Djöfulli fínt að slappa smá af í gær! Horfði á Ísland vs. Föroyer, Law and Order og fór svo í CM4! Er að reyna að gera Parma að stórveldi!
Annars var Ísland - Föroyer alveg merkilega leiðinlegur leikur! Mér finnst Þóður Guðjónsson vera bestur af íslenska liðinu, þá voru þeir Brynjar Björn og Rúnar frekar daprir!
Markið hjá Eiði var mjög fínt, skil ekki hvernig hann fór að skora? Annars sá ég markið bara einu sinni þar sem Föreysku sjónvarpsmennirnar voru ekki að gera góða hluti. Þeir föttuðu ekki heldur þegar Eiður fagnaði með Fönky Chicken dansinum! Sást bara smá í dansinn! Væri flott ef hann tæki dansinn þegar hann skorar fyrir Chelski!
Annars hvet ég alla að mæta niður í Laugardal í kvöld kl. 8 þar sem stórliði TLC spilar á móti FC Ótta. Við óttumst það nú ekkert!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli