25.8.04

Spenntur!

Eftir mat í gær hlammaði ég mér fyrir framan TVið og auðvitað voru Ólympíuleikarnir á dagskrá hjá Ríkissjónvarpinu okkar. Er ekki að fara dissa þetta núna en þetta var bara helvíti spennandi að horfa á Þórey Eddu "okkar" lenda í 5 sæti í stangastökki. Þá var einnig spennandi og gaman að sjá Jelenu Isinbajeva vinna þessa ógeðslegu Svetlana Feofanova. Hef varla séð ómyndarlegri kvennmann í langann tíma og við spáum aðeins í það þá væri hún meira að segja ómyndarlegur karlmaður og er það mikið sagt!

En allavegana finnst mér þessir Ólympíuleikar ekkert svo slæmir. En horfi aðalega þegar ég slysast inná þetta og þá hefur maður alltaf frekar gaman af því. T.d. var maður mjög spenntur yfir fimleikum á slá, veit ekkert hvað það heitir en það var magnað að sjá þessa dverga taka tvöfalt flikk flakk á lenda á 10 cm breiðri slá! Magnað!

Og ekki kom það mér á óvart að Jón Arnar hafi meiðst og klikkað þannig á stórmóti! Ég kannast eitthvað við þessa sögu!

Engin ummæli: