11.9.08

Ísland - Skotland

Horfa á leikinn í gær heima í stofu. Svekkjandi að tapa þessum leik þegar Ísland var síst lakari aðalinn í leiknum.

Þrennt sem ég einfaldlega þoli ekki að sjá hjá atvinnumönnum í knattspyrnu sem ég tók eftir í leiknum.

1: Taka horn. Er svona erfitt að koma með boltann ca. fyrir fram markteiginn? Þoli ekki að sjá boltann svífa yfir allt og alla bara til að fara útaf hinum megin á vellinum.
2: Fyrirgjafir. Svipað og með hornspyrnurnar nema að boltinn er kannski á hreyfinu. Þegar lítið var eftir og Ísland einum fleiri kemur Indriði með ömurlega fyrirgjöf sem endaði fyrir aftan mark. Tök sérstaklega eftir því hvað Indriði var lélegur eftir að hann kom inná.
3: Skallaboltar. Þegar það kemur hár bolti á varnarmann og enginn sóknarmaður nálægt þá reynir varnarmaðurinn að skalla eins langt og hann getur og endar yfirleitt á sóknarmanni hins liðsins. Í staðinn fyrir að skalla boltann niður á næsta mann. Þetta gerðist líka þegar Ísland var einum fleiri.

Eins og ég sagði í byrjan. Annars var þetta nokkuð gott bara, fyrir utan að fá á sig tvö mörk. Hefði verið ansi sætt að landa sigri í þessum leik.

Mynd tekin af fotbolti.net

Engin ummæli: