
Helgin var mjög góð...Það var Boy's Night Out á föstudaginn þegar horft var á Eurotrip við mikin fögnuð viðstaddra. Bara nokkuð góð mynd sem var mjög vel heppnuð fyrir svona kvöld.
Á laugardaginn var svo náttúrulega Menningarnótt og hélt
Ívar upphitunarpartý. Fórum í bæinn og náðum smá af Egó (í svona 1,5 km fjarlægð) og fórum svo inná Hverfiz þegar flugeldasýningin var hálfnuð og náðum þannig að "cut"a alla röðina. Svona 1 sek. eftir flugeldasýninguna var svo komin 50 m röð fyrir utan! En mjög vel heppnað kvöld!

Á sunnudaginn var það svo Árni Magnússon Invitational golfmótið sem var haldið á Þórisstöðum. Örlið, Íbbó, Michelinmaðurinn, Jim Bob og Uncle G voru mættir til leiks. Svo föru leikar að Michelinmaðurinn vann mótið á 48 höggum, Íbbó fór á 52, Uncle G á 53, Örlið á 64 og Jim Bob á 68. Þetta var mjög skemmtilegt mót og er það á hreinu að þetta á eftir að vera árlegur viðburður. Ég vil koma þökkum til skipuleggjanda þessa móts fyrir óeigingjarna vinnu!
Bið að heilsa!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli