Sýnir færslur með efnisorðinu ljósmyndun. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu ljósmyndun. Sýna allar færslur

15.5.08

Eftirapar

Sverrir Stormsker að blogga, hvað getur klikkað? Akkúrat ekkert. Hérna er síðan hans þar sem hann er að skjóta á Jón Ólafs.
Legg til að orðið eftirapar verði sett í orðabók.

Hér er svo ein mynd sem var tekin 2007 og ég lék mér aðeins með í Photoshop, þessi mynd ef hún hefur heppnast ætti að líkjast litlu líkani af Þrándheimi.

Annars er ég bara að skrifa...på norsk

7.4.07

Photoshop


Myndirnar hérna fyrir ofan eru af föður mínum honum Steingrími þegar hann var ungur. Þessi mynd hangir á ísskápnum í H23 og er ég búinn að laga hana aðeins í Photoshop, vonandi er þetta ásættanlegt.

Svei mér þá að maður sjái nú ekki bara smá af Kára í pabba!

24.1.07

Snjór og ljósmyndun

Prufaði í fyrsta skipti "nætur" myndatöku í gærkvöldi. Fór út með þrífótinn og skaut nokkrar myndir. Afraksturinn er hérna fyrir ofan.

Það er búið að snjóa mjög mikið hérna í Þrándheimi seinustu daga og er allt á kafi. Þegar við vorum að fara í barnasund í gær þá ætlaði ég ekki að finna bílinn útá stæði því það var snjór yfir 80% af bílnum. Ætli það hafi ekki verið svona 20 cm nýfallinn snjór ofan á bílnum, og það eftir einn dag.

Það var svo ekki snjór í dag heldur heiðskýrt og mjög kalt, þetta var því kjörið tækifæri í að hlaupa út með myndavélina og taka nokkrar myndir. Hérna eru tvær úr þeirri ferð, þær eru teknar rétt fyrir ofan íbúðina okkar.


Þá setti ég nýjar myndir inná flickr. Þetta eru myndir frá ferð til Frøyja sem ég fór í með einu faginu sem ég er í. En Frøyja er eyja á vesturströndinni í ca. 3 klst aksri frá Þrándheimi.
Hérna er linkur á þessar myndir.

9.12.06

Próflestur

Já manni leiðist stundum alveg óheyrilega í próflestri.

Hérna er það nýjasta sem ég tók uppá, jebb svona er maður nú klár í photoshop :). Annars eru fleiri myndir hérna.

Eins og sést á þessari mynd er ekki ennþá kominn vetur í Þrándheimi þó svo að það hafi nú komið snjór í lok október þá er hann löngu farinn og búið að vera hiti núna í nokkrar vikur. Ekki að veðrið skipti mig miklu máli núna þar sem maður er 95% sólarhringsins inni þessa dagana.

En þetta er sem sagt líf mitt þessa dagana.

25.3.02

Afrika

Þá fór ég á myndasýningu úr ferð bróður míns, Jóns Hauks, um Afríku.
Svaka flottar myndir, enda úrvals ljósmyndari þar á ferð. Allavegana var mjög gaman að sjá myndir og heyra sögur úr þessu ævintýri.