22.8.03

Lína í hús

jæja þá er lína komin í hús, ég náði henni með sæmd, þeir sem vilja vita eitthvað meir verða bara spyrja mig, vill ekki vera flagga hvað ég fæ í einkunir hérna á netinu! Þannig að reikna fastlega með því að hafa náð báðum prófunum, sem er náttúrulega bara snilld!

TLC 2 - FC ?tti 1

Jebb við eigum ennþá möguleik á að komast í úrslitakeppnina þó svo að þeir séu litlir!. Þannig að við vorum kannski að spila okkar seinasta leik í sumar, vonandi ekki.
Er að drepast úr harðsperrum en ætla samt að fara byrja aftur í ræktinni eftir sumarfrí! Er nefnilega að fara fá bumbuna aftur eftir að maður byrjaði að drekka coke aftur, sem gengur náttúrulega ekki!

Sjáið meir um TLC hér

21.8.03

Fokketi fokk

Til hvers í fjandanum er maður nú að læra alla þessa stærðfræðigreiningu og öll þessi raungreina fög og svo er maður látinn þýða einhver CV í vinnunni. Djö maður! Frekar fúllt!
Eins og ég orða það bara algjört fokketi fokk.

Auf slappen!

Djöfulli fínt að slappa smá af í gær! Horfði á Ísland vs. Föroyer, Law and Order og fór svo í CM4! Er að reyna að gera Parma að stórveldi!

Annars var Ísland - Föroyer alveg merkilega leiðinlegur leikur! Mér finnst Þóður Guðjónsson vera bestur af íslenska liðinu, þá voru þeir Brynjar Björn og Rúnar frekar daprir!
Markið hjá Eiði var mjög fínt, skil ekki hvernig hann fór að skora? Annars sá ég markið bara einu sinni þar sem Föreysku sjónvarpsmennirnar voru ekki að gera góða hluti. Þeir föttuðu ekki heldur þegar Eiður fagnaði með Fönky Chicken dansinum! Sást bara smá í dansinn! Væri flott ef hann tæki dansinn þegar hann skorar fyrir Chelski!

Annars hvet ég alla að mæta niður í Laugardal í kvöld kl. 8 þar sem stórliði TLC spilar á móti FC Ótta. Við óttumst það nú ekkert!

20.8.03

Ísland - Föreyjar

Jæja Ísland spilar við Færeyjar á eftir! Áfram Ísland!
Byrjunarliðið er svona:
Árni Gautur Arason verður í markinumar.
Pétur Hafliði Marteinsson, Ólafur Örn Bjarnason og Hermann Hreiðarsson verða í vörninni.
Á miðjunni leika þeir Þórður Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Rúnar Kristinsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Arnar Þór Viðarsson.
Í fremst víglínu verða þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Helgi Sigurðsson.

Mér lýst bara áægtlega á þetta annars væri ég til í að hafa Ívar Ingimars þarna! Ef ekki verið að fylgjast með mikið undanfarið, kannski er hann meiddur!

Annars hlakkar mig (er þetta ekki rétt) til að borða heimatilbúinn mat á eftir, er búinn að borða langlokur, skyr og pizzur í kvöldmat undanfarið!

Síja

Örvar vs. Lík og böl

Já þessi svaka bardagi átti sér stað í morgun. Slagurinn hófst kl. 9 og stóð til 12. Lík og böl fór inn í bardagann með tvo sigra en Örvar ekki neinn. Lík og böl var á heimavelli en það gerði lítið til því Örvar stóð sig frábærlega og sá við öllum höggum líksins og fyrsti/síðasti sigur Örvars á lík og böl var staðreynd. :)
Þannig að það er komið sumar hjá mér!

18.8.03

Ekki mikið í gangi

Það er svo sem ekki mikið að gerast í mínu lífi núna!
Er alltaf upp í skóla að læra frá svona 8:30 til 11:00 á kvöldin. Var að koma af Nonna, djöfulli er hann nú alltaf góður! Síðan er það bara einn dagur í viðbót og þá búinn, eða búinn að læra. Svo fer ég í próf á miðvikudaginn og þá verður vonandi fjör!

Annars er enski byrjaður aftur og það þýðir að Liverpool er byrjað að tapa aftur! Helvítis djöfull! Alveg merkilegt hvað svona hlutir geta farið í mann. Sem betur fer eyddi ég ekki tíma frá lærdómnum í að horfa á þennan horbjóð!

Jæja búinn í mat og aftur að læra, síja!

16.8.03

Spider

Leikstjóri er David Cronenberg en hann hefur meðal annars gert The Fly og Friday the 13th.
Með aðalhlutverk fara:
Ralph Fiennes: Maid in Manhattan (2002), Red Dragon (2002), Strange Days (1995), Quiz Show (1994) og Schindler's List (1993)
Gabriel Byrne: The Usual Suspects (1995), Stigmata (1999), End of Days (1999) og Ghost Ship (2002)
Aðrir eru: Miranda Richardson, Bradley Hall, Lynn Redgrave, John Neville, Gary Reineke, Philip Craig
Ekki þekki ég heldur handritshöfundinn Patrick McGrath!

Ég sá úr þessari mynd einhvertíman þegar það var verið að sýna hana á kvikmyndahátið í Regnboganum. Það var eitthvað sem fékk mig til að vilja setjast niður og prufa svona "kvikmyndahátíðarmyndir". Ég er reyndar búinn að sjá The Good Girl sem var á sömu kvikmyndhátíð og var hún frekar slöpp.

Ralph Fiennes leikur mann sem er nýkominn af geðveikrahæli og flytur í athvarf fyrir geðfatlaða í London. Hún fjallar í megin máli um hann að rifja upp æsku sína. Myndin er mjög hæg og lítið sem ekkert gerist í myndinni. Heilu og hálfu senurnar var hægt að spóla yfir því það var bara svona artí fartí dót að sýna hann setja sykur út í kaffi sitt og svona! Ralp Fiennes og Gabriel Byrne leika vel og aðrir leikarar líka en það er bara ekki nóg! Las grein á Kvikmyndir.is um að þetta væri mynd fyrir vanláta! Djöfulsins kjaftæði, þetta er bara leiðinleg mynd. Mæli eindregið með að halda sér frá þessari mynd. Hún fær 1 örlish hérna á örilsh og er það bara fyrir leikinn!

Ein pæling í lokin.
Hvað eru menn eins og Ralph Fiennes að taka að sér svona myndir og reyna að vera svaka listamannslegir og næsta verkefni sem hann tekur að sér er Maid in Manhattan! Fatta ekki alveg svona gaura en svona er þetta bara!
Kveðja Örvar Steingrímsson, kvikmynda spegúlant.

Farið svo að koma með einhver komment!

15.8.03

Stress

Eins og kemur fram hér fyrir neðan þá fór ég í próf í dag. Ég var að fara í Línulega Algebru og Rúmfræði! Eitt af gömlu syndunum.

Það er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað að ég hef aldrei á ævi minni séð jafn stressaðann gaur! Tók fyrst eftir honum ca. 5 mín áður en prófið átti að byrja og þá var svitinn byrjaður að leka haf honum, svona þannig að það sást! Ok allt í lagi, erfitt próf og svona í góðu lagi að vera með smá stress. En djísús kræst! Þegar ég er að fara inn í stofuna þá er bara eins og gaurinn hafi verið ný kominn úr sundi hann var svo sveittur í framan!

Og ég hélt að ég væri stundum með smá prófstress!

Lína lögð! Vonandi!

Jæja var að klára línu og vona að þetta hafi hafst! Nokkuð erfitt próf, komu þónokkrar spurningar sem maður bjóst ekki við en svona er nú bara JIM! Þá er það lík og böl á miðvikudaginn og þá er komið sumar aftur hjá mér! Þannig að framundan er önnur frábær helgi hjá mér upp í skóla!

Aldrei að vita nema ég komi með annað ljóð um helgina þar sem 1. ljóðið fékk gríðarlega góðar undirtektir! ;)

Síja!

Utandeildin og Árni Magg

Jæja búinn að setja link á utandeildarsíðuna okkar! Allir að kíkja þangað! Vorum að vinna Dufþak 5-2 á miðvikudaginn. Fínn leikur og við eigum möguleika á að komast í úrslitakeppnina, nokkuð ólíklegt en gæti gerst.

Árni Magg átti afmæli á miðvikudaginn! Kallinn var 24 ára og bauð í smá kaffi heim til sín! Því miður gat ég bara stoppað í svona ca. 5 mín þar sem ég var að fara upp í skóla að læra! En svona er nú bara lífið!

12.8.03

The Pirates of the Caribbean

Anna dró mig í bíó í gær að sjá Johnny Depp og félaga í The Pirates of the Caribbean. Ágætis tilbreyting frá próflestrinum.
The Pirates of the Caribbean er sjóræningja mynd sem er byggð á einhverju tæki í Disney skemmtigarðinum! Johnny Depp, Orlando Bloom, Geoffrey Rush og Keira Knightley fara með aðalhlutverk. Alveg magnað hvað það er gaman að fara í bíó ekki með neinar væntingar og lenda á svona helvíti góðri ræmu!
Johnny Depp er algjör snillingur í hlutverki Captian Jack Sparrow! Það er langt síðan að maður sá svona góðan karakter.
Myndin er mjög fyndin og góðir leikara líka. Ég var ekki alveg sure á því við hverju ég átti að búast þegar ég fór á myndina. Ég var búinn að sjá einhverja beingrindur vera að spóka sig um í góðum fíling og svona! En myndin virkar mjög vel og það er allt í lagi að hafa beinagrindur og svona enda er þetta ævintýra mynd.
Þannig að The Pirates of the Caribbean fær 3og1/2 Örlish hérna á Örlish, af 4 mögulegum!
Jeeeee

10.8.03

Sykur.blogspot.com

Jón Hannes eða bara Jóhannes eins og mér finnst skemmtilegt að kallann er núna alltaf að blogga ekkert nema gott um það að segja nema hvað!
Jón segir meðal annars.:
"Annarz er matarklúbbur framundan. Ég vil kalla matarklúbbinn "Tíu á föstu og Fjórir á lausu". Ég er víst einn af þessum fjórum, þannig að við höldum stuðinu uppi, með fylleríslátum og óhefluðu tali um Kellingar."
Ég verð nú bara að leiðrétta þetta í fyrsta lagi eru þið 5 á lausu! Er Reynir ekki á lausu, ef hann er byrjaður aftur með konunni þá miðst ég velvirðingar á þessu, og svo eru það ekki þið sem haldið upp fylleríslátum!
Just so you know!

Myndirnar komnar ? neti?!

Jæja þá eru Kópur 2003 komnar á netið, þær eru ennþá hálf ónýtar og það vantar víst myndirnar frá sunnudeginum! En hérna eru myndirnar!

hamingju!