29.1.16

Atlantsolíuhlaup FH #1 - 3. sæti

Fyrsta hlaupið í hlauparöð Atlantsolíu og FH. Í fyrsta skipti síðan 2011 sem ég mæti í þetta hlaup. Langar að vera duglegri að mæta í þessi styttri hlaup og þetta var liður í því.

Það var frekar kalt úti, um -4°C en lítill vindur. Skokkaði aðeins brautina í upphitun og sá að nagla skórnir myndu líklega ekki duga og fór því í LaSportiva Helios utanvega skónum mínum. Léttir og þægilegir með gott grip í snjónum. Snjórinn var þétt pakkaður en nokkuð laus til hliðanna og á nokkrum köflum.
Sæmilega þétt samkeppni í þessu hlaupi og vissi að það yrði barátta að komast í topp 3. Þórólfur var fljótur að taka forustuna og var fljótur að stinga af. Á eftir honum komu 4-5 keppendur. Ég, Ingvar Hjartar, Sindri, Bjarni Ármann (ungur frjálsíþrótta strákur) og líklega Ívar Trausti. Ég var í öðru sæti ca. fyrstu 1,5 km en þá kom Ingvar framúr mér og hinir tveir skammt á eftir. Þegar við beygðum frá standlengjunni og upp í átt að Hrafnistu þá kom sæmileg brekka sem var nú aðeins brattari og lengri en ég hélt. Ég náði þó að hanga í Ingvari og svo kom mjög erfiður kafli á götunni áður en var snúið við. Laus saltaður snjór og erfitt að gefa einhvern kraft í skrefin. Þórólfur var kominn einhverja 200m fyrir framan okkur við snúningspunkt en ég alveg aftan í Ingvari og 1-2 skammt á eftir mér. Þetta var nokkuð þétta upp í 3km en þá náði Ingvar ca. 10m á mig og ég sömuleiðis hætti að heyra í þeim fyrir aftan mig.
Síðustu 2 km voru erfiðir og ég vissi að ég mætti ekkert gefa eftir því þá væri menn fljótir að ná manni, Ingvar hélt sömuleiðis aðeins að breikka bilið. Röðin á mönnum hélst nokkurnveginn svona þangað til í lokin. Hefði verið gaman að komast nær Ingvari í endasprettinum en ég var orðinn vel þreyttur í snjónum. Kom 3 í mark á 18:17 mín um 10 sek á eftir Ingvari, Þórólfur vann á 17:04, mjög öflugt hlaup hjá honum. Frjálsíþrótta strákurinn kom í 4 og Sindri í 5 sæti. Hélt að þetta væri Sindri allan tímann fyrir aftan mig en svo var víst ekki.
Ég, Þórólfur og Ingvar í verðlauna afhendingu. (Mynd: Þórólfur)
Skemmtilegt hlaup og alltaf gaman að vera úti í kuldanum að keppa og reyna á sig. Frábært að sjá hvað margir voru mættir. Gaman að komast á pall og mjög sáttur við 3 sætið.

14.1.16

Powerade #4 - 7. sæti

Powerade hlaup #4 í vetur og það þriðja sem ég mæti í. Var ekki nægilega sáttur með hvernig gekk í desember en er búinn að æfa vel síðan þá. Vildi ekki vera að hvíla mig neitt of mikið fyrir þetta hlaup og tók því góða æfingu í gær og endaði svo óvænt á skíðum í 2 klst í gærkvöldi. Kannski ekki besti undirbúningur í heimi en fínt að nota þetta sem góða æfingu í staðinn.

Alveg rosalega kalt úti en nánast logn, þegar ég var að keyra niðureftir stóð -12°C á bílnum og ég gæti alveg trúað að það var nærri lagi. Tók upphitun sem gerði lítið að hita mann upp, aðstæður sæmilegar miðað við janúar hlaup, stígar með smá snjó á en sæmilegt grip.
Kári Steinn, Guðni, Valur og Þórólfur fóru af stað í fyrsta hóp en í þeim næsta voru Benoit, Sindri og ég. Eftir 2km lét ég Benoit fara enda hann búinn að vera að vinna mig undanfarið ég og Sindri hlupum saman upp í Fellin en hann var talsvert ferskari og fór á undan mér, síðan fjarlægðust þeir tvær hægt og rólega en sá lengst af í Sindra. Fannst kuldinn hafa talsverð áhrif og svo fann ég fyrir þreytu í löppunum frekar fljótlega, eftir Indjánagils brekkuna fór ég aðeins að finna fyrir í kálfanum og hægði þá aðeins á mér. Vegurinn hjá Rafstöðinni var hræðilegur og ekkert grip þar, Rafstöðvarbrekkan var þó sæmileg. Þreyttur í lærunum eftir hana og rúllaði í mark sæmilega þétt, enginn til að ná og enginn að fara ná mér og var því nokkuð rólegur.

Hefði viljað komast hraðar en kannski ekki við öðru að búast þegar maður hvílir ekki markvisst fyrir keppni, en góð æfing og ekkert að stressa mig á tímanum. Nú er bara halda áfram að hafa smá stöðuleika í æfingum og þá kemur þetta allt saman á endanum.

Endaði á 38:30 og í 7. sæti. Kári Steinn í fyrsta, Guðni í öðru, Þórólfur í þriðja, Valur í fjórða, Benoit í fimmta og Sindri í sjötta. Ívar Trausta kom svo á eftir mér í mark.
Alltaf gaman að taka þátt og hitta hlaupafélaga. Þarf að vera duglegri að keppa oftar í ár.


4.1.16

Bestu plötur ársins 2015

Þá eru það plötur ársins 2015. Hef oft verið duglegri að finna eitthvað nýtt til að hlusta á en þetta er það helsta á árinu. John Grant fær að vera á Íslands megin vegna tengingar við Ísland. Íslenski plöturnar fá að vera með EP plötur, þó það séu fá lög.

Bestu íslensku plötur ársins 2015

1. Júníus Meyvant - EP
2. Úlfur Úlfur - Tvær plánetur
3. Agent Fresco - Destrier
4. Of Monsters and Men - Beneath the Skin
5. Sóley -  Ask the Deep
6. Axel Flóvent - Forest Fires EP
7. John Grant - Grey Tickles, Black Pressure
8. Dikta - Easy Street
9. Máni Orrason - Repeating Patterns
10.  Teitur Magnússon - 27

Var duglegri að hlusta á einstaka lag en ekki heila diska. Nokkrir áhugaverðir diskar sem ég hlustaði kannski ekki mikið á: Sturla Atlas - Love Hurts, Herra Hnetusmjör - Flottur strákur, Björk - Vulnicura, Dimma - Vélráð, Ensími - Herðubreið, Svavar Knútur - Bort og Vök - Circles

Bestu erlendu plötur ársins 2015

1. Modest Mouse - Strangers to Ourselves
2. Belle and Sebastian - Girls in Peacetime Want to Dance
3. Sufjan Stevens -  Carrie & Lowell
4.  Tame Impala - Currents
5. The Dead Weather - Dodge and Burn
6. The Vaccines - English Graffiti
7. Mumford & Sons - Wilder Mind
8. Death Cab For Cutie - Kintsugi
9. James Bay - Chaos and the Calm
10. Florence + The Machine - How Big, How Blue, How Beautiful

Annað gott stöff: Kendrick Lamar - To Pimp A Butterfly, The Decemberists - What a Terrible World, What a Beautiful World, Foals - What Went Down, Asaf Avidan - Gold Shadow og svo í lok árs Adele - 25