31.10.08

2008 - Október

Nýjir myndir frá Október komnar inná netið.

2008 - Október


Djöfull er maður að stand sig.

29.10.08

Myndbönd með Kára

Allur að koma til í að henda dóti á netið. Núna er það Kári.

Í gær fórum við feðgarnir á sleða eftir leikskólann. Litla manninum fannst það ekkert smá gaman og var farinn að kalla "meira, meira" áður en við vorum stopp. Hérna erum við að labba upp brekkuna. Stutt og gott myndband.



Kári fótbolta snillingur í íþróttaskólanum á laugardaginn. Var búinn að rekja boltann um allt hús og auðvitað klikkaði þetta þegar maður tekur myndband.



Þriðja og síðasta myndbandið er af Kára þegar hann var nýbúinn að fá "nýja" rúmið sitt.

26.10.08

Kára fréttir

Þá ansi fínni og rólegri helgi að ljúka. Anna var/er að vinna um helgina þannig að við feðgarnir erum búnir að dunda okkur saman sem var kærkomið eftir köben ferðina.

Nú verður vikunni/helginni lýst í myndum.

Kári í nýja rúmminu sínu sem hann fékk í vikunni. Það var alveg hoppað og skoppað af ánægu með að fá nýtt stórt rúm. Tók alla bangsana sína og raðaði þeim ekkert smá flott upp í rúmminu og var alveg að missa sig honum hlakkaði svo til að fara sofa. Það endaði svo þannig að minn maður svaf í svona ca. 20% af rúmminu þvert á það, eins og myndin sýnir. Annars hefur þetta gengið mjög vel að skipta úr rimla rúmmi yfir í venjulegt. Kári hefur ekkert kvartað og aldrei tekið röltið fram eftir að hann fer að sofa. Vona að ég sé ekki að jinx að þetta núna...

Það var farið í íþróttaskóla BREIÐABLIKS á laugardaginn þar sem Kári skemmti sér mjög vel. Heimilsfaðirinn ekkert smá ángæður að drengurinn er byrjaður í Breiðabliki aðeins rétt rúmlega tveggja ára :).

Í gærdag var svo tekin sú merka ákvörðun að senda drenginn í klippingu og var það bara gamla góða heimilisvélin notuð. Kári sat sallarólegur og horfði á sjónvarið á meðan fögru lokkarnir voru klipptir af. Þannig að nú þarf maður ekki að berjast við drenginn að greiða honum á morgnanna í smá tíma. Ég vorkenni honum bara þegar skipt í miðju tískan kemur aftur...

Ég og Kári fórum í heimsókn til Guðrúnar frænku í morgun upp í snjóríkið við Elliðarvatn. Það var mikið fjör hjá þeim frændsystkinum á Stiga sleðanum hennar Guðrúnar og skiptust við bræðurnir að vera toglyftan.
Fjörið tók svo snöggan endi þegar Kári rallýökumaður tók góða vinkilbeygju úr leið og andaði með því að frændsystkinin skutust af sleðanum beint ofan í snjóskafl eftir að hafa klesst á stóran stein. Sem betur fer fór allt vel þó svo að börnum og feðrum hafi verið smá brugðið. En ætli þessu svaðilför dæmist ekki á mig og svo vil ég nú kenna 2 ára barninu mínu smá um :)

Er svo búinn að klóra mig í gegnum það að merkja og skrifa við allar myndirnar frá Köben. Þær eru hérna:
http://picasaweb.google.com/orvars/2008KBen02#

23.10.08

Note to Myself

Ekki reyna að beygja þegar þú ert að hjóla niður bratta brekku í snjó og slabbi, það er vont að detta á hjólinu.

Eins gott og gaman það yfirleitt er að hjóla í og úr vinnunni þá flokkast þessi morgun ásamt mánudeginum með þeim leiðinlegri. Slydda og snjór er ekki vinur hjólreiðamannsins.

20.10.08

Kominn hjem fra Köben

Þá er maður kominn heim frá Köben. Frábær ferð og mitt fyrsta skipti í þessari merku borg. Það var farið í gönguferð með leiðsögn um miðborgina, Hr. Carlsberg var heimsóttur, labbað um á Strikinu, göngutúr um konungshöllina og nærsvæði, árshátíð, sigling um Kaupmannahöfn og loks Tívolíð.

Það eina sem var keypt var bjór og matur og það kostaði líka sitt (þó svo að það var verslað aðeins á Kára). Maður reyndi að hugsa sem minnst um hversu dýrt allt var og einbeita sér að því að skemmta sér. Það tókst og allir komu heim þreyttir, fátækir og ánægðir.

Nú þarf ég að taka mig á og reyna að koma myndum á netið bráðlega.

Annars vildi ég nota tækifærið og auglýsa nýtt gsm númer á þessum bænum: Kominn með 665 6217.