Sýnir færslur með efnisorðinu Matarklúbbur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Matarklúbbur. Sýna allar færslur

25.3.02

Matarklúbburinn

Jæja, Matarklúbburinn gekk mjög vel.

Ég var með sveppi með gómsætri fyllingu í forrétt og Mexican kjúklingarétt í aðalrétt og svo ís í eftrirétt. Heppnaðist svaka vel.
Þið getið fundið myndir af þessu á:
http://www.hi.is/~orvars/Matark_Orvar/

Þá er ég líka búinn að setja myndirnar frá Matarklúbbinum hjá Kidda:
http://www.hi.is/~orvars/Matark_Kiddi/

Allir sáttir?

23.3.02

Matarklúbburinn hjá Örvari

Þá er komið að því, já það er satt, MATARKLÚBBURINN ER Í KVÖLD HJÁ MÉR, ÖRVARI. Jæja mæting í kvöld klukkan 19:30.

Þeir sem eru skráðir til leiks eru, Stinni pund, Jólfur kallaður Gísli, Mummi Árna, Gúndi Sverris, Gven Ingvars, Hinni Siegal og Örvar Steingrímsson. Þá er aldrei að vita nema að Michelin maðurinn fljúgi inn frá Danmörku. Þá hefur það komið í ljós að Nonni Hannes kemur og Íbbó kemur seint.

Jón Snæ fær sérstakar þakki fyrir að lána mér myndavél.

Sjáumst í kvöld.

22.3.02

Matarklúbburinn hjá Örvari

Matarklúbburinn er á morgun og er enginn annar en ég "Örvar Steingrímsson" sem held hann.
Mæting laugardaginn 23. mars í Hlíðarhjalla 23. kl 19:30.

29.10.01

Matarklúbbur með meiru

Rosa mikið að gera um helgina.

Það var Matarklúbbur á föstudaginn, Gísli Herjólfs hélt hann. Hann var með steina steik og fondUUUU ( hvernig sem maður skrifar það!!!!!!!!!!!). Svaka fjör, svo var farið á Hús Málarans á eftir, ein pylsa og svo heim.

Laugardagur í þynnku
Fór svo í leikhús í gær. Hver er hræddur við Virgeníu Wolf ( eitthvað svoleiðis)
Óttaleg þvæla en samt alltaf gaman að fara í leikhús. Ég hafði nú aldrei áður verið á Litla Sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Mér finnst nú að ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ætti að skammast sín yfir þessu sal. Ótrúlega lítill og ílangur salur þar sem leikararnir frussa og guppa yfir gestina.

Annars vann Liverpool um helgina og þá eru menn bara sáttir.
Later

29.8.01

Ræktin

Var að byrja í ræktinni í gær. Svaka duglegur, ætla að missa nokkur kíló.

Annars er ég að fara í matarklúbbinn í kvöld. Guðmundur Sverrisson (http://www.hi.is/~gudmsv) heldur þetta matarkvöld sem er á miðvikudegi því Hinni er að fara til Frakklands að kokka.

Seinna