Mér fannst þetta bara fyndið af Bandaríkjamönnum sem passa sig yfirleitt að hafa alla minnihluta hópa í svona keppnum. Einn svartur, einn asískur, ein með gleraugu, einn með fötlun, einn feitan, einn homma, eina lessu....and so on.

28.11.04

Afmæli

Hún Anna mín varð 22 ára á fimmtudaginn 25. nóv. og auðvitað verður maður að koma því til skila. Annars var ég að vinna úti á fimmtu- og föstudag þannig að þá komst þetta ekki til skila þá. 25. nóvember var ekki aðeins merkilegur vegna afmælis Önnu heldur voru þau Kiddi (Önnu bróðir) og Laufey að skíra og heitir stúlkan Hrefna Rán sem er einkar glæsilegt nafn þó svo að Örvína sé mun flottara.



Liverpool
Púff hvað maður var stressaður að horfa á Liverpool – Arsenal spila áðan. Mínir menn voru miklu betri allan leikinn og Steven Gerrard snillingur kominn aftur og dreif sína menn áfram. Markið hjá Neil Mellor þegar 20 sek voru eftir var náttúrulega bara tær snilld og langt síðan að ég skemmti mér svona vel yfir Liverpool leik. Loksins er Liverpool að vinna leiki svona á loka mínútunni.
Ég öfunda tengdó fólk mitt mikið en það var í ferð með Liverpool klúbbnum á þessum leik og voru í stúkunni við hliðina á The Kop þegar Mellor skoraði. Á eftir að heyra í þeim. En þetta er sko leikur til að fara út til að sjá Liverpool.
Áfram Liverpool

24.11.04

Nú er ég búinn að vera á lyfinu Lamisil í tæpa þrjá mánuði og á aðeins eina pillu eftir. Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera með sveppasýkingu í tánöglum undan farin tvö til þrjú ár og til að losna við það verður maður að fara í svona pillumeðferð.
Þeir sem eru í áhættuhóp um að fá svona sveppasýkingu eru samkvæmt doctor.is “Ungt fólk, sérstaklega þeir sem ganga mikið í íþrótta- og gúmmískóm”. Þetta er mjög algengt að fólk fá þetta eftir að hafa verið að labba á rassa kuskinu í almennings sturtuklefum. Þannig að nú er ég eins og gamalmennin kominn í inniskó alltaf þegar ég fer í sund og sturtu eftir bolta.

Fyrsta lagi kostar þriggja mánaða skammtur um 45 þúsund hérna heima en ég keypti skammtinn úti á Mallorca í sumar og var hann því meira en helmingi ódýrara.
Í öðru lagi er aukaverkun á lyfinu “Sjaldgæfar: Breyting á bragðskyni”. Ég man eftir því nefnilega að móðir mín fékk nákvæmlega sömu aukaverkun, þannig að maður var ekkert æstur á að fara á þetta lyf. Þó það séu minna en 1% fólks set tekur lyfið sem fær þessa aukaverkun er ég jú með genin hennar móður minnar þannig að það var alveg við þessu að búast.
Þannig að núna hef ég í um 5-6 vikur “misst” bragðskynið eða verið með breytt bragðskyn. Þetta er alveg að gera mann brjálaðan enda bragðast gómsæt Dominos pítsa eins og skósóli og flest allur matur er hálf bragðlaus og með mjög breyttu bragði. Fyrst hélt ég að vatnið í vinnunni væri eitthvað bilað. Byrjaði á að henda vatnsflöskunni, kotasælunni og álíka aðgerðir en þá fatti ég að þetta væri aukaverkun á lyfinu.

En einn dagur eftir og vonandi fæ ég bragðið einhvern tíman í næstu viku og vonandi verða neglurnar á tánum mínum sveppa lausar. Þannig að gómsætur bragðgóður matur fyrir mig alla næsta viku og inniskór á sundstöðunum það sem eftir er.

