Sýnir færslur með efnisorðinu Móskarðshnjúkar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Móskarðshnjúkar. Sýna allar færslur

29.4.15

Esjan endilöng


Ég og Guðni fórum eftir vinnu og ætluðum rólegar 2 ferðir upp að Steini, eitt leiddi af öðru...
Byrjuðum við Esjustofu, hlaupum Esju Ultra Marathon leiðina í átt að Kerhólakambi og fórum þar upp. Hef aldrei áður farið þarna og er þetta mjög skemmtileg leið, gefur öðruvísi útsýni en af Þverfellshorni. Þegar við vorum komnir upp voru aðstæður fínar uppi og við ákveðum að hlaupa yfir að Þverfellshorni.
Ég og Guðni uppá Kerhólakambi
Fórum að Kambshorni (851 mys) þar sem var mjög flott útsýni og því langaði okkur að fara á hæsta pkt á Esjunni. Á leiðinni þangað stingur Guðni uppá að kíkja á Móskarðshnjúka, ég var fyrst ragur en slógum svo til. Vissi að það væri einhver erfiður kafli að komast á milli Esju og Móskarðshnjúka. Vorum á broddum og það gekk mjög vel að hlaupa þarna uppi, skiptist á harðfeni og mjúkum klaka. Meira landslag þarna uppi en maður átti von á en við fundum rétta leið, þrátt fyrir að taka ranga stefnu nokkrum sinnum.
Þegar við komum að Laufskörðum sáum við fljótt að við kæmumst ekki lengra. Keðjan á kafi og of mikill snjór, reyndi að komast þarna yfir en snérum fljótt við. Fundum leið niður norðan megin við Esjuna niður í Suðurárdal, tókum þar um 300m lækkun og fórum svo norðanmegin upp Móskarðshnjúka, á hæsta tindinn.
Sólin að setjast yfir Suðurárdal
Erfitt að vera í miklum bratta í hliðarhalla á þessum hlaupa broddum og voru nokkrir staðir þar sem var óþægilega bratt, hefði verið gott að vera með litla hlaupa ísöxi eins og ég hef oft spáð í að útvega mér. Fórum svo upp á hæsta tindinn af Móskarðshnjúkum og þaðan loksins niður.
Uppá Móskarðshnjúkum
Fórum að Blá- og Gráhnúk og að skátaskálanum Þrist. Alltaf gaman að koma að gamla skátaskálanum. Rúlluðum svo veg og slóða tilbaka að Esjustofu.
Vorum báðir með um 4 GUenergy gel og rétt yfir um 1l af vatni. Kláruðum alla næringu og vorum orðnir frekar "léttir" í hausnum á leiðinni tilbaka. Magnaður túr sem gekk alveg ótrúlega vel. Hef lengi langað að hlaupa Esju endilega og gaman hvað það gerðist óvænt.

Gleymdi að kveikja á úrinu á einum stað þar sem ég stoppaði þar, vantar því um 2km og 10mín á trackið. Leiðin endar því í ca. 37 km og vorum um 4:30 klst með ferðina.