30.8.04

Reunion...

Fór á "Reunion" eða endurfundi hjá 1999 útskriftarárganginum í Versló á föstudaginn. 6-T var mættur heima hjá Ása en það var nú ekkert sérlega góð mæting hjá bekknum, stelpurnar voru með 100% mætingu en hún var mun verri hjá strákanum. Um kl. 22 var svo farið út á Nes og hitt afganginn af liðinu. Alveg magnað hvað lítið hefur breyst á þessum 5 árum síðan maður kláraði menntaskóla. Óli Palli sá um að halda uppi stuðinu þó svo að maður þurfti nú að gefa honum nokkur góð ráð um músík val og auðvitað virkuðu þau! Eftir þetta dróg Siggi mig, Ívar og Stebba í bæinn og inná Hveriz sem var mökk leiðinlegt og svo fórum við þrír heim skömmu seinna!

Maður var svo vakinn kl. 9 um morguninn og dregin upp í sumarbústað að hjálpa þar og var maður ekkert smá duglegur. Náðum að setja upp allan litla kofann en við hættum að vinna um kl. 19 og ætluðum þá í sund á Hlöðum en þá var búið að loka! En það var nú kannski bara gott því Önnu slóg svona rosalega niður og þegar við vorum komin heim um kl. 22 þá var mín með 40 stiga hita takk fyrir!

Annars var það bara Liverpool sem var að skíta á sig. Var búinn að hlakka til alla vikuna að sjá nýju mennina spila og svo var þetta bara einhver fokking Houllier leikur. Alveg brjál. Kannski gerir maður sér bara upp alltof miklar væntingar þegar L'pool á í hlut! Maður þarf nú bara tjilla aðeins og vona að Rafa vinur minn reddi þessu ekki!. Annars átti Liverpool 3 skot sem hittu rammann! Ussss, ekki nógu gott! Annars held ég nýju mennirnir eigi eftir að standa sig!

26.8.04

Touching Evil

Magnaður þáttur sem er byrjaður á Stöð 2. Fjallar um löggu sem slapp naumlega eftir að hafa verið skotinn í hausinn. Hann byrjar aftur að vinna eftir að hafa verið á geðsjúkrahúsi í ár eða svo Hann vinnur hjá FBI í "Organized and Serial Crime Unit". Aðalpersónan er nokkuð lík John Doe, svona skrítinn og gáfaður.
Horfði á fyrsta þáttinn í gær og var hann bara nokkuð góður. Manni vantar góðan spennuþátt eftir 24. Þannig að allir að kíkja á Touching Evil!

25.8.04

Spenntur!

Eftir mat í gær hlammaði ég mér fyrir framan TVið og auðvitað voru Ólympíuleikarnir á dagskrá hjá Ríkissjónvarpinu okkar. Er ekki að fara dissa þetta núna en þetta var bara helvíti spennandi að horfa á Þórey Eddu "okkar" lenda í 5 sæti í stangastökki. Þá var einnig spennandi og gaman að sjá Jelenu Isinbajeva vinna þessa ógeðslegu Svetlana Feofanova. Hef varla séð ómyndarlegri kvennmann í langann tíma og við spáum aðeins í það þá væri hún meira að segja ómyndarlegur karlmaður og er það mikið sagt!

En allavegana finnst mér þessir Ólympíuleikar ekkert svo slæmir. En horfi aðalega þegar ég slysast inná þetta og þá hefur maður alltaf frekar gaman af því. T.d. var maður mjög spenntur yfir fimleikum á slá, veit ekkert hvað það heitir en það var magnað að sjá þessa dverga taka tvöfalt flikk flakk á lenda á 10 cm breiðri slá! Magnað!

Og ekki kom það mér á óvart að Jón Arnar hafi meiðst og klikkað þannig á stórmóti! Ég kannast eitthvað við þessa sögu!

24.8.04

The Weekend...

Helgin var mjög góð...Það var Boy's Night Out á föstudaginn þegar horft var á Eurotrip við mikin fögnuð viðstaddra. Bara nokkuð góð mynd sem var mjög vel heppnuð fyrir svona kvöld.

Á laugardaginn var svo náttúrulega Menningarnótt og hélt Ívar upphitunarpartý. Fórum í bæinn og náðum smá af Egó (í svona 1,5 km fjarlægð) og fórum svo inná Hverfiz þegar flugeldasýningin var hálfnuð og náðum þannig að "cut"a alla röðina. Svona 1 sek. eftir flugeldasýninguna var svo komin 50 m röð fyrir utan! En mjög vel heppnað kvöld!

Á sunnudaginn var það svo Árni Magnússon Invitational golfmótið sem var haldið á Þórisstöðum. Örlið, Íbbó, Michelinmaðurinn, Jim Bob og Uncle G voru mættir til leiks. Svo föru leikar að Michelinmaðurinn vann mótið á 48 höggum, Íbbó fór á 52, Uncle G á 53, Örlið á 64 og Jim Bob á 68. Þetta var mjög skemmtilegt mót og er það á hreinu að þetta á eftir að vera árlegur viðburður. Ég vil koma þökkum til skipuleggjanda þessa móts fyrir óeigingjarna vinnu!

Bið að heilsa!

19.8.04

Ísland 2 - Ítalía 0

Það var alveg ótrúleg tilfinning að vera á Laugardalsvellinum ástamt 20.204 í gærkvöldi og vera vitni af einum besta leik íslenska landsliðsins.
Ég misst reyndar af þessum frábæru "skemmtiatriðum" sem voru á undan leiknum, demm, að missa af Kalla Bjarna, Geiri Ólafs, Nylon og Í svörtum fötum er náttúrulega hryllingur.
En hjúkk náði nú öllum leiknum og þvílík stemmning. Þegar bylgjurnar fóru af stað og gengu 3 til 4 heila hringi var mjög gaman að upplyfa á Laugardalsvellinum. Vanalega er þetta reynt en það er svolítið erfitt þegar að ca. 150 m. eru á milli stúkanna. Drullið ykkur að loka hringnum.
Leikurinn sjálfur var náttúrulega frábær. Markið frá Eiði, markið frá Gylfa, baráttan hjá Heiðari Helgusyni, sambataktar hjá Brynjari Byrni gerðu daginn fullkominn!
Snilld og Íslenska landsliðið fær **** Örlish fyrir frammistöðu sína í þessum leik.

Vonandi að við náum svipuðum leik á móti Búlgaríu 4. september. Það er reyndar vaninn hjá Íslenska landsliðinu að klúðra málunum eftir að þeir hafa gefið þjóðinni einhverja trú á því. Vonandi verður það ekki í þetta skiptið.

Áfram Ísland!

17.8.04

The Shield

Það er margt gott við internetið og eitt af því er að maður getur sankað að sér ýmsu gömlu sjónvarpsefni. Margir þættir sem maður missti af fyrstu þáttunum og nennti ekki að fylgjast með eftir það en nú er hægt að vinna þetta allt upp og byrja frá byrjun.
Eitt af því er The Shield en ég held að 3 serían sé í gangi á Stöð 2. Nú er ég búinn að horfa á fyrstu fjóra þættina og er þetta bara nokkuð gott. The Shield gerist í Los Angeles og fjallar um löggur sem láta lögin ekki vefjast eitthvað fyrir sér til að ná árangri í starfi. Eins og ég segi fínir þættir og allir að tékka á þeim!
Aðrar seríur sem ég á eftir að tékka á eru t.d. Family Guy og Alias.

Hraustur þessi?

Það var ekkert smá gott að loksins geta hreyft sig. Prófaði að fara í ræktina að hjóla og að pumpa smá stáli. Alveg magnað hvað maður er fljótur að vera mikill aumingi! Skil ekki alveg hvers vegna maður er að þessu. Maður tekur sér nokkra mánaða frí og þá er maður kominn á upphafsreit! Fokketí..

Þá fór ég aftur í rönken áðan og var verið að athuga hvernig brotið væri að gróa. Það voru bara góðar fréttir úr því og á maður að geta farið að hlaupa eftir mánaðarmót. Jeee

Þá er stórleikur hjá TLC í kvöld og hvet alla að mæta niður í Laugardal kl. 9 í kvöld! Áfram TLC

16.8.04

Enski byrjaður

Já þá er enska deildin byrjuð og mínir menn gerðu jafntefli við Spurs. Hefðu reyndar átt að fá vítaspyrnu en svona er þetta víst. Þeir spiluðu vel í fyrri hálfleik og illa í þeim seinni. Ljósi pkt. var að Cissé skoraði sitt fyrsta mark.

Þá er Owen farinn til Real Madrid fyrir skít og kanil og er maður með nokkuð blendnar tilfinningar um þetta allt saman. Mér finnst það ekkert hrylliglegt að hann sé farinn en mér finnst það nokkuð slæmt hvað þeir fengu lítið fyrir hann.

Svo var það afmælið hjá Jim Bob um helgina sem var algjör snilld. Hann var búinn að auglýsa það viljandi að honum langaði í golfsett þannig að báðir vinahópar hans gáfu honum sett. Þannig að nú á hann tvö sett. Nokkuð gott það! Annars þakka ég bara fyrir mig. Er Ada ekki hress ;)

Ekki öfunda ég fólkið sem er í haust prófum núna! Fínt að vera vinna og búinn með þetta helvíti. Kid Rock og Íbbó fá alla mína samúð

13.8.04

Wouldn't It Be Nice...

...eins og The Beach Boys voru að syngja árið 1966 ef veðrið væri nú oftar svona sumrin! Maður yrði nú samt að fá sinn skammt af rigningu og roki en væri nú flott að fá svona 3 vikur að svona veðri :)

Í svona veðri á maður að reyna hætta sem fyrst í vinnunni og fara og kaupa sér ís og tjilla í sólinni. Er núna í vinnunni að hlusta á The Beach Boys í góðum fíling og hugsa hvað væri nú gott að vera úti í golfi eða álíka! En ég er fótbrotinn og að vinna inni!

Annars er það Jim Bob sem á 25 ára afmæli í dag, 13. ágúst en það á einmitt Einar Ágúst í Skítamóral líka! Þannig að ég óska þeim báðum til hamingju með afmælið! Til hamingju strákar, þið eruð báðir jafn æðislegir!

3.8.04

Búið

Þá er vel heppnaður Kópur 2004 búinn. Allur hópurinn fór í Paintball á sunnudaginn en ég komst því miður ekki með þar sem maður er nú fatlaður í augnablikinu! Mætti samt og horfði á! Þá var svo grillað hjá Gumma Ingvars um kvöldið og var það helvíti fínt. Fór ekki í bæinn þar sem að löppin hefði farið illa á því. Annnars er ég búinn að setja myndir inná netið af bæði dorginu og grillinu!

Þá er frekar lítill Kópur 2004 lokið og hefst undirbúningur fyrir næstu hátíð í næsta mánuði. Er það ekki?