Ég varð þeirri ólukku aðnjótandi að horfa á The Mist í gærkvöldi. Þvílík ömurleg heit hef ég ekki augum litið í langan tíma. Samband sonarins og pabbans var mjög ansalega skrifað og mjög mótsagnakennt sem og öll myndin eiginlega. Spólaði í gegnum endann á myndinni því samkvæmt venju verð ég nú að klára myndirnar sem ég byrja að horfa á.
The Mist fær 2 stjörnur hjá mér.
En vildi nú bara vara fólk við þessari leiðinlegu mynd, ég asnaðist að horfa á hana vegna þess að mér fannst sýnishornið úr henni nokkuð áhugavert.
Þá horfði ég einnig á The Happening sem er nýjasta mynd M. Night Shyamalan (Sixth Sense). Ekki er hún góð en mun betri en þessi leiðindi sem The Mist var. M Night hefur ekki beint verið að heilla mig undan farin ár, það eru um 9 ár frá því að hann gerði síðast góða mynd en það var Unbreakable.
The Happening fær 5 stjörnur hjá mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli