Morgunhlaup í vinnuna. Smá rigning og meðvindur. Fékk mér morgunmat áður en ég fór af stað og því lítið mál að rúlla af stað.
7,3km á 35 mín.
Hljóp úr vinnunni og stefnan tekin á Úlfarsfellið, svo í matarboð í Mosó. Fór niður í Grafarvog, upp meðfram golfvellinum upp í Grafarholt, þar í kring og yfir á Úlfarsfellið. Fann einhverja niðurleið og lenti í vandræðum í mikilli drullu og rótum. Endaði með að fljúga á hausinn og svo að reka hausinn í brotna grein. Komast þó nokkuð heill niður á Vesturlandsveg og tók létt skokk það sem eftir var. Fínt veður smá vindur og smá rigning, ekkert til að væla yfir. Ennþá smá þreyta í löppum eftir mánudaginn en allt að koma.
11,5 km á 1:01 klst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli