28.11.04

Afmæli

Hún Anna mín varð 22 ára á fimmtudaginn 25. nóv. og auðvitað verður maður að koma því til skila. Annars var ég að vinna úti á fimmtu- og föstudag þannig að þá komst þetta ekki til skila þá. 25. nóvember var ekki aðeins merkilegur vegna afmælis Önnu heldur voru þau Kiddi (Önnu bróðir) og Laufey að skíra og heitir stúlkan Hrefna Rán sem er einkar glæsilegt nafn þó svo að Örvína sé mun flottara.



Liverpool
Púff hvað maður var stressaður að horfa á Liverpool – Arsenal spila áðan. Mínir menn voru miklu betri allan leikinn og Steven Gerrard snillingur kominn aftur og dreif sína menn áfram. Markið hjá Neil Mellor þegar 20 sek voru eftir var náttúrulega bara tær snilld og langt síðan að ég skemmti mér svona vel yfir Liverpool leik. Loksins er Liverpool að vinna leiki svona á loka mínútunni.
Ég öfunda tengdó fólk mitt mikið en það var í ferð með Liverpool klúbbnum á þessum leik og voru í stúkunni við hliðina á The Kop þegar Mellor skoraði. Á eftir að heyra í þeim. En þetta er sko leikur til að fara út til að sjá Liverpool.
Áfram Liverpool

Engin ummæli: