Komst frekar seint út í dag, fór ekki af stað fyrr en rúmlega 21, keyrði niður á Kópavogsvöll til að taka æfingu dagsins. Á dagskrá var 2km-3km-4km-3km-2km með 2' 3' og 4' hvíldum á milli áfanga. 2km á T hraða 3 á HMP og 4 á MP. Var frekar kalt úti eða um 0°C en mjög lítill vindur. Tók létt 3km skokk um dalinn og svo á brautina.
Einhverja hluta vegna var gps alveg vel vanstillt og sýndi miklu lengri vegalengd en brautin sjálf, því var pace-ið hjá mér frekar vitlaust og því auðveldari æfing en ég ætlaði mér. Reyndi að vera vel undir áætluðum hraða til að leiðrétta þetta en var samt alltof hægur. Sá það ekki fyrr en ég leiðrétti veglengdina.
Var nokkuð ferskur þrátt fyrir 30km í gær,
Distance Time Split dis. Split time Pace Text
3.05 00:14:47 3.05 00:14:47 00:04:51 Rólegt
3.15 00:16:05 0.10 00:01:18 00:13:00 Rólegt
5.15 00:23:50 2.00 00:07:45 00:03:52 2km @ T
5.55 00:26:11 0.40 00:02:21 00:05:53 Rólegt
8.55 00:37:59 3.00 00:11:48 00:03:56 3km @ HMP
9.15 00:41:15 0.60 00:03:16 00:05:27 Rólegt
13.15 00:57:43 4.00 00:16:28 00:04:07 4km @ MP
13.95 01:01:51 0.80 00:04:08 00:05:10 Rólegt
16.95 01:13:46 3.00 00:11:55 00:03:58 3km @ HMP
17.35 01:16:04 0.40 00:02:18 00:05:45 Rólegt
19.35 01:23:33 2.00 00:07:29 00:03:44 2km @ T
19.95 01:27:43 0.60 00:04:10 00:06:57 Rólegt
Myndband dagsins:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli