Það var frekar kalt úti, um -4°C en lítill vindur. Skokkaði aðeins brautina í upphitun og sá að nagla skórnir myndu líklega ekki duga og fór því í LaSportiva Helios utanvega skónum mínum. Léttir og þægilegir með gott grip í snjónum. Snjórinn var þétt pakkaður en nokkuð laus til hliðanna og á nokkrum köflum.
Sæmilega þétt samkeppni í þessu hlaupi og vissi að það yrði barátta að komast í topp 3. Þórólfur var fljótur að taka forustuna og var fljótur að stinga af. Á eftir honum komu 4-5 keppendur. Ég, Ingvar Hjartar, Sindri, Bjarni Ármann (ungur frjálsíþrótta strákur) og líklega Ívar Trausti. Ég var í öðru sæti ca. fyrstu 1,5 km en þá kom Ingvar framúr mér og hinir tveir skammt á eftir. Þegar við beygðum frá standlengjunni og upp í átt að Hrafnistu þá kom sæmileg brekka sem var nú aðeins brattari og lengri en ég hélt. Ég náði þó að hanga í Ingvari og svo kom mjög erfiður kafli á götunni áður en var snúið við. Laus saltaður snjór og erfitt að gefa einhvern kraft í skrefin. Þórólfur var kominn einhverja 200m fyrir framan okkur við snúningspunkt en ég alveg aftan í Ingvari og 1-2 skammt á eftir mér. Þetta var nokkuð þétta upp í 3km en þá náði Ingvar ca. 10m á mig og ég sömuleiðis hætti að heyra í þeim fyrir aftan mig.
Síðustu 2 km voru erfiðir og ég vissi að ég mætti ekkert gefa eftir því þá væri menn fljótir að ná manni, Ingvar hélt sömuleiðis aðeins að breikka bilið. Röðin á mönnum hélst nokkurnveginn svona þangað til í lokin. Hefði verið gaman að komast nær Ingvari í endasprettinum en ég var orðinn vel þreyttur í snjónum. Kom 3 í mark á 18:17 mín um 10 sek á eftir Ingvari, Þórólfur vann á 17:04, mjög öflugt hlaup hjá honum. Frjálsíþrótta strákurinn kom í 4 og Sindri í 5 sæti. Hélt að þetta væri Sindri allan tímann fyrir aftan mig en svo var víst ekki.
![]() |
Ég, Þórólfur og Ingvar í verðlauna afhendingu. (Mynd: Þórólfur) |