5.8.03

Kópur 2003

Kópur 2003 heppnaðist mjög vel. Ég bjó til bloggsíðu fyrir þetta en það var svona fullt seint og svo var blogger eitthvað bilaður líka! En hún er hér.

Föstudagur
Dorgkeppni við Kópavogshöfn. Ívar vann 3. árið í röð, helvítis djöfull. Ég náði 4 og Anna 2, Árni og Ada voru með einhver 10 stykki hvor og Íbbó vann svo með 13 eða eitthvað álíka. Svo var partý hjá Gumma Árna og Hildi. Þar gerðist ýmislegt skemmtilegt......
Vinur hans Gísla kveikti í sér og þá kveiknaði einnig í borðinu hjá þeim G+H. Sem sagt hörku partý. Eftir það fórum við á 22 og dönsuðum fram til morguns. Ég, Anna, Ívar, Árni, Ada, Kiddi vorum nokkuð lengi í góðum fíling.

Laugardagur
Sólin skein og maður var að dröslast á fætur kl. ca. 1 og þar sem ég var í laugardags nefndinni þurfti ég að mæta kl. 13:45 upp í Heiðmörk þar sem Sörvævör átti að vera. Ö&A förum fyrst á McPlastborgara og svo brunað upp í Heiðmörk.
Mætingin var góð og við gleymdum ekki neinu.
Jeff "Ingó" stjórnaði Sörvævör kepnninni mjög vel og á heiður skilið fyri sitt framtak við Kóp! Skipuð voru 3 lið og Ég, Gummi S og I drógum í lið. Ég lenti í liði með, Ívari, Auði, Hildi, Gunna "Hinna bróðir" og Jóni Hannesi eða bara Jóhannesi ;)

1. Þraut: var að búa til nafn á liðið og þurfti að nota fyrstu 2 stafi í nöfnum allra, það mátti sleppa tveimur. Allavegana varð útkoman Haugur í vör.
Við lentum í 2 sæti í þessari þraut.

2. Þraut: Pokahlaup þar sem græna liðið (við) unnum.

3. Þraut: var að láta appelsínu ganga í hring án þess að nota hendur, við í 2 sæti.

4. Þraut: var fræga kókosbollu át keppni - bjór/malt drykkju og snúa í hringi og hlaupa til baka keppni. Við lentum í seinasta sæti í þeirri þraut sem er alls ekki viðunnandi en þar sem Kiddi "kelling" hætti við að fara sína ferð og Gummi Ingvars fór í staðinn fengu þau mínus stig og við lentum því í 2 sæti í þessari þraut.

5. Þraut: var að koma blýanti niður í flösku. Við lentum í 2 sæti.

6. Þraut: var jafnvægisslagur við unnum þessa þraut.

Eftir þetta voru við og liðið hans Gumma S jöfn af stigum og því var það úrslita slagur á milli Hildar og Hönnu um sigur og því miður vann Hanna og við sem sagt í 2 sæti.

Eftir þetta allt saman var svo grillaðar pulsur í góða veðrinu upp í Heiðmörk.

Ö&A fórum svo í smá ferðalag til Flúða að hitta vinkonu Önnu og vini hennar. Mjög fínt kvöld og var gott veður en soldið kalt um kvöldið. Við vöknuðum svo kl. 8:00 við 50 ára fyllibyttu sem skildi bara ekkert í því að af hverju tjaldvörðurinn var að segja henni að vinsamlegast að hafa hljótt. Fokking gamlar fyllibyttur.

Við drulluðum okkur heim að leggja okkur um 10 í þvílíkt góðu veðri en við þurfum okkar svefn. Annars sluppum við við að borga tjaldgjaldið, 1200 kall, ánægður með það.

Sunnudagurinn kemur svo næst.

Kaupa diska

Jæja ég var í þessu að kaupa 4 diska á netinu. Ég kaupi þá á amazon.co.uk og læt senda þá á Gumma Árna og svo kemur hann með þá til landsins og engir tollar, snilld.

Allavegana keypti ég:
Pinkerton - Weezer á 7.99 pund
De-Loused in the Comatorium - Mars Volta á 9.99 pund
Youth and Young Manhood - Kings of Leon á 8.49 pund
Strays - Jane's Addiction á 8.49 pund

Algjör snilld, þessir diskar kosta sem sagt 4400 þar sem pundið er ca. 125 kr.

Annars set ég svona commenta kerfi inn seinna í dag.

Bloggið

Er að spá í að byrja blogga aftur. Kannski ég byrja bara á morgun.

12.5.03

Búinn í prófum

Jæja þá er maður búinn í prófum og mættur í vinnuna.

Gekk fínt í stál og tré.

9.5.03

Stál og tré

Jæja nú er ca. 24 klst í seinasta próf, jibíííííí

Þá er komið að próflokum og kosningum.

Hvað á nú að kjósa ha?

Djamm

Þannig er mál með vexti að ég er að fara klára prófin á morgun (laugardag). Það er kosningadagur og svona þannig að ekki væri leiðinlegt að fá sjá í aðra tánna en ég veit bara ekki um neinn sem er að fara að djamma, allir ennþá í prófum.

Hver vill koma með mér að djamma?

Endilega kíkið á shout out hér fyrir neðan og látið mig vita.

7.5.03

Ókeypis diskar

Ég er búinn að vera í góðum fíling undanfarna daga að læra inná bókasafni. Er með vasadiskó með mér og er yfirleitt að hlusta á Xið. Það væri nú ekki frásögum færandi nema hvað að seinasta föstudag var Hot Hot Heat dagur. Já það er hljómsveit. Þá hringdi ég inn og náði í eitt stykki disk, sem er mjög gott.
Svo í þessari viku er búið að vera Blur vika. Á mánudag vann ég Think Tank sem er nýja Blur skífan og í dag er ég búinn að vinna Parklife og Blur: The best of. Eftir þetta var ég vinsamlegast beðinn um að hætta að hringja.

Svo vann ég fyrir mánuði Hell Is For Heros Disk.

PS.
Hell Is For Heros, The Neon Handshake er algjör foooking snilld!
Hot Hot Heat diskurinn er líka mjög góður!
Think Tank, nýji Blur diskurinn er svona lala, mjög rólegur en með góð lög inná milli (ekki alveg búinn að hlusta nóg á hann).

Þannig 4 diskar á nokkrum dögum er ekki slæmt er það?

15.4.03

Ógeðslega lengi veikur.is

Djöfull er ég búinn að vera lengi veikur, var fyrst smá slappur fyrir viku er búinn að vera með ýmis veikindi síðan. Fyrst var ég að drepast í hálsinum og þegar það var búið þá varð ég veikur, þeas slappur með kvef og drasl.

Annars er ég vonandi að skána, ætla að vera góður fyrir æfingaleikinn á fimmtudaginn. Fór á laugardaginn að keppa á móti Elliða. Ekki mjög skynsamur, þá varð ég náttúrulega helmingi slappari á eftir.

Fór svo í afmæli til Hildar (hans Gumma Á) en hún var 25 ára. Ég fór og keypti karöflu sem við strákarnir gáfum. Þetta var annars fínt, fór snemma heim, því ég var veikur.

Annars var mikið horft á drasl um helgina.
Búinn að horfa á:
Say It Ain´t So [*]
Ballistic: Ecks Vs. Sever [*1/2]
Blue Crush [**]
Confession of a Dangerous Mind [**1/2]

Nenni ekki að skrifa um þær
later

10.4.03

Veikur.is

Djöfull, var slappur í gær og vaknaði svo í morgun að drepast í hálsinum. Djöfulsins drasl, það er eins og ég sé með gaddavír í hálsinum. Ég sem ætlaði á æfingu í kvöld, smá vinnu djamm á morgun og Aðalfundinn hjá Nöglunum.

Svo er æfingaleikur á laugardaginn og afmæli hjá Hildi (hans Gumma). Eins og ég segi djöfulsins drasl. Frekar fúlt að verða veikur svona rétt fyrir seinasta djamm fyrir próf :(

Annars var Anna með alveg eins veiki fyrir viku og það tók hana slatta af tíma að ná þessu úr sér. Ég vona að þetta reddast og ég komist allavegana í bolta á laugardaginn.

7.4.03

National Security

Fór á National Security á laugardaginn. Vann miða á hana á mbl. Hefði nú ekki borgað mig inná þessa mynd.

Þarna eru þeir Martin Lawrence sem hefur leikið mjög oft alveg nákvæmlega eins hlutverk og svo er það Steve Zahn sem ég kannast smá við en hefur alltaf "held ég" verið í smá hlutverkum. Allavegana er þetta ágætis bíómynd til að horfa á og hugsa ekkert alltof mikið. Já svo er Eric Roberts vondi gaurinn ( er ekki að skemma neitt með að segja frá því). Fær svona 2 stjörnur. Maður er búinn að gleyma myndinni um leið og maður gengur út úr bíó salnum.

4.4.03

Klipping

Þó svo að flestir vilji að ég sé með lubba áfram (skv skoðukönnun Örvars, hér til hliðar) þá ætla ég samt að snoða mig, nenni ekki þessu helvítis veseni og vakna og hárið útum allt, líka erfitt fyrir mig með allar þessar krullur.

Þannig að ég mæti að öllum líkindum snoðaður eftir helgi.

Húsagerð

Helvítis húsagerð, þetta helvítis námskeið er í algjöru fokketí fokki. Þrír kennarar og enginn af þeim talar saman. Allir með sitthvort verkefnið og æla því svo loks út sér viku fyrir skil hvað á að gera í þessu fokkans verkefni. Djöfulsins Fokk.
Fyrir utan einn kennarann (Þorstein) hann er fínn.

2.4.03

Diskar

Var að spá hvort að einhver ætti þessa diska og væri til í að lána þá!
Cardigans - Long Gone Before Daylight
Linkin Park - Meteora
Placebo - Sleeping With Ghosts
System of a Down - Steel This Album

Þá vantar mig líka nokkra íslenska svo sem , Magnyl með Botnleðju og Góðar stundir með Stjörnukisi

Bara svona hugmynd, látið mig vita.

1.4.03

Kópavogur, Djúpivogur og aftur í Kópavoginn

Fór í gær í vinnunni til Djúpavogs. Keyrðum 1200 km, sem sagt, vaknaði 5:40 og lagði af stað til Djúpavogs og var kominn aftur kl.11 í gær. Sem sagt 1200 km keyrsla fyrir 4 klukkutíma vinnu.

Annars sagði Júlli (sem fór með mér) mér helvíti fyndna sögu. Hann á Nissan Patrol sem er á 44" dekkjum og var einhvertíma að ferðast nálægt Vatnajökli þegar einhver kani kom upp að honum og var að dáðst af bílnum hans.
Kaninn spurði: Í hvað notar þú eignlega þennan risa jeppa, er þetta fyrir drullu eða...
Júlli segir að hann noti bílinn í ferðast á jöklum og þess háttar.
Þá segir kaninn: En eru einhverjir vegir á jöklunum!!!!!!!!!!!

Vááá hvað þessir kanar geta verið heimskir. Allavegna var Júlli með fullan bíl af vinum sínum sem dóu úr hlátri þegar kaninn sagði þetta. Skemmtilegra kannski að heyra sögun frekar en að lesa hana, en allavegana.

CM4

Jæja ég er kominn með nýja CM eða CM4 eða Championship Manager 4. Var kominn með demoið en nú er ég kominn með the real thing. Gummi frændi redda þessu, mjög flott hjá honum.
Var aðeins í honum á sunnudags kvöldið. Fyrir áhugasama þá tók ég við Newcastle. Veit samt ekki hvað ég ætla að vera mikið í honum, fer að styttast í próf.