Sýnir færslur með efnisorðinu Hámark. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Hámark. Sýna allar færslur

15.4.14

Esja nr. 1 2014

Fyrsta Esja ársins 2014. Var mættur við Esjumela um kl. 6:45. Tók létta upphitun frá Esjumelum að rótum Esjunnar um 1,5 km. Svo var farið beint upp. Veðrið var fínt, smá vindur og blautt úti en engin rigning/snjór. Fínt færi framan af og tveir skaflar nokkuð neðarlega. Fór hægra megin upp og þegar maður þveraði veginn fór að vera mikil ísing þannig að það fór að verða frekar hált á steinunum. Gerði mitt besta að komast upp á skikkanlegum tíma en endaði á 33:14 mín sem er ekkert alltof gott. Fór svo frekar varlega niður sökum hálku en gat gefið aðeins í þegar maður kom neðar, 18:42 niður.
Frábært að vera mættur aftur á Esjuna og finnst það alveg frábær æfing að "hlaupa" þarna upp.
10 km á 1:09 klst.