8.10.15

Powerade vetrarhlaup #1

Fyrsta Powerade hlaup vetrarins var í kvöld. Frábært veður, hiti um 1-3°C og nánast logn. Tók létta upphitun í myrkrinu og mætti svo á startlínuna. Svo virðist sem að nánast allir bestu hlauparar landsins voru mættir í kvöld í að ég myndi halda eitt mest "competitive" hlaup ársins í 10km. Kári Steinn, Sæmi, Guðni, Valur, Bjössi Margeirs, Benoit, Þórólfur, Sigurjón, Reynir og margir fleiri sem eiga tíma undir og í kringum 35 mín.

Fór hratt af stað með fremsta hóp. Kári, Sæmi, Guðni og Valur á undan mér, eftir um 1 km sló ég aðeins af og þegar verið fórum yfir brúna við Breiðholtsbraut þá voru Hugi og Benoit komnir við mig. Hélt þeim fyrir aftan mig upp að Suðurfelli en svo komu þeir framúr mér og náði ekki að halda í við þá. Þeir fóru því hægt og rólega framúr en ég hélt sæmilega dampi. Var nokkuð hár í púls og því lítið að hægt að gera en að halda áfram. Heyrði svo aldrei eða varð var við neinn fyrir aftan mig alla leið niður að stokkinum. Þegar við erum komnir hjá gamla Boot Camp þá sá ég einhverja fyrir aftan mig, sýndist ég sjá Sigurjón og átti sömuleiðis von á að Þórólfur væri ekki langt frá. Reyndi að minnka forskotið á Benoit og Huga upp rafstöðvarbrekkuna en það tóks ekki og bilið hélt alveg þar til í lokin. Kom því í mark á mínum öðrum besta tíma í Poweradehlaupi 36:25.

Er í mínu besta formi og því svekkjandi að ná ekki betri tíma en þetta. En þar sem það er langt síðan að maður tók hraðaæfingar og tæplega 2 vikur frá maraþoni þá er það kannski skiljanlegt. Október verður svo tekinn rólega til að ná góðri hvíld fyrir næsta tímabil. En gaman að taka þátt í Powerade og stefnan tekin á að reyna að mæta í þessi hlaup í vetur.


Engin ummæli: