Þá er september byrjaður og haustið gengið í garð, þó svo það sé nú ennþá hlýtt úti. Tók mína fyrstu æfingu eftir Reykjavíkurmaraþonið í gær. Ég hjólaði í vinnuna og tilbaka og svo fór ég eftir mat út að hlaupa. Hljóp 6,7 km á 30:32. Fór fyrst 2 km upphitun svo 3x1km með 400m rólegum kafla. Svo heim. Fínt hlaup og fann hvergi til í líkamanum. Gott að vera kominn aftur af stað og geta hlaupið algjörlega meiðslalaus, vonandi bæði orðinn góður í hásin og mjöðm.
Fínt að vera ekki að æfa fyrir neitt sérstakt en á reyndar eftir að ákveða hvað maður mun koma til með að leggja áherslu á í haust / vetur. Það mun líklegast spilast eitthvað af því hvað maður ætlar sér að gera næsta sumar í formi keppna. Mig langar reyndar að byrja aðeins að synda og kannski fara hjóla aðeins meira. Þá væri markmiðið að taka þátt í þríþraut. Væri kannski gaman að fara í Kópvogsþríþrautina næsta sumar. Hún er stutt og fínn vettvangur til að byrja á þríþraut. En fyrst þarf ég að læra skriðsund frá grunni, lélegri sundmaður finnst varla, eða ég vill allavega meina það.
Nú er bara að reyna að búa sér til einhverja æfingaáætlun og reyna að vera duglegur að æfa í vetur. Stefnan sett á 5-6 æfingar í viku og nú ætla ég að takmarka fótbolann verulega, virðist alltaf meiðast á einn eða annan hátt í þessu stórhættulega sporti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli