Morgunhlaup í vinnuna. Smá rigning og meðvindur. Fékk mér morgunmat áður en ég fór af stað og því lítið mál að rúlla af stað.
7,3km á 35 mín.
Hljóp úr vinnunni og stefnan tekin á Úlfarsfellið, svo í matarboð í Mosó. Fór niður í Grafarvog, upp meðfram golfvellinum upp í Grafarholt, þar í kring og yfir á Úlfarsfellið. Fann einhverja niðurleið og lenti í vandræðum í mikilli drullu og rótum. Endaði með að fljúga á hausinn og svo að reka hausinn í brotna grein. Komast þó nokkuð heill niður á Vesturlandsveg og tók létt skokk það sem eftir var. Fínt veður smá vindur og smá rigning, ekkert til að væla yfir. Ennþá smá þreyta í löppum eftir mánudaginn en allt að koma.
11,5 km á 1:01 klst.
Sýnir færslur með efnisorðinu Fjallganga. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fjallganga. Sýna allar færslur
27.6.13
14.6.13
Esja #7
![]() |
Gríska goðið að teygja |
Fórum fyrri ferðina hægra megin og vorum við 29:10 upp að steini, fór strax niður aftur (vinstra megin) og vorum 14:03 niður. Tókum hringinn í Esjuhlaupinu og svo var farið aftur upp og nú vinstra megin. Vorum þá 31:57 en hlupum ekki mikið. Þá var svo rennt aftur niður (hægra megin) og vorum við 17:09). Í heildina var þetta 14:5 km á 1:46 klst. Fínn morgunæfing fyrir vinnu. Mættum svo glor hungraðir í föstudags morgunmatinn í vinnunni.
Merki:
Esja,
Fjallganga,
Hlaup
12.6.13
Hengill
![]() |
Horft frá Sleggjubeinsskarði tilbaka yfir Hellisheiðarvirkjun |
Fór frá Sleggjubeinsdal sem er rétt hjá Hellisheiðarvirkjun og upp Sleggjubeinsskarð og þar fór ég upp Húsmúla og meðfram ásnum yfir Innstadal og þaðan upp á Vörðu-Skegga. Svo sem leið lá niður í Innstadal og yfir Sleggjubeinsskarð aftur og þaðan sömu leið tilbaka.
Frábær hlaupaleið og kjörinn undirbúningur fyrir Laugaveginn. Aðstæður voru ekki uppá sitt besta, greinilegt að snjór er ný farinn af stóru svæði og því mikil drulla á köflum.
![]() |
Snjóskaflinn ógurlegi sem ég þyrfti að þvera |
![]() |
Uppá Vörðu-Skeggja, útsýni ekki neitt |
Merki:
Fjallganga,
Hlaup
8.6.13
Langt á Helgafell
Fór að heiman rétt fyrir kl. 15. Stefnan tekin á Helgafellið. Fór framhjá Guðmundarlundi, línuveginn að Vífilstaðahlíðinni, þaðan í átt að Búrfellsgjá, svo beygt til hægri inná hestastlóðann að Kaldárseli og svo upp að Helgafelli. Mikil þoka þar og maður sá ekki mikið. Fór upp fyrsta slóðann sem ég sá. Skyggnið var ca. 20m á leiðinni upp og þegar ég kom þangað þá sá maður ekki neitt. Ætlaði niður stíginn sem ég hefði komið upp seinasta en fann hann ekki og fór einhvern annan niður. Vissi ekkert hvar ég var á þessum tímapunkti og kveikt því á gps og googel maps í símanum mínum og sá að ég var kominn. Hjálpaði líka að sjá línuslóðann og þá vissi ég að ég ætti að hlaupa til vinstri.
Fór svo framhjá Valahnjúkum og fann svo slóð í átt að Búrfellsgjá. Það endaði við eitthvað misgengi og svo var ég úti í móa þangað til að ég kom að Búrfelli. Hljóp þaðan svo inn í Heiðmörk á fram slæmum stíg sem hestamenn virðast vera búnir að eigna sér. Kom þar inná Fræðsluhringinn og þaðan heim.
Fékk mér tvö GU gel frá Tri.is og líkaði þau vel. Var með ca. 600ml af powerade og fyllti á tvo brúsa við Kaldársel. Orkustigið fínt en orðinn þreyttur í hælnum og aumur. Hefði viljað fara aðeins lengra en var runnin út á tíma. Veðrið fín, ágætlega hlýtt ekki mikill vindur en mikil þoka.
30km á 2:39 klst.
Fór svo framhjá Valahnjúkum og fann svo slóð í átt að Búrfellsgjá. Það endaði við eitthvað misgengi og svo var ég úti í móa þangað til að ég kom að Búrfelli. Hljóp þaðan svo inn í Heiðmörk á fram slæmum stíg sem hestamenn virðast vera búnir að eigna sér. Kom þar inná Fræðsluhringinn og þaðan heim.
Fékk mér tvö GU gel frá Tri.is og líkaði þau vel. Var með ca. 600ml af powerade og fyllti á tvo brúsa við Kaldársel. Orkustigið fínt en orðinn þreyttur í hælnum og aumur. Hefði viljað fara aðeins lengra en var runnin út á tíma. Veðrið fín, ágætlega hlýtt ekki mikill vindur en mikil þoka.
30km á 2:39 klst.
Merki:
Fjallganga,
Helgafell,
Hlaup
7.6.13
Esja #6
Fyrsta morgun Esjan. Ferð nr. 6 á Esjuna í vor. Var ekki búinn að komast út að hlaupa í tvo daga útaf vinnu og matarboðum og svo var plönuð vinnuferð á föstudeginum þannig að ég ákvað að drífa mig út snemma og klára æfingu dagsins. Var mættur um 6:15 niður á Esjumela og lagði af stað þaðan. Sló svo nýtt met upp að steini og var 27:48 mín. Hljóp svo nokkuð rólega niður enda var úði og allt frekar blautt.
Hressandi leið að byrja nýjan dag og góð Esjuferð. ca. 10km á rúmum 60 mín.
Hressandi leið að byrja nýjan dag og góð Esjuferð. ca. 10km á rúmum 60 mín.
Merki:
Esja,
Fjallganga,
Hlaup
7.5.13
Esja nr. 2 2013
Var frekar slappur á sunnudaginn og tók því auka hvíldardag til að ná kvefinu úr mér. Var því mættur ferskur út á Esjumela í kvöld í logni.
Skokkaði smá upphitun að Esjurótum og svo var reynt að skokka eins langt og maður komst, fór "hlaupandi" að fyrstu brúnni í gilinu og var þá farinn að finna fyrir í kálfunum, gekk svo upp tröppurnar í gilinu og náði svo að skokka sæmilega þangað til að slóðarnir skiptust. Þá tók kraftganga við og þá voru kálfarnir orðnir eins og grjót og lítið þægilegt við það, skánaði svo smá saman eftir því sem ofar dróg. Mikið af drullu þegar maður fór af stígnum yfir á "grasið".
Ennþá smá snjór fyrir neðan stein og náði ég að klöngrast þangað á 30:05, fólkið sem var að hvíla sig við steininn hefur ekki vitað sitt rjúkandi ráð þegar andsetinn maður æðir í átt að steininum bara til að renna í seinustu skrefunum og ná ekki undir 30 mín :).
Fór svo eftir smá hvíld upp á topp og það allt í snjó, gekk vel og datt ekki oft í gegn. Frábært útsýni uppá topp og aðeins smá gola fór þennan legg á 10:40.
Fór samt í gormana og fór varlega niður klettana og svo tók maður til fóta. Lærin fengu að kenna á því á leiðinni niður 6:xx niður að steini og tæpar 17 frá steini alveg niður að brú við Esjuskálann.
Flott æfing í frábæru veðri. Nú má þetta vor fara láta sjá sig.
Skokkaði smá upphitun að Esjurótum og svo var reynt að skokka eins langt og maður komst, fór "hlaupandi" að fyrstu brúnni í gilinu og var þá farinn að finna fyrir í kálfunum, gekk svo upp tröppurnar í gilinu og náði svo að skokka sæmilega þangað til að slóðarnir skiptust. Þá tók kraftganga við og þá voru kálfarnir orðnir eins og grjót og lítið þægilegt við það, skánaði svo smá saman eftir því sem ofar dróg. Mikið af drullu þegar maður fór af stígnum yfir á "grasið".
Ennþá smá snjór fyrir neðan stein og náði ég að klöngrast þangað á 30:05, fólkið sem var að hvíla sig við steininn hefur ekki vitað sitt rjúkandi ráð þegar andsetinn maður æðir í átt að steininum bara til að renna í seinustu skrefunum og ná ekki undir 30 mín :).
Fór svo eftir smá hvíld upp á topp og það allt í snjó, gekk vel og datt ekki oft í gegn. Frábært útsýni uppá topp og aðeins smá gola fór þennan legg á 10:40.
Fór samt í gormana og fór varlega niður klettana og svo tók maður til fóta. Lærin fengu að kenna á því á leiðinni niður 6:xx niður að steini og tæpar 17 frá steini alveg niður að brú við Esjuskálann.
Flott æfing í frábæru veðri. Nú má þetta vor fara láta sjá sig.
Merki:
Fjallganga,
Hlaup
4.5.13
Helgafell
Fór að heiman og hélt að það væri betra veður úti eftir að hafa verið að horfa á fótboltamót í víkinni fyrr um daginn. Sem betur fer fór ég nú í jakka og var með puff og griflur því annars hefði ég líklegast snúið við eftir einhverja km. Ætlaði upphaflega að fara í Heiðmörkina en svo breytti ég og ákvað að reyna að finna einhverja sæmilega leið upp á Helgafellið.
Gleymdi svo að kveikja á gps-inu fyrr en ég var kominn lang leiðina af Vífilstaðahlíð. Hljóp þaðan upp að Búrfellsgjá en var svo týndur út í móa eftir það. Búinn að sjá einhverja merkingar á kortum um að það sé slóð þaðan að Helgafelli en er alveg fyrirmunað að finna hana. "Hljóp" því eins og leið lá í áttina að Helgafelli, þveraði svo Valahnjúka og þá loksins birtist slóð sem lá beinustu leið uppá topp. Smá bratti fyrst en svo var þetta hæfilegt. Gekk allan tímann með mikinn vind og slyddu í andlitið. Alveg kominn með nóg af þessari vetrarfærð á vormánuðum. Hljóp svo niður með vindinn í bakið. Vissi að ég kæmist á slóða frá Kaldárseli og fór þá í þá átt eftir Helgafellið. Beygði svo frá veginum á réttum stað og datt inn á hestaslóðann sem liggur alla leið út í Heiðmörk og fór sem leið lá heim.
Frekar þreyttur í lokin enda búinn að vera 2:30 klst með þessa 26 km sem ég fór. Fann fyrir smá eymslum í hægri hæl eftir hlaupið.
Virkilega kaldur og blautur eftir þetta hlaup og endaði svo með því að ég var orðinn hálf slappur á sunnudeginum með einhverja kvefdrullu.
Gleymdi svo að kveikja á gps-inu fyrr en ég var kominn lang leiðina af Vífilstaðahlíð. Hljóp þaðan upp að Búrfellsgjá en var svo týndur út í móa eftir það. Búinn að sjá einhverja merkingar á kortum um að það sé slóð þaðan að Helgafelli en er alveg fyrirmunað að finna hana. "Hljóp" því eins og leið lá í áttina að Helgafelli, þveraði svo Valahnjúka og þá loksins birtist slóð sem lá beinustu leið uppá topp. Smá bratti fyrst en svo var þetta hæfilegt. Gekk allan tímann með mikinn vind og slyddu í andlitið. Alveg kominn með nóg af þessari vetrarfærð á vormánuðum. Hljóp svo niður með vindinn í bakið. Vissi að ég kæmist á slóða frá Kaldárseli og fór þá í þá átt eftir Helgafellið. Beygði svo frá veginum á réttum stað og datt inn á hestaslóðann sem liggur alla leið út í Heiðmörk og fór sem leið lá heim.
Frekar þreyttur í lokin enda búinn að vera 2:30 klst með þessa 26 km sem ég fór. Fann fyrir smá eymslum í hægri hæl eftir hlaupið.
Virkilega kaldur og blautur eftir þetta hlaup og endaði svo með því að ég var orðinn hálf slappur á sunnudeginum með einhverja kvefdrullu.
Merki:
Fjallganga,
Hlaup
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)