30.11.04

Samkynhneigð?

Var að horfa á Survivor á Skjá Einum í gær, það væri svo sem ekkert frásögu færandi nema hvað í þessum þætti komu fjölskylda/makar/vinir ættingja í heimsókn.

Í gær voru 7 keppendur eftir. 6 kvenmenn og 1 karl. Í þessari heimsókn frá mökum og ættingjum voru þrjár af konunum sem fengu ‘my life partner’ í heimsókn. Það þýðir að 3 af 6 kvenkyns keppendum eru lessur eða 50%. Ég er samt ekki viss um hana Leann en Ami og Scout eru 100%. Leann fannst mér samt segja orðið ‘i love you’ við ‘vinkonu’ sína ansi oft.

Annars hef ég ekkert á móti samkynhneigð. Fólk má gera það sem það vill. Mér fannst þetta bara fyndið af Bandaríkjamönnum sem passa sig yfirleitt að hafa alla minnihluta hópa í svona keppnum. Einn svartur, einn asískur, ein með gleraugu, einn með fötlun, einn feitan, einn homma, eina lessu....and so on.

Engin ummæli: