
Prufaði í fyrsta skipti "nætur" myndatöku í gærkvöldi. Fór út með þrífótinn og skaut nokkrar myndir. Afraksturinn er hérna fyrir ofan.
Það er búið að snjóa mjög mikið hérna í Þrándheimi seinustu daga og er allt á kafi. Þegar við vorum að fara í barnasund í gær þá ætlaði ég ekki að finna bílinn útá stæði því það var snjór yfir 80% af bílnum. Ætli það hafi ekki verið svona 20 cm nýfallinn snjór ofan á bílnum, og það eftir einn dag.

Það var svo ekki snjór í dag heldur heiðskýrt og mjög kalt, þetta var því kjörið tækifæri í að hlaupa út með myndavélina og taka nokkrar myndir. Hérna eru tvær úr þeirri ferð, þær eru teknar rétt fyrir ofan íbúðina okkar.

Þá setti ég nýjar myndir inná
flickr. Þetta eru myndir frá ferð til Frøyja sem ég fór í með einu faginu sem ég er í. En Frøyja er eyja á vesturströndinni í ca. 3 klst aksri frá Þrándheimi.
Hérna er linkur á þessar
myndir.