22.6.08

Seinsta bloggið frá Noregi

Það er búið að vera nóg að gera undanfarna daga. Skilaði verkefninu 16. júní og eftir það fór maður strax í að undurbúa heimför. Við erum búin að vera vera þrífa allt hátt og lágt undanfarna daga með því að pakka því sem á að fara heim. Það varð því einhvernveginn lítil "ég er búinn með mitt nám" tilfinning útaf flutningum og tilhlökkun í að koma heim.

Ég og Stebbi keyrðum svo til Olsó með gjörsamlega stútfullan sendiferðabíl á fimmtudaginn 19. júní. Bílinn var reyndar það fullur að við þurfum líka bílinn hans Stebba til að koma dótinu fyrir og hafðist það með naumindum. Mikið stuð að keyra til Osló og til baka ca. 1000 km. Ég hélt að ég væri að missa vitið þegar ég var fastur fyrir aftan einhvern flutningabíl í ca. 100 km án þess að komast framúr honum. Norskir vegir með öll sín tré eru ekki að gera gott mót þegar kemur að því að reyna að sjá eitthvað lengra en ca. 50 framfyrir sig. En allt gekk þó þetta vel og allt dótið er komið í gám hjá Samskip (takk Gummi). En ég hef alveg átt fjörugri afmælisdaga en þetta (þeas að keyra heim frá Osló). Þetta var líka í fyrsta skipti sem ég minntur á það að ég eigi afmæli og Anna átti heiðurinn af því. Vildi líka þakka öllum sem sendu mér póst og kveðju á fésbókinni.

Anna og Kári fyrir utan Herman Kragsveg 30 á leið út á flugvöll.

Anna og Kári flugu svo til Ísland í morgun og eru þau því mætt á klakann, um að gera að panta tíma hjá Önnu ef fólk vill hitta litla manninn og fylgdar dömuna.

Eftir að hafa keyrt liðið út á völl var svo farið heim að gera allt endanlega klárt. Ég er búinn að þrífa íbúðina, pakka í bílinn og gera hjólið klárt (sem fer á toppinn á bílnum). Á reyndar eftri að koma sjónvarpinu fyrir í annars stúttfullum bíl en geri það seinna í kvöld þar sem ég sit þessa stundina og horfi á Spán vs. Ítalíu.

Á morgun er svo keyrt til Bergen og sú ferð tekur ca. 10-11 klst, það verður hressandi. Á þriðjudaginn tek ég svo Norrænu frá Bergen og kem til Íslands um kl. 12 á fimmtudaginn 26. júní. Þá er bara eftir að bruna í bæinn.

Þetta er hálf skrítin tilfinning að vera að fara frá Noregi eftir tveggja ára dvöl. Ég veit það alveg að ég mun koma til að sakna Þrándheims en á sama tíma er tilhlökkunin að koma heim mikil. Búinn að vera hér úti í 11 mánuði án þess að koma heim og það verður án efa skrítið að koma heim og sjá alltar breytingarnar.

En læt þetta duga og kveð ég því í bili.

Bless bless Þrándheimur.

16.6.08

Meistari

Kallinn með masters verkefnið sitt 16.06.2008

Þá hef ég formlega lokið minni skólagöngu við NTNU í Þrándheimi. Skilaði inn meistaraverkefninu mínu kl. ca. 14 í dag. Var eiginlega búinn með verkefnið á föstudaginn en tók laugardaginn í að lesa yfir og laga aðeins til. Sunnudagurinn var svo notaður í að gera allt klárt og senda í prentun. Sótti svo verkefnið áðan og fór með það rakleiðis inná skrifstofu til að skila. Svo þurfti maður að fá undirskriftir uppá hitt og þetta um að maður væri búinn að skila hinu og þessu til að vera formlega "útskrifaður".

Þannig að nú í sept (að ég held) fær maður plaggið sent heim og þá getur maður löglega kallað sig Verkfræðing.

En núna krefst ég þess að allir kalli mig "Meistari Örvar", "Meistari" eða bara "Meistarinn" ég mun ekki koma tilmeð að svara ef ég verð bara kallaður "Örvar".

Þá er bara að fara á fullt að pakka (sem er reyndar byrjað).

12.6.08

For tú gó


Var með smá kynningu fyrir leiðbeinandann minn og einn annan sem vinnur hjá sama fyrirtæki á verkefninu mínu. Rann snökkt í gegnum hvernig forritið er uppbyggt og svo tóku við eitt sýnidæmi. Gekk vel og fékk bara smávægilega athugasemdir um hvað mætti fara betur, redda því í dag.

Svo fékk ég Haakon vin minn til að lesa yfir verkefnið mitt, ég vona að ég fái það til baka á morgun með fullt af rauðum strikum. Gaf honum reyndar val á því hvort hann vildi lesa fræðilega kaflann sem er jú byggður mikið upp úr bókum.

Svo er bara að leiðrétta, skrifa samantekt og þá er þetta allt að smella. Samt alveg ótrúlegt hvað maður getur verið lengi í einhverju svona dútli. Já skil á mánudaginn og verkefnið þarf að vera komið í prent kl. 04:00 á mánudagsmorgun. Reikna alveg með að það hafist.

Þannig að for deis tú gó og þá er maður búinn með sinn námsmanna feril, ég verð að minnsta kosti glaður og ég efast nú um að gleðin verði eitthvað minni hjá Önnu.

9.6.08

Okur

Dr. Gunni er án efa einn mesti snillingur samtímans. Hef um nokkurt skeið verið að fylgjast með Okur síðunni hans og manni ofbýður alveg við að lesa þetta. Held það geri öllum gott að renna yfir þetta og sjá hvað sumar verslanir eru að nauðga neytendum. Ég ætla að minnsta kosti að leggja mig fram við að skoða verð í verslunum hér eftir.
Okur síða Dr. Gunna

Hérna er eitt gott dæmi:

#781 Í Vörðunni kostar eitt hjól undir Silver cross balmoral barnavagn 18.900 kr, en það minna 15.900. Vááááá þvílíkt okur... Ég þarf að setjast. Nagladekk undir 4x4 pickupinn minn kosta 14.700 kr. stykkið. Hvað er að? Fyrirgefið en vá!

Dr. Gunni fékk neytendeverðlaunin fyrir þessa síðu fyrr í ár.

4.6.08

Hamingja

Ég er alveg búinn að átta mig á hvaðan lífshamingja Íslendinga kemur frá.

Eftir því sem kaldara og ógeðslegra veður úti því betra er að vera undir sæng að sofa. Eftir því sem betra er að sofa því glaðari og betur upp lagður er maður = hamingjusamur. Ef manni er of heitt á nóttinnu þá getur maður ekki sofið eða allavega á maður erfiðara með þá yðju. Þar af leiðindum er maður úrillur og ekki vel upp lagður = óhamingjusamur.

Datt þetta bara í hug á leiðinni á klósettið áðan.

Þess ber að geta að Kári svaf illa í nótt og því svaf fjölskyldan illa. Það er samt strax komið gat í kenninguna mína því ég er bara í fínu skapi í dag. Kannski er það útaf veðrinu, hvað veit ég.

2.6.08

2 vikur í skil

Í dag eru tvær vikur í skiladaginn, 16. júní. Gengur fínt með verkefnið, flest það sem á að vera inni er komið inn, þó svo að verkefnið getur ekki talist full klárað. Núna er bara að lesa yfir og bæta við það sem vantar, örugglega hægt að vera í svoleiðis dundi endalaust.

Í forritið á eftir að gera smá breytingar og útskýringartexta. Svo þarf ég að laga VBA (Visual Basic) kóðann svo hann sé skiljanlegur í viðaukanum, og auðvitað smá útskýringar þar einnig.

En veður spáin fyrir vikuna er svona:

og það sem meira er að þessi blessaða veður spá sýnir yfirleitt verri spá en veðrið er í raun og veru. Tölum ekki um hitann sem var á föstudaginn og á laugardaginn, varla kynnst öðru eins á norrænum slóðum. Verst að maður situr inni allan daginn.

1.6.08

Bestu lög ársins 2008, það sem komið er

Svona fyrst það er kominn 1. júní og það er besti mánuðurinn þá er hérna nokkur af lögum ársins af mínu mati. Hef ekki verið neitt sérlega heillaður af því efni sem komið hefur út á árinu, engin plata sem ég er gjörsamlega að missa mig yfir en ætli MGMT og Vampire Weekend fari þar ekki næst. En svo er von á fullt af eðal stöffi núna í júní, vonandi fara að detta inn einhverjar últra mega plötur. En ætla að leyfa tónlistinni að útskýra þessi lög.

1. MGMT - Kids



2. Weezer - Pork And Beans



3. Nada Surf - See These Bones



4. Grand Archives - Torn Blue Foam Couch



5. Guillemots - Falling Out of Reach

6. Mates Of State - Get Better



7. The Kooks - See The Sun



8. Sigur Rós - Gobbledigook



9. Why - These Few Presidents



10. Jack Johnson - Sleep Through the Static



Þar hafi þið það