
Ég það var svo sannkallaður hetju dagur á laugardaginn. Þá fór ég í mína fyrstu alvöru ísklifursferð. Fór fyrir tveimur árum með Jón Hauki í súrheysturninn í Grafarvogi en nú var komið að alvörunni. Jón Haukur var með okkur Kidda í hálfgerðri nýliðaferð sem var bara mjög fínt. Lagt var af stað um 8 og stefnan tekin á Hvalfjörðinn, nánar tiltekið Múlafjall í Botnsdal í Hvalfirði. Við vorum komnir upp eftir um 10 og þá var það smá labb upp að klettunum. Við förum leið sem heitir Rísandi og er hún í svona 4 þrepum. Ég, Jón Haukur, Kiddi vorum saman og svo Styrmir og félagi hans Freysi voru saman.
Fyrsti hlutinn var eiginlega erfiðastur. Þá var maður ekki alveg búinn að átta sig á þessu. Ég flækti mig svo við línuna hjá Styrmi og Freysa og fór nokkur mikið af orkunni í að losa þá flækju. Þá hélt Kiddi hann væri að missa puttana af kulda eftir fyrsta hlutann en maður var stundum alveg helvíti kalt á puttunum. Næsta leið var bara lítil og létt og svo næstu tvær kannski álíka erfiðar og fyrsti hlutinn nema að núna kunni maður að beita sér betur og reynslan skein af manni.
En við komumst allir upp í lokin þreyttir og ánægðir og var þetta alveg helvíti gaman.
Þá setti ég myndir inná myndasíðuna mína hérna til hliðar eða bara
hér.

Um kvöldið var svo farið í afmæli til Stebba Karls og hélt hann uppá 25 ára afmæli sitt á 11’unni’. Persónulega finnst mér nú alltaf miklu skemmtilegra í heimahúsum en hann kaus að halda þetta á bar. Sjálft afmælið var svo mjög fínt þar sem maður rifjaði upp gamla takta í borðspilinu ‘fúsball’ og annað. Svo fórum ég, Stebbi og Kiddi á Hverfisbarinn þar sem var alveg mökk leiðinlegt. Maður hefði bara átt að fara heim beint eftir afmælið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli