Hvað erum við að tala um? Djöfull voru þessir Andorra menn lélegir. Ég og Ívar fórum á völlinn til að styðja okkar menn. Það voru nú ekkert alltof margir á vellinum en þetta var allt í lagi miðað við æfingaleik á móti jafn slöku liði og Andorra. Eiður fór á kostum og þá voru Hemmi og Ívar Ingimars rosalega traustir í miðverðinum. Þó svo að Rikki Daða hafi skorað 2 mörk þá gat hann ekki blautann skít. Er í engri æfngu og lítið búinn að spila með Lilleström sem er í næst neðsta sæti í norksu deildinni. Atli hefði frekar átt að velja Þórð Gaujason og Tryggva Guð. Svo kom Blikinn Marel Baldvinsson inná í seinni hálfleik og klúðraði dauðafæri. Svona er þetta stundum. Annars var fyrri hálfleikur mjög skemmtileggur og seinni alveg mjög leiðinlegur. Þessir Andorra menn gerðu lítið annað en á brjóta á íslensku leikmönnunum og að röfla í dómaranum.
Annars fín skemmtun.
Áfram Ísland!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli