18.8.03

Ekki mikið í gangi

Það er svo sem ekki mikið að gerast í mínu lífi núna!
Er alltaf upp í skóla að læra frá svona 8:30 til 11:00 á kvöldin. Var að koma af Nonna, djöfulli er hann nú alltaf góður! Síðan er það bara einn dagur í viðbót og þá búinn, eða búinn að læra. Svo fer ég í próf á miðvikudaginn og þá verður vonandi fjör!

Annars er enski byrjaður aftur og það þýðir að Liverpool er byrjað að tapa aftur! Helvítis djöfull! Alveg merkilegt hvað svona hlutir geta farið í mann. Sem betur fer eyddi ég ekki tíma frá lærdómnum í að horfa á þennan horbjóð!

Jæja búinn í mat og aftur að læra, síja!

Engin ummæli: