11.9.08

Ríkið

Ég horfði á fyrsta þáttinn af Ríkinu í gærkvöldi. Þetta eru grínþættir sem byrjuðu í ágúst á stöð 2 og eru t.d. með Sveppa, Audda Blö og Víkingi Krisjáns í aðalhlutverkum. Held að handritið sé eftir Silju Hauks og Sigurjón Kjartansson þó svo að leikarar koma líka inní þann pakka.

Var búinn að sjá stiklu (e. Trailer) úr þessum þáttum, þeir virkuðu vel á mann og var maður því orðinn nokkuð spenntur að sjá þessa þætti. Ég hélt að það væri meiri söguþráður í þessu en þetta er meira svona sketsar sem gerast fyrir sama fólkið.

Það er einstaka atriði sem var fyndið annað var eiginlega bara vandræðalegt. Sést alltof vel hverjir eru leikarar og hverjir ekki. Það vita það allir að Auðunn Blöndall kann ekki að leika þó svo að hann geti komið einstaka hlutverki frá sér.
Þannig að þessi þáttur flokkast undir vonbrigði þó svo maður eigi eftir að kíkja á hina þættina í von um að þetta batni eitthvað.

Hér er ein stikla sem er nú nokkuð góð:


og ein sem er nokkuð léleg:

Engin ummæli: