16.8.04

Enski byrjaður

Já þá er enska deildin byrjuð og mínir menn gerðu jafntefli við Spurs. Hefðu reyndar átt að fá vítaspyrnu en svona er þetta víst. Þeir spiluðu vel í fyrri hálfleik og illa í þeim seinni. Ljósi pkt. var að Cissé skoraði sitt fyrsta mark.

Þá er Owen farinn til Real Madrid fyrir skít og kanil og er maður með nokkuð blendnar tilfinningar um þetta allt saman. Mér finnst það ekkert hrylliglegt að hann sé farinn en mér finnst það nokkuð slæmt hvað þeir fengu lítið fyrir hann.

Svo var það afmælið hjá Jim Bob um helgina sem var algjör snilld. Hann var búinn að auglýsa það viljandi að honum langaði í golfsett þannig að báðir vinahópar hans gáfu honum sett. Þannig að nú á hann tvö sett. Nokkuð gott það! Annars þakka ég bara fyrir mig. Er Ada ekki hress ;)

Ekki öfunda ég fólkið sem er í haust prófum núna! Fínt að vera vinna og búinn með þetta helvíti. Kid Rock og Íbbó fá alla mína samúð

Engin ummæli: