Fín tilbreyting eftir Boston marathon að fara að hjóla og synda smá. Búinn að vera að hjóla í vinnuna og svo reyna að komast í sund 2-3 í viku síðan ég kom heim frá Boston, ekki góður undirbúningur en skít sæmilegur. Óhætt að segja að minn akkelísarhæll sé sundið og hefur það gengið mjög erfiðlega, búinn að vera strögla við að reyna að læra skriðsund og það gengur hægt og illa.
Var mættur niður í Kópavogslaug kl. 8 og byrjaði á að sækja númerið og tímaflöguna, fór svo að undirbúa hjólið á skiptistöðinni. Ekki laust við að smá minnimáttarkennd hefi gert vart við sig þegar ég var að koma hjólinu fyrir innan um alla racer-ana og þríþrautar hjólin. Þarna voru hjól saman komin fyrir tugi milljóna og dýrustu hjólin örugglega að fara langt upp í milljón í kostnaði...góðan daginn.
Sundið
Tók smá upphitun í innilauginni og svo eina buni úti. Fékk í öxlina strax við fyrsta sundtak og það er eitthvað sem ég hef ekki fundið áður, kannski eitthvað með álag að gera en kom ekki að sök. Vorum bara 4 á braut sem var fækkun frá því í fyrra þegar ég var með 8 manns á braut. Fór af stað í skriðsundi og náði mínum 50m þannig, skipti yfir í bringu næstu 50m og ætlaði svo aftur í skrið en sleppti því, var eitthvað vel þreyttur og móður og vissi að ég myndi þá strögla of mikið með skriðsundið. Þannig að ég kláraði bara mitt bringusund á tímanum 9:08 með því að hoppa upp úr lauginni og hlaupa út um dyrnar. Tók vel á sundið og vel móður eftir þetta. Var 29 upp úr lauginni (í mínum aldursflokki) og því nokkrir á eftir mér :)
T1 (Fyrri skiptitími)
Hljóp niður að hjólunum sem voru staðsetta á Rútstúni og fór í skóna (engir sokkar), númera beltið setta á og svo langerma bolur sem gekk illa að komast í, tafði mig smá. Hjálmurinn á hausinn og svo hjólið tekið og hlaupið út af svæðinu með það. T1 var 1:28.
Hjólið
Ákvað að hjóla bara á mínu eigin hjóli og sleppa því að vera að leita uppi racer til að fá lánaðann. Fékk í fyrra hjá Geir og hann var góður en var alltaf að ruglast á gírunum sem voru með annarri uppsetningu en á hjólinu mínu. Fór einnig bara beint í hlaupaskóna en ekki í hjólaskó eins og flestir keppendur (enda á ég ekki slíka).
Byrjaði með því að renna á petalanum og meiða mig og svo rúllaði ég af stað. Man nú ekki alveg hvernig þetta var þarna í byrjun og það komu einhverjir racer-ar framúr mér fljótlega en svo hélst röðin nokkurnveginn óbreytt allan hjólalegginn, ég náði nokkrum og það fóru tveir framúr mér, Gummi Guðna þar á meðal. Hjólið gekk fínt en fann vel fyrir í lærunum og þá sérstaklega upp Urðarbrautina sem er gatan sem þverar nesið við sundlaugina. Endaði á 20:29 og með 19 besta hjólatímann (í mínum aldursflokki).
T2
Brunaði inná skiptisvæðið og bremsaði ansi snögglega við hvíta línu sem mátti ekki hjóla yfir. Hljóp með hjólið og gargaði á fólk sem var fyrir (áhorfendur) kom hjólinu fyrir og hjálminum og svo bara beint úr. Var víst með besta skipti tímann, vann þó í einhverju :). Flestir voru að skipta um skó þarna en ekki ég og náði ég því að vinna smá tíma og kom meðal annars fram úr Gumma Guðna sem hafði náð að vinna smá forskot á mig á hjólinu.
Hlaupið
Lappirnar á mér voru í henglum svona fyrstu 500m, byrjaði að fá seiðing í kálfann og hélt ég væri að fara fá krampa en það slapp til. Langt bil á milli manna en maður náði að rúlla þá inn hægt og rólega. Fannst ég ekki komast í gang fyrr en þegar var ca. 1 km eftir. Heyrði líka í einhverjum nálgast og var ekki að skilja það, þá var það Gummi og það gaf mér smá kraft til að keyra betur upp hraðann. Náði svo nokkuð mörgum í brekkunni upp að Rútstúni og rúllaði þar fram úr Gutta (Guðjóni Trausta) sem gaf svo all svaka lega í á endasprettinum og náði mér. Viljinn hjá honum var svo gríðarlegur að það var ekki séns að ég reyndi að taka hann á seinustu metrunum. Hljóp þetta á 10:45 sem var 4 besti tíminn og ekki alveg nógu ánægður með það. Hefði viljað gera betur þarna enda vann Geir og Gummi mig í hlaupinu...sem gengur náttúrulega ekki :) En lappirnar voru mjög skrítnar fyrstu km og ekki vanur að hlaupa svona strax eftir hjólið.
Endaði svo hlaupið 42:16 og í 18. sæti í mínum aldursflokki og 28 í heildina.
Hérna koma svo tímarnir:
Sund | T1 | Hjól | T2 | Hlaup | Heild | ||||||
Röð | Af heild | Nafn | Röð | Tími | Tími | Röð | Tími | Tími | Röð | Tími | Tími |
18 | 28 | Örvar Steingrímsson | 29 | 09:08 | 01:28 | 19 | 20:29 | 00:24 | 4 | 10:45 | 42:16 |
http://www.breidablik.is/assets/ymislegt/KopTri_2012_results(1).txt
Frábær keppni og mjög skemmtileg og vel skipulögð. Var reyndar að spá hvað í ósköpunum ég væri að gera hérna þegar ég var kominn svona 300m inn í sundið en það hafðist þó. Klárlega möguleikar á bætingu. Væri gaman ef maður myndi leggja smá áherslu á sundið og ná því góðu og fara hjóla meira. En það kemur í ljós hvað maður gerir.
Vill þakka Þríkó fyrir frábæra keppni og öllum þeim sem hjálpuðu til.