Var mættur niður við Stokkinn um 30 mín fyrir hlaup. Rok og rigning lýsa aðstæðum þennan morguninn best eins og veðurspáin var búin að gera ráð fyrir, en það er alltaf erfiðara að mæta og staðinn og upplifa veðrið. Ætlaði upphaflega að vera í stuttbuxum og háum sokkum en eftir upphitun (í auka fötum) þá skipti ég úr stuttbuxum í CWX hlaupa buxurnar mínar, þar sem ég var með áhyggjur af kuldanum og þá sérstaklega í mótvindi út á nes. Var svo í þunnum CWX langermabol og einum bol yfir það og með buff. Tók stutta upphitun en náði aðeins að koma púlsinum af stað og smá liðleika í lappirnar. Eins og oft áður þá fannst manni lítið að þessu veðri þegar maður var komin út og búinn að hita upp.
Brautin er sett upp þannig að hún byrjar við Rafveituhúsið í Elliðaárdal og svo fer maður eins og leið liggur í gegnum Fossvoginn alveg útá Ægissíðu með lúppu frá HR að Loftleiðum og svo veginn tilbaka niður að Nauthól. Úti á Ægissíðu er svo snúningspunktur og þaðan er svo hlaupin sama leið tilbaka. Þessi "hringur" er svo farinn tvisvar í heilu maraþoni og einu sinni í hálfu maraþoni.
![]() |
Maraþon hlauparar leggja af stað við Rafveituhúsið |
0 km - 5 km (Stokkur-HR)
Talið niður og hópurinn lagði svo af stað á slaginu 8. Gekk fínt að rúlla í byrjun út að Víkingsheimilinu en þá fór púlsinn eitthvað af stað, brautin aðeins upp á við og svo mótvindur og hægði því á mér reyndi svo að rúlla þetta sæmilega áfram. Leið vel og var að passa að halda púlsinum niðri. Tók 1 vatnsglas hjá HR og reyndi að drekka aðeins.
1 km split og púls voru:
3:50 - 155
4:04 - 160
3:57 - 158
3:55 - 157
4:00 - 158
Kláraði fyrstu 5 km á 19:46
5 km - 10 km (HR - Ægissíða)
Hélt áfram að rúlla sæmilega og púlsinn hélst niðri, ef ég fór yfir160 í púsl þá fannst mér ég vera að erfiða of mikið og var því kannski meira að hlaupa eftir tilfinningu. Var sæmilegur mótvindur í skóginum fyrir ofan HR en svo fékk maður meðvind niður í áttina að Nauthólsvík, fínt að breyta aðeins um takt og hlaupa hraðar og fá smá hvíld frá mótvindi. Eftir það voru svo erfiðir rúmir 3 km að snúningspunkti úti á Ægissíðu. Líðan góð þrátt fyrir mótvind og rigningu.
3:57 157
3:49 155
3:51 156
4:01 158
3:59 158
Kláraði næstu 5 km á 19:37 og 10 km á 39:23
10 km - 15 km (Ægissíða - Loftleiðir)
Snúningspunkturinn var svo í tæplega 11 km, tók eitt gel rétt áður en ég kom að snúningspunktinum og greip tvö glas og reyndi að koma niður smá vökva. Eftir þetta kom meðvindur og maður rúllaði vel af stað, þá fór hraðinn úr tæplega 4 mín pace niður í 3:50, fann mig mjög vel á þessum kafla en vildi samt ekki fara of hratt því það var svo mikið eftir af hlaupinu. Þarna byrjaði maður að mæta öðrum maraþon hlaupurum sem var gaman og ekki eins einmannalegt. Ég var með forustu um að giska 500m - 700m á næsta mann. Kom svo mótvindur frá Nauthólsvík að Loftleiðum.
3:58 157
3:48 156
3:50 153
3:53 152
3:57 156
5 km á 19:26 og 15 km á 58:49
15 km - 20 km (Loftleiðir - Víkinsheimilið)
Auðvelt að rúlla þennan kafla allan í meðvindi og púlsinn mjög lár á þessum tíma. Var samt farinn að stífna í kálfum. Var að rúlla á 3:53-3:55 og púls aðeins 151-155 slög. Eftir á hefði maður hugsanlega geta nýtt sér meðvindinn eitthvað betur á þessum kafla en þarna fann ég aðeins fyrir kálfum og sömuleiðis nóg eftir. Reyndi að drekka á vatnsstöðinni við HR.
3:55 155
3:53 151
3:55 154
3:53 154
3:53 153
5 km á 19:29 og 20 km á 1:18:18
20 km - 25 km (Víkinsheimilið - Stokkur - Kirkjugarður)
Fór í gegnum hálft maraþon á tímanum 1:23:00 og leið bara mjög vel. Fékk mér 1 gel áður en ég kom að snúningspunktinum og greip svo tvö glös að drekka og reyndi að koma einhverjum vökva niður. Guðni fylgdi mér svo ca. 1 km að Víkinsheimilinu í sinni upphitun. Hann var allan tímann fyrir aftan mig og ég passaði mig á að láta hann alls ekki taka vind eða hjálpa til á neinn hátt. Var ennþá með góða orku og rúllaði þennan kafla bara mjög vel, gaman að mæta aftur maraþonhlaupurunum í Fossvoginum.
3:48 153
3:56 155
3:56 157
3:54 157
3:55 154
5 km á 19:29 og 25 km á 1:37:47
25 km - 30 km (Kirkjugaður - Skerjafjörður)
Mótvindur áfram og leið vel. Fékk mér vökva við HR. Rúllaði vel frá Loftleiðum og út fyrir endabraut en þá tók mótvindurinn aftur í. Orkan fín og lappirnar góðar þrátt fyrir stífa kálfa.
4:06 156
4:01 154
3:55 152
3:52 153
4:07 155
5 km á 20:01 og 30 km á 1:57:48
30 km - 35 km (Ægissíða - Nauthólsvík)
Fann fyrir þreytu í mótvindinum úti á nesi og tók fljótt gel til að reyna að ná orkunni upp, fannst það nauðsynlegt þrátt fyrir að fá ekki að drekka strax eins og er best. Var samt áfram rólegur og ekkert að streða of mikið í mótvindinum. Gott að snúa svo við og vera á leiðinni tilbaka. Bæði andlega og svo einnig í meðvindi. Fékk mér sömuleiðs að drekka á vatnsstöðinni. Sá að ég var kominn með góða forustu á 2 sætið og þyrfti líklega ekki að hafa áhyggjur að hann myndi ná mér, nema ef eitthvað kæmi uppá. Gaman að mæta aftur öllum maraþon hlaupurunum.
4:06 154
4:04 154
3:50 153
3:51 154
3:52 153
5 km á 19:43 og 35 km á 2:17:31
35 km - 40 km (Nauthólsvík - Fossvogur)
![]() |
Búinn með 39 km að koma inn í Fossvoginn |
![]() |
Stutt eftir, um 3 km eftir |
3:55 158
3:53 157
3:55 154
3:59 153
3:52 156
5 km á 19:34 og 40 km á 2:37:05
40 km - 42,2 km (Fossvogur - Stokkur)
Mjög stutt eftir, meðvindur og aðeins niður á við og því gekk þessi kafli mjög vel en auðvitað var maðurinn farinn að erfiða aðeins. Lappirnar voru ótrúlega góðar og fannst ég ráða vel við hraðann. Skipti þarna í fyrsta skipti yfir á heildar tímann og sá að ég gæti fræðilega bætt PB mitt frá því í Berlín í haust. Áttaði mig ekki alveg á hvað langt væri eftir en að það yrði líklega erfitt. Gaf samt vel í en áttaði mig svo á því þegar ég kom inn í Elliðaárdal að þetta væri líklega ekki að nást (þeas að bæta PB tímann minn). Var samt ótrúlega ánægður á hvaða tíma ég væri að klára á miðað við að væntingar fyrir hlaup voru ekki miklar. Gaman sömuleiðis að vita að Anna væri í markinu með strákana. Óttar og Kári komu svo hlaupandi með mér í lokin og var það mjög gaman. Kom svo í mark á tímanum 2:45:40 og í fyrsta sæti.
3:53 157
3:35 159
1:07 163
2,2 km á 8:36 og 42,2 km á 2:45:40
![]() |
Nýkominn í mark |
![]() |
Ólafur Austmann Þorbjörnsson í 2 sætði, Örvar Steingrímsson í 1 sæti og Daníel Reynisson í 3 sæti. |
Skór: Adidas Adios Boost 2
Sokkar: CW-X compression sokkar
Buxur: CW-X compression buxur
Peysa: CW-X léttur hlaupa langerma bolur
Bolur: Nike hlaupa bolur
Næring:
5 GU energy gel. 1 fyrir hlaup og svo 4 í hlaupinu.
Drakk á hverri vatnsstöð vatn og orku þar sem það var í boði.
Þakkir:
Félag maraþonhlaupara fær frábærar þakkir fyrir vel útfært hlaup og sömuleiðis allir sjálfboðaliðarnir sem hjálpuðu til. Ekkert smá gott að geta boðið uppá Vor- og haustmaraþon til að þurfa ekki að fara alltaf til útlanda til að hlaupa á þessum árstíma.
Anna og fjölskyldan fær sömuleiðis þakki fyrir að leyfa mér að stunda þetta sport eins mikið og ég get. Óendanlega þakklátur fyrir það.
T-mark fyrir stuðninginn við næringu og búnað. Var að drekka salt og steinefna blöndu dagana fyrir hlaup til að halda næringu og vökva málum í lagi. Hef verið að nota GU energy gel sem eru bæði bragðgóð og fara mjög vel í magann. CW-X fatnaðurinn sem styðja mjög vel við alla vöðvahópa og veita góðan stuðning í svona þrekraun.
Strava: