12.8.02

Veikur.is

Frekar slöpp helgi í orðsins fyllstu!

Var veikur alla helgina, en náði þó að fara 2var í bíó.

Fór á föstudaginn á MIIB, alltílagi mynd. Hún var alveg eins og maður bjóst við alveg eins og fyrri myndin. Fín skemmtun á meðan henni stóð, skilur ekkert eftir sig.

Á laugardaginn var ég einn heima að horfa á sjónvarp, allir aularnir að læra undir próf og þess háttar. Frekar súrt kvöld. Hef ekki upplifað svona kvöld nokkuð lengi.

Á sunnudaginn fór á Minority Report með Tom Cruise. Ég og Gummi Sverris fórum í Lúxussalinn í Smárabíó. Þegar maður kaupir miða á 1700 kr. á maður ekki að þurfa að bíða fyrir utan helvítis salinn í korter! Það er fúlt!
Annars var myndin vægast satt mjög góð. En þessi Lúxussalur er ekkert svo sérstakur! Jú sætin eru betri en sætin í hinum sölunum eru bara fjandi góð þannig að það munar ekki einhverjum 700 kr. í gæðum.

Annars bara mættur í vinnuna.

Engin ummæli: