15.4.03

Ógeðslega lengi veikur.is

Djöfull er ég búinn að vera lengi veikur, var fyrst smá slappur fyrir viku er búinn að vera með ýmis veikindi síðan. Fyrst var ég að drepast í hálsinum og þegar það var búið þá varð ég veikur, þeas slappur með kvef og drasl.

Annars er ég vonandi að skána, ætla að vera góður fyrir æfingaleikinn á fimmtudaginn. Fór á laugardaginn að keppa á móti Elliða. Ekki mjög skynsamur, þá varð ég náttúrulega helmingi slappari á eftir.

Fór svo í afmæli til Hildar (hans Gumma Á) en hún var 25 ára. Ég fór og keypti karöflu sem við strákarnir gáfum. Þetta var annars fínt, fór snemma heim, því ég var veikur.

Annars var mikið horft á drasl um helgina.
Búinn að horfa á:
Say It Ain´t So [*]
Ballistic: Ecks Vs. Sever [*1/2]
Blue Crush [**]
Confession of a Dangerous Mind [**1/2]

Nenni ekki að skrifa um þær
later

10.4.03

Veikur.is

Djöfull, var slappur í gær og vaknaði svo í morgun að drepast í hálsinum. Djöfulsins drasl, það er eins og ég sé með gaddavír í hálsinum. Ég sem ætlaði á æfingu í kvöld, smá vinnu djamm á morgun og Aðalfundinn hjá Nöglunum.

Svo er æfingaleikur á laugardaginn og afmæli hjá Hildi (hans Gumma). Eins og ég segi djöfulsins drasl. Frekar fúlt að verða veikur svona rétt fyrir seinasta djamm fyrir próf :(

Annars var Anna með alveg eins veiki fyrir viku og það tók hana slatta af tíma að ná þessu úr sér. Ég vona að þetta reddast og ég komist allavegana í bolta á laugardaginn.

7.4.03

National Security

Fór á National Security á laugardaginn. Vann miða á hana á mbl. Hefði nú ekki borgað mig inná þessa mynd.

Þarna eru þeir Martin Lawrence sem hefur leikið mjög oft alveg nákvæmlega eins hlutverk og svo er það Steve Zahn sem ég kannast smá við en hefur alltaf "held ég" verið í smá hlutverkum. Allavegana er þetta ágætis bíómynd til að horfa á og hugsa ekkert alltof mikið. Já svo er Eric Roberts vondi gaurinn ( er ekki að skemma neitt með að segja frá því). Fær svona 2 stjörnur. Maður er búinn að gleyma myndinni um leið og maður gengur út úr bíó salnum.

4.4.03

Klipping

Þó svo að flestir vilji að ég sé með lubba áfram (skv skoðukönnun Örvars, hér til hliðar) þá ætla ég samt að snoða mig, nenni ekki þessu helvítis veseni og vakna og hárið útum allt, líka erfitt fyrir mig með allar þessar krullur.

Þannig að ég mæti að öllum líkindum snoðaður eftir helgi.

Húsagerð

Helvítis húsagerð, þetta helvítis námskeið er í algjöru fokketí fokki. Þrír kennarar og enginn af þeim talar saman. Allir með sitthvort verkefnið og æla því svo loks út sér viku fyrir skil hvað á að gera í þessu fokkans verkefni. Djöfulsins Fokk.
Fyrir utan einn kennarann (Þorstein) hann er fínn.

2.4.03

Diskar

Var að spá hvort að einhver ætti þessa diska og væri til í að lána þá!
Cardigans - Long Gone Before Daylight
Linkin Park - Meteora
Placebo - Sleeping With Ghosts
System of a Down - Steel This Album

Þá vantar mig líka nokkra íslenska svo sem , Magnyl með Botnleðju og Góðar stundir með Stjörnukisi

Bara svona hugmynd, látið mig vita.

1.4.03

Kópavogur, Djúpivogur og aftur í Kópavoginn

Fór í gær í vinnunni til Djúpavogs. Keyrðum 1200 km, sem sagt, vaknaði 5:40 og lagði af stað til Djúpavogs og var kominn aftur kl.11 í gær. Sem sagt 1200 km keyrsla fyrir 4 klukkutíma vinnu.

Annars sagði Júlli (sem fór með mér) mér helvíti fyndna sögu. Hann á Nissan Patrol sem er á 44" dekkjum og var einhvertíma að ferðast nálægt Vatnajökli þegar einhver kani kom upp að honum og var að dáðst af bílnum hans.
Kaninn spurði: Í hvað notar þú eignlega þennan risa jeppa, er þetta fyrir drullu eða...
Júlli segir að hann noti bílinn í ferðast á jöklum og þess háttar.
Þá segir kaninn: En eru einhverjir vegir á jöklunum!!!!!!!!!!!

Vááá hvað þessir kanar geta verið heimskir. Allavegna var Júlli með fullan bíl af vinum sínum sem dóu úr hlátri þegar kaninn sagði þetta. Skemmtilegra kannski að heyra sögun frekar en að lesa hana, en allavegana.

CM4

Jæja ég er kominn með nýja CM eða CM4 eða Championship Manager 4. Var kominn með demoið en nú er ég kominn með the real thing. Gummi frændi redda þessu, mjög flott hjá honum.
Var aðeins í honum á sunnudags kvöldið. Fyrir áhugasama þá tók ég við Newcastle. Veit samt ekki hvað ég ætla að vera mikið í honum, fer að styttast í próf.

Black Hawk Down

Eyddi laugardagskvöldinu i rólegheitum. Var að horfa á Black Hawk Down, sem er bara helvíti fín. Svolítið skemmtilegt að sjá hana akkúrat þegar stríðið í Írak er í fullum gangi. Var svo að lesa á mbl að írakar hafi verið að dreifa eintökum af myndinni sem einskonar kennslumynd um hvernig eigi að hamra á USA.
Annars fín ræma. Gefur góða mynd af stríði, held ég allavegana.