23.11.04

Super Size Me

Horfði á Super Size Me á sunnudaginn. Var búinn að horfa á For Your Eye Only svo helvíti oft þannig að það var breytt útaf Bond venjunni. Flott mynd og skemmtilega upp sett. Þessi Super Size stærð í Bandaríkjunum er náttúrulega bara algjört rugl. Maður geri sér reyndar ekki alveg grein fyrir stærðunum á þessu þar sem ég horfi á hana ótextaða og þetta var allt í ‘ounce’ og ‘pound’ og örðu drasli. En Super Size er sko algjör Super Size enda ældi hann eftir að hafa reynt að koma fyrsta Super Size’inu niður.

Fín mynd sem fær **1/2 Örlish!

Annars er Liverpool að fara spila við Monaco í kvöld á útivelli með alla aðal framherjana meidda. Ætli maður verði ekki að horfa á þann leik.

22.11.04

Ísklifur

Ég það var svo sannkallaður hetju dagur á laugardaginn. Þá fór ég í mína fyrstu alvöru ísklifursferð. Fór fyrir tveimur árum með Jón Hauki í súrheysturninn í Grafarvogi en nú var komið að alvörunni. Jón Haukur var með okkur Kidda í hálfgerðri nýliðaferð sem var bara mjög fínt. Lagt var af stað um 8 og stefnan tekin á Hvalfjörðinn, nánar tiltekið Múlafjall í Botnsdal í Hvalfirði. Við vorum komnir upp eftir um 10 og þá var það smá labb upp að klettunum. Við förum leið sem heitir Rísandi og er hún í svona 4 þrepum. Ég, Jón Haukur, Kiddi vorum saman og svo Styrmir og félagi hans Freysi voru saman.
Fyrsti hlutinn var eiginlega erfiðastur. Þá var maður ekki alveg búinn að átta sig á þessu. Ég flækti mig svo við línuna hjá Styrmi og Freysa og fór nokkur mikið af orkunni í að losa þá flækju. Þá hélt Kiddi hann væri að missa puttana af kulda eftir fyrsta hlutann en maður var stundum alveg helvíti kalt á puttunum. Næsta leið var bara lítil og létt og svo næstu tvær kannski álíka erfiðar og fyrsti hlutinn nema að núna kunni maður að beita sér betur og reynslan skein af manni.
En við komumst allir upp í lokin þreyttir og ánægðir og var þetta alveg helvíti gaman.
Þá setti ég myndir inná myndasíðuna mína hérna til hliðar eða bara hér.

Um kvöldið var svo farið í afmæli til Stebba Karls og hélt hann uppá 25 ára afmæli sitt á 11’unni’. Persónulega finnst mér nú alltaf miklu skemmtilegra í heimahúsum en hann kaus að halda þetta á bar. Sjálft afmælið var svo mjög fínt þar sem maður rifjaði upp gamla takta í borðspilinu ‘fúsball’ og annað. Svo fórum ég, Stebbi og Kiddi á Hverfisbarinn þar sem var alveg mökk leiðinlegt. Maður hefði bara átt að fara heim beint eftir afmælið.

15.11.04

Einn bitur

Einn frekar bitur út í fyrrum sambýliskonu sína.
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1112163
Alveg ótrúlegt hvað sumt fólk getur verið barnalegt. 'Ég á parketið...en ég á málinguna á veggjunum, ég keypti sko klósettið fyrir minn pening' :)

12.11.04

Tölvu drasl

Nú lýtur út fyrir að harði diskurinn (120 GB) í tölvunni hjá mér sé ónýtur. Er reyndar með annan 60 GB disk en aðal dótið var inn á hinum disknum eða THE DUDE eins og hann hét nú. Þannig að ég hef tapað öllum ljósmyndunum mínum frá því í ágúst, sem er mesta tjónið, öll tónlistinn sem maður er búinn að vera safna sér í mörg ár er farin og fullt fullt annað sem er mikill missir af.

Djöfull er ég fúll útí þetta tölvudrasl. Af hverju geta þær ekki bara virkað eins og aðrir hlutir. Eftir þetta verð ég duglegri í að eiga ekkert merkilegt bara á tölvunni eða bara draslið eins og þetta ætti nú að heita. Helvítis drasl.

11.11.04

Who the fuck is Steinunn?

Mér finnst þessi nýi borgarstjóri Reykjavíkur eitthvað hálf óspennandi. Steinunn Valdís Óskardóttir, say what? Who the fuck is Steinunn spyr ég bara. Eitthvað voða litlaus og óspennandi kostur, ég held að það hafi sýnt sig að annað hvort þar fólk að vera ‘seriously good looking’ eða vera alvöru karakter. Ekki svo sem að það séu einhverjir betri kostir þarna á ferð en ég held að það sé alveg útilokar að R-listinn hafa hana sem sitt borgarstjóra efni í næstum kosningum. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki borginni í næstu kosningum og Samfylkingin taki landið og þá verður Ingibjörg Sólrún forsætisráðherra.

Föðursystir

Þá er Anna orðinn föðursystir. Kiddi bróðir hennar og Laufey voru að eignast sitt fyrsta barn 2. nóvember. Þau eignuðust stelpu sem var 52 cm og 16,5 merkur. Myndarleg dama þar á ferð. Til hamingju með þetta, aftur.
Ég mæli með nýmóðins nafninu Örvína Kristinsdóttir :)

10.11.04

Ferðasaga

Fimmtudagur
Vorum komin uppá hótel um 18 eftir mikla bið á flugvellinum eftir töskunum okkar. Ítalar eru mjög svo hægvirkir í ölu sem tengist þjónustu Ég, Anna og nokkrir aðrir förum svo að fá okkur að borða á pizzeriu nálægt hótelinu. Eftir það tökum við lestina niður að Piazza Papolo og fórum þaðan að Spænsku tröppunum. Þaðan var svo labbað fram og til baka í hverfinu þar rétt hjá en það gekk mjög erfiðlega að finna stað til að setjast niður á og fá sér bjór og ís. Enda kom það í ljós seinna að við vorum ekki í nógu góðu hverfi til að finna aðal veitingastaðina.

Föstudagur
Þá var farið að skoða Kólosseum, Forum Romanum og Kapitolhæðina. Það var mjög gott veður og frábært að skoða allar þessar forminjar. Það var mjög gaman að sjá loksins Kólosseum og alveg magnað að þetta mannvirki hafi verið byggt 70 e. kr. Frá Kólosseum var labbað í gegnum Forum Romanum sem eru fornminjar af gömlu rómversku byggðinni og er eitt stærsta fornleifasafn heims og allt utanhúss. Þaðan var farið upp á Kapitolhæð þar sem m.a. ráðhús Rómar stendur í dag. Allt mjög flott. Eftir það var gengið í gegnum Feneyjartorg, farið að skoða Panþeon og Navónatorg .
Bendi áhugasömum um að kíkja á heimsíðuna www.romarvefurinn.is

Loksins var svo fengið sér að borða og svo var tekin ‘hardcore’ búðarráp eftir það. Um kvöldið förum við svo tvö út að borða á Il Cantuccio sem er flottur staður þar sem myndir af frægum gestum staðarins hanga uppá vegg. Ágætis pasta þar á ferð en maturinn í Róm var nú ekki upp á marga fiska.

Laugardagur
Á laugardaginn var svo farið í Vatikansafnið, Sixtínska kapellan og Péturskirkjan. Dagurinn byrjaði á því að standa í klukkustundar langri röð og svo komast maður inn að sjá Vatikanið. Fullt fullt af fróðleik og gaman að sjá öll þessi listaverk og ferðin endaði á Péturskirkju sem var alveg hreint mögnuð. Michelangelo er greinilega mikill snillingur og verkin í Sixtínsku kapellunni voru mögnuð.
Um kvöldið var svo árshátíð Línuhönnunar sem fór fram í gömlum kastala klukkustund frá Róm. Þar var boðið upp á gamlan ítalskan mat og var mjög gaman.

Sunnudagur
Sunnudagurinn fór svo í að labba um götur Rómar enda er þessi borg eitt stórt listaverk, farið í búðir og annað. Ég, Anna, Jón Haukur, Margrét og eitt annað par fórum svo að borða á skemmtilegum ítölskum stað um kvöldið og var setið á þeim stað allt kvöldið.

Mánudagurinn
Það verður alltaf eitthvað hálf lítið úr heimferðar deginum og það var svo sem í þessu tilviki. Fórum yfir Tíber, sem er á sem gengur í gegnum róm, og skoðuðum brýrnar þar yfir og einnig Engilsborg, sem er kastali. Þá eyddi maður restinni af deginum í búðum og öðru þrammi. En mikið af búðum er lokaðar og sunnudögum og mánudögum. Um 16 var svo farið útá flugvöll og var maður kominn heim til gamla góða íslands um 1:30 um nóttina.

Róm er mjög skemmtileg borg og þetta er ein þeirra borga sem allir verða að heimsækja alla veganna einu sinni á ævinni.

7.11.04

ROMA

Bara smà kvedja fra okkur i Rom. Buid ad vera rugl gott vedur, ekki svona heitt i november i 140 ar, en nu er adeins byrjad ad rigna, gerir ekkert til. Buin ad sja allt thad helsta og nu er verid ad skoda i budir.
Tjà

3.11.04

I lettori di mattina buoni

Örvar va alla Rom in 24 ore...

...nauðsynlegt að fara út og tékka á hvaða straumar eru í tískunni til að hjálpa landanum í að vera töff. Á föstudaginn verður farið á slóðir 'Gladiator' og skoðað Kólosseum og einnig Forum Romanum og Capitol hæð. Á laugardaginn verður svo menningin / trúin tekin og þá verður farið að sjá Vatikansafnið og Péturskirkju. Svo um kvöldið verður árshátíð Línuhönnunar. Sem verður örugglega snilld. Svo var spurning hvort maður færi á leik á sunnudeginum en það virðist nú ekki stefna í það, enda ekkert sérlega áhugaverður leikur, Lazio vs. Siena á Stadio Olimpico.
Alla veganna gaman að fara út svona um haust.

Annars lítur út fyrir að Georg Runni sé að vinna þetta í Bandaríkjunum. Alveg magnað hvað kaninn getur verið vitlaust.

Ringraziarla e buono ciao per adesso

2.11.04

Svalur...


Djöfull voru menn svalir 'back in the days'. Ef þessi fer með buxurnar eitthvað hærra nær hann að bróka sjálfan sig yfir haus, og geri aðrir betur...

1.11.04

Róm...

...eftir 72 klst.

Það fer að styttast í Róm og eina sem ég kann í ítölsku er 'Buongiorno, Principessa!' sem mun nú ekki nýtast mér neitt svakalega vel þarna úti, nema kannski hjá Önnu en hún skilur íslensku...

Málarar...

Þá er maður búinn að mála pleisið. Var búinn að undirbúa þetta í vikunni með að pússa veggi, spasla yfir sprungur og pússa veggi aftur og kítta í sprungur og....svo var klárað að mála í gær og var ég búinn að þrífa um kl. 00:00. Ekkert smá ánægður að þetta sé búið og gert. Herbergið verður svo tekið fyrir Jól..

Annars fór ég í heimsókn til Jim Bob á laugardagskvöldið og var spilað RISK með betri helmingunum. Ég var búinn að gleyma því hvað þetta er skemmtilegt spil. Leikar voru mjög spennandi og á einum tímapunkti voru allir heimsálfur í eign einhvers í spilinu. Magnað. Annars endaði þetta með því að Örlið vann, enda mikil herkænska í þeim herbúðum. Náði að vinna Ástralíu, Suður-Ameríku og Evrópu. Þannig að nú þarf maður að fara spila RISK oftar.