Um helgina fór fram árlegt golfmót TLC, TLC-Closed, á Selsvelli á flúðum. Heppnaðist mótið með eindæmum vel í alla staði og enn léku veðurguðirnir við TLC, sól og blíða meðan leikið var á laugardaginn. Gist var í félagsheimili TLC að Flúðum sem komið hefur verið fyrir í göngufæri við golfvöllinn.
Úrslitin úr golfmótinu voru þessi :1.sæti Kiddi Túnfisksalat á 20punktum
2.sæti Ívar Helgadóttir á 16pkt
3.sæti Robert van Gaarg á 14 pkt
4.sæti Brynjar Kartöflub(p)oki 13pkt
Besta skor Robert van Gaar á 48 höggum
Flest birdie Davíð Örn Guðjónsson
Flestir týndir boltar Addi
Flest upphafshögg Hjalti á 7. braut
Flestar spurningar á hring Addi, Örvar fylgdi fast á eftir.
En rétt er að geta þess að Addi, Hannes og Örvar ákváðu að skella sér 18 holur og spiluðu á 78höggum sem er bara býsna gott en þar sem þeir spiluðu 18 holur duttu þeir úr leik í 9 holukeppninni.
Eftir mótið var haldið í félagsheimili Plöggerana og þar var slegið upp grillveislu með prumpi og pragt og að loknum snæðingi var síðan verðlauna afhending með tilheyrandi látum.
Dánarröð : Fyrstur varð Hjalti Gogo langt fyrir aldur fram og þykir þetta sæta nokkurra tíðinda þar sem Guðmundur Jájá hefur nú yfirleitt verið fyrstur manna til að deyja drottni sínum. Stutt seinna greip þó Guðmundur gæsina og gekk til liðs við Hjalta, sigri hrósandi eftir að hafa blásið á allar spár um að hann myndi verða manna fyrstur í dauðann. Ívar fylgdi kynbróður sínum úr Kópavoginum eftir í dauðann og afsannaði þar með að hann er ekki alltaf annar, nokkuð ljóst þykir að Ívar hefur eflaust ekki gert sér grein fyrir ástandi Hjalta og því hafi hann farið að hugsa sér til dauða og hert drykkjuna verulega fljótlega eftir að hann sá að Guðmundur var farinn. Það verður að geta þess að talsverður tími leið frá því að fyrstu tveir drápust þar til að keðjuverkunarinnar varð vart. Addi og Róbert voru á svipuðu róli og flýtti Robert sér það mikið að ná sínum stað í rúminu að hann sleppti því að æ** áður en hann fór inní dauðann, þessa ákvörðun fengu allir að vita nokkuð oft þegar hann reis upp frá dauðum. Þegar hingað var komið til sögunnar áttar Davíð sig á því að Hjalti,Addi og Robbi hafa hertekið gröfina hans og því ákvað hann að drekkja sér í öli. Eftir að hafa verið að tala um það sama í 6 klst gefst Örvar upp enda skrifaði hann undir dánarbeiðni um leið og hann hóf umræður um Hákon nokkurn. Kiddi greip tækifærið og át sig til dauða með túnfisksalatinu hans Róberts. Eftir voru því Fyrirliðinn og Hanskinn og nú voru góð ráð dýr öll grafir í félagsheimilinu fullar nema ein. Í ölæði sínu grípur Fyrirliðinn og kartöflupokinn til þess ráðs að röfla Hanskann til dauða í stað þessa að drekkja sjálfum sér og þar með hafði hann grafið sína eigin gröf.....
Frábær ferð og vel heppnuð í alla staði, fyrir ykkur sem misstuð af henni þá misstuð þið af RUGLINU EINA því að þetta var hrein og tær snilld............
TLC-ekkert venjulegt lið
Engin ummæli:
Skrifa ummæli