12.8.03

The Pirates of the Caribbean

Anna dró mig í bíó í gær að sjá Johnny Depp og félaga í The Pirates of the Caribbean. Ágætis tilbreyting frá próflestrinum.
The Pirates of the Caribbean er sjóræningja mynd sem er byggð á einhverju tæki í Disney skemmtigarðinum! Johnny Depp, Orlando Bloom, Geoffrey Rush og Keira Knightley fara með aðalhlutverk. Alveg magnað hvað það er gaman að fara í bíó ekki með neinar væntingar og lenda á svona helvíti góðri ræmu!
Johnny Depp er algjör snillingur í hlutverki Captian Jack Sparrow! Það er langt síðan að maður sá svona góðan karakter.
Myndin er mjög fyndin og góðir leikara líka. Ég var ekki alveg sure á því við hverju ég átti að búast þegar ég fór á myndina. Ég var búinn að sjá einhverja beingrindur vera að spóka sig um í góðum fíling og svona! En myndin virkar mjög vel og það er allt í lagi að hafa beinagrindur og svona enda er þetta ævintýra mynd.
Þannig að The Pirates of the Caribbean fær 3og1/2 Örlish hérna á Örlish, af 4 mögulegum!
Jeeeee

Engin ummæli: