Búinn að vera að hlusta á bókina Skipið eftir Stefán Mána á hljóðbók undanfarið. Kláraði hana þegar ég fór út að skokka í gær. Svipað og í bókinni Svartur á leik þá er mikið um lýsingar á bæði umhverfi og aðstæðum, Stefán Máni leggur greinilega mikið upp úr þessum þætti. Bókin byrjar ágætlega en svo fer hún að vera langdregin og smá saman fjarar söguþráðurinn út. Mætti vera meiri dýpt í plottinu (ef kalla má þetta plott).
Mæli ekkert sérstaklega með þessari bók.
Er svo að lesa Auðnin eftir Yrsu Sigurðardóttir. Næsta hljóðbók er svo I'm Here To Win: A World Champion's Advice for Peak Performance, sem er bók frá heimsmeistaranum í þríþraut. Verður vonandi áhugavert að hlusta á hana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli