10.9.08

Maður er bara svo busy...

Nú verður maður að fara að gíra sig upp í þessum blogg bransa áður en maður verður laminn af blogg þyrstum lýðnum. Anna er líka búinn að fá nokkrar lífshótanir fyrir myndaleysi á barnalandinu.

Það er nú bara þannig að maður hefur verið eitthvað mikið upptekin frá því að maður kom heim. Hvort sem það er í heimsóknum, vinnu, ferðalögum, hlaupum eða að koma sér fyrir, þá hefur ekki verið neitt alltof mikinn tími eftir. Svo er Anna byrjuð aftur í handbolta og er það nú efni í póst út af fyrir sig (fötum út í það seinna).

Það spilar einnig inní málið að nú erum við ekki lengur með borðtölvu sem alltaf er kveikt er á og alltaf nettengd. Nú erum við bara með fartölvuna og er netið nokkuð mikið að detta út í henni. Þetta skýrir myndaleysið á barnalandi þar sem það kerfi sem barnaland bíður uppá er vægast sagt glatað þá hefur Anna reynt eitthvað að setja myndir inn og svo dettur allt út þegar netið dettur út í 5 sek, eins hressandi og það er þá nennir fólk ekki að standa í þannig mausi.

En nú þegar fer að hausta þá hefur maður alltaf einhvernveginn meiri tíma á kvöldin og þá vonandi hefur maður einhvern tíma til að blogg og henda myndum inná veraldarvefinn.

Á maður ekki að segja þetta gott í bili

Engin ummæli